Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2025 21:04 Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með bræðurna Frosta og Snæ, sem mættu óvænt í heiminn í byrjun ársins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af geitabónda á Suðurlandi þessa dagana því tveir kiðlingar voru að koma í heiminn, sem hafa fengið nöfnin Frosti og Snær. Tveir geithafrar eru grunaðir um að vera feður kiðlinganna, annars vegar Lennon og hins vegar Lubbi. Geiturnar hjá Önnu Maríu Flygenring á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eiga ekki að bera fyrr en í apríl en mamma kiðlinganna, sem heitir Kvika lág eitthvað á og bar kiðlingunum í upphafi nýs árs. „Þetta var alveg óvænt, þetta er svona vorboði, sem maður átti alls ekkert von á. Burðurinn kom mér skemmtilega á óvart, heldur betur. Svo verða þetta náttúrulega algjör dekurdýr því þeir verða knúsaðir svolítið mikið og oft væntanlega,” segir Anna María. „Þeir byrja strax að kunna að meta knús. Þú sérð það, þeir eru strax að láta sér líka vel að láta klóra sér,” bætir hún við. Ekki er vitað hver faðir Frosta og Snæs er en tveir hafrar koma til greina. „Já, þessi heitir Lennon en hann gæti verið pabbi kiðanna og svo kemur Lubbi líka til greina”, segir Anna María hlæjandi. Og hér er hafurinn Lennon, sem gæti verið faðir kiðanna eins og Lubbi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María segir að geitur séu mjög gáfaðar. „Já, ég segi stundum að þær séu of gáfaðar og þess vegna þyki mönnum þær leiðinlegar af því að þær skáka manninum í vitsmunum stundum. Þær vita sínu viti. Ef þú ert til dæmis einhvern tímann vondur við geit, hún gleymir því ekki, hún fyrirgefur það aldrei.” Hafurinn Lubbi gæti verið faðir kiðanna en Lennon kemur líka til greina.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvetur Anna María þá sem geta að hafa aðstöðu að fá sér geitur? „Já, já, það er bara skemmtilegt og gagnlegt og það eru svo auðvelt að umgangast þær, þær eru ekki hættulegar”. Bærinn Hlíð, þar sem Anna María er með geiturnar sínar en þar er líka rekið myndarlegt kúabú.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Geiturnar hjá Önnu Maríu Flygenring á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eiga ekki að bera fyrr en í apríl en mamma kiðlinganna, sem heitir Kvika lág eitthvað á og bar kiðlingunum í upphafi nýs árs. „Þetta var alveg óvænt, þetta er svona vorboði, sem maður átti alls ekkert von á. Burðurinn kom mér skemmtilega á óvart, heldur betur. Svo verða þetta náttúrulega algjör dekurdýr því þeir verða knúsaðir svolítið mikið og oft væntanlega,” segir Anna María. „Þeir byrja strax að kunna að meta knús. Þú sérð það, þeir eru strax að láta sér líka vel að láta klóra sér,” bætir hún við. Ekki er vitað hver faðir Frosta og Snæs er en tveir hafrar koma til greina. „Já, þessi heitir Lennon en hann gæti verið pabbi kiðanna og svo kemur Lubbi líka til greina”, segir Anna María hlæjandi. Og hér er hafurinn Lennon, sem gæti verið faðir kiðanna eins og Lubbi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María segir að geitur séu mjög gáfaðar. „Já, ég segi stundum að þær séu of gáfaðar og þess vegna þyki mönnum þær leiðinlegar af því að þær skáka manninum í vitsmunum stundum. Þær vita sínu viti. Ef þú ert til dæmis einhvern tímann vondur við geit, hún gleymir því ekki, hún fyrirgefur það aldrei.” Hafurinn Lubbi gæti verið faðir kiðanna en Lennon kemur líka til greina.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvetur Anna María þá sem geta að hafa aðstöðu að fá sér geitur? „Já, já, það er bara skemmtilegt og gagnlegt og það eru svo auðvelt að umgangast þær, þær eru ekki hættulegar”. Bærinn Hlíð, þar sem Anna María er með geiturnar sínar en þar er líka rekið myndarlegt kúabú.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira