Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 18:57 Íbúar Kúlúsúk og nærliggjandi sveitarfélögum á austurströnd Grænlands hafa áhyggjur af birgðaöryggi vegna ákvörðunar Icelandair. getty Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. Grænlenski miðillinn Sermitsiaq segir íbúa austurstrandarinnar líða eins og þau séu ásættanlegur fórnarkostnaður framfara í flugmálum á Grænlandi í kjölfar þess að nýr alþjóðaflugvöllur hafi verið tekinn í gagnið í höfuðborginni Nuuk. Miðillinn ræddi við Hjørdis Viberg frá bænum Tasiilaq í nágrenni við Kúlúsúk sem hefur setið föst í Færeyjum þar sem hún hélt upp á jólin með foreldrum sínum búsettum þar. „Áætlunin var sú að ég færi til Keflavíkur tíunda janúar og þaðan svo til Kúlúsúk ellefta. En það fór í vaskinn þegar Icelandair aflýsti fluginu,“ er haft eftir henni. „Nú þarf ég að fljúga til Kaupmannahafnar og gista þar. Svo get ég flogið til Nuuk daginn eftir og þaðan kemst ég fyrst til Kúlúsúk þann sextánda. Þetta er fullt af gistinóttum sem ég þarf sjálf að greiða þrátt fyrir að hafa gildan og greiddan miða frá Keflavík til Kúlúsúk,“ segir Hjørdis. Áhyggjur af birgðaöryggi Miðana hafði hún keypt mörgum mánuðum áður. Þó að Icelandair endurgreiði henni andvirði miðanna sé mikið af aukalegum útgjöldum og ferðatíminn talsvert lengri en gert var ráð fyrir. Hjørdis hefur einnig áhyggjur af birgðaöryggi bæjanna á austurströndinni. „Yfir veturinn fáum við mikið af okkar birgðum með flugi frá Reykjavík. Við erum jú eftir allt saman nær Reykjavík en Nuuk,“ segir hún. „Það hefur alltaf verið þannig að ef veður var slæmt yfir jökulbreiðuna gat Icelandair alltaf lent í Kúlúsúk og öfugt, ef veður var slæmt milli Íslands og Grænland gat Air Greenland lent í Kúlúsúk,“ segir hún. „Mér finnst að Icelandair hafi svikið okkur. Því þeir finna leið til að fljúga til Kúlúsúk á ferðamannatímabilum þegar fullt er af farþegum sem vilja komast frá Íslandi til Austurgrænlands,“ segir Hjørds. Harmar aflýsingarnar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, harmar aflýsingar flugferðanna en segir þær óumflýjanlegar þar sem einfaldlega sé ekki nægilegur fjöldi farþega yfir vetrarmánuðina. „Icelandair flýgur til og frá Kúlúsúk á viðskiptagrundvelli og án ríkisstuðnings. Því miður er farþegafjöldi yfir vetrarmánuðina of lítill. Til að þessi áfangastaður stæði undir kostnaði þyrftu við að sjá aukna eftirspurn bæði með tilliti til farþega og farms,“ segir hann í svari við fyrirspurn Sermitsiaq. „Icelandair hjálpar farþegum sem urðu fyrir áhrifum af aflýsingunum við að endurbóka og skipuleggja ferðaáætlanir til að komast á áfangastað,“ segir hann. Icelandair Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Grænlenski miðillinn Sermitsiaq segir íbúa austurstrandarinnar líða eins og þau séu ásættanlegur fórnarkostnaður framfara í flugmálum á Grænlandi í kjölfar þess að nýr alþjóðaflugvöllur hafi verið tekinn í gagnið í höfuðborginni Nuuk. Miðillinn ræddi við Hjørdis Viberg frá bænum Tasiilaq í nágrenni við Kúlúsúk sem hefur setið föst í Færeyjum þar sem hún hélt upp á jólin með foreldrum sínum búsettum þar. „Áætlunin var sú að ég færi til Keflavíkur tíunda janúar og þaðan svo til Kúlúsúk ellefta. En það fór í vaskinn þegar Icelandair aflýsti fluginu,“ er haft eftir henni. „Nú þarf ég að fljúga til Kaupmannahafnar og gista þar. Svo get ég flogið til Nuuk daginn eftir og þaðan kemst ég fyrst til Kúlúsúk þann sextánda. Þetta er fullt af gistinóttum sem ég þarf sjálf að greiða þrátt fyrir að hafa gildan og greiddan miða frá Keflavík til Kúlúsúk,“ segir Hjørdis. Áhyggjur af birgðaöryggi Miðana hafði hún keypt mörgum mánuðum áður. Þó að Icelandair endurgreiði henni andvirði miðanna sé mikið af aukalegum útgjöldum og ferðatíminn talsvert lengri en gert var ráð fyrir. Hjørdis hefur einnig áhyggjur af birgðaöryggi bæjanna á austurströndinni. „Yfir veturinn fáum við mikið af okkar birgðum með flugi frá Reykjavík. Við erum jú eftir allt saman nær Reykjavík en Nuuk,“ segir hún. „Það hefur alltaf verið þannig að ef veður var slæmt yfir jökulbreiðuna gat Icelandair alltaf lent í Kúlúsúk og öfugt, ef veður var slæmt milli Íslands og Grænland gat Air Greenland lent í Kúlúsúk,“ segir hún. „Mér finnst að Icelandair hafi svikið okkur. Því þeir finna leið til að fljúga til Kúlúsúk á ferðamannatímabilum þegar fullt er af farþegum sem vilja komast frá Íslandi til Austurgrænlands,“ segir Hjørds. Harmar aflýsingarnar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, harmar aflýsingar flugferðanna en segir þær óumflýjanlegar þar sem einfaldlega sé ekki nægilegur fjöldi farþega yfir vetrarmánuðina. „Icelandair flýgur til og frá Kúlúsúk á viðskiptagrundvelli og án ríkisstuðnings. Því miður er farþegafjöldi yfir vetrarmánuðina of lítill. Til að þessi áfangastaður stæði undir kostnaði þyrftu við að sjá aukna eftirspurn bæði með tilliti til farþega og farms,“ segir hann í svari við fyrirspurn Sermitsiaq. „Icelandair hjálpar farþegum sem urðu fyrir áhrifum af aflýsingunum við að endurbóka og skipuleggja ferðaáætlanir til að komast á áfangastað,“ segir hann.
Icelandair Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira