Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 10. janúar 2025 19:09 Vísir/Samsett Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Borgarstjóri segir málið snúast um 1400 tré á svokölluðum hindranafríum aðflugsfleti við aðra flugbraut vallarins sem Samgöngustofa fari fram á að verði felld. Hann segir mikið áhyggjuefni að starfsemi vallarins verði skert en að hann hafi ekki fengið neinn rökstuðning fyrir því að það bæti flugöryggi að skera ljótt skarð í Öskjuhlíðina. Isavia barst erindi frá Samgöngustofu í gær þar sem fram kemur að hætta skuli notkun flugbrautar 31 til lendinga og flugbrautar 13 til flugtaks vegna „afstöðu Reykjavíkurborgar að lúta ekki án frekari tafa gildandi skipulagsreglum hvað varðar hæð trjágróðurs.“ Ekkert formlegt erindi borist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta koma sér á óvart. „Ég hef ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella þessi tré. Við höfum fellt öll þau tré sem fara upp í þennan lögbundna hindrunarflöt sem alþjóðaflugreglur kveða á að sé án hindrana. Við felldum síðast 45 tré í september,“ segir hann. Það hafi þó byggt á gömlum mælingum þannig að óskað var eftir nýjum hæðarmælingum á trjánum. „Þá kom í ljós að það þarf að fella nokkur tré í viðbót og við erum tilbúin að gera það undir eins,“ segir Einar. „En þeirra krafa er að fella 1400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ segir hann. Óvæntur æðibunugangur Hvers vegna 1.400? „Fyrst fór Isavia fram á að 3.000 tré yrðu felld. Við vildum vita á hverju það var byggt. Þá voru gerðar þessar mælingar og þá kemur í ljós frá Samgöngustofu að það eru 1.400 tré. Þá er verið að gera svona renning upp eftir Öskjuhlíðinni þar sem engin tré eru. Við höfum ekki fengið neinn rökstuðning á hvernig það tryggir meira flugöryggi af því að hingað til hefur þessi flughindrunarflötur verið talinn nóg,“ segir Einar. „Aðallega finnst mér æðibunugangurinn í þessari stjórnsýslu koma á óvart. Að tilkynna um það að flugbraut verði lokað og okkur hefur ekki gefist tækifæri til að eiga við þau samtal um þetta mál. Ég hef áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins en svo hljótum við að geta leyst úr þessu með þessi tré, sér í lagi þegar borgin hefur sýnt svona mikinn samstarfsvilja.“ Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Tré Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Sjá meira
Borgarstjóri segir málið snúast um 1400 tré á svokölluðum hindranafríum aðflugsfleti við aðra flugbraut vallarins sem Samgöngustofa fari fram á að verði felld. Hann segir mikið áhyggjuefni að starfsemi vallarins verði skert en að hann hafi ekki fengið neinn rökstuðning fyrir því að það bæti flugöryggi að skera ljótt skarð í Öskjuhlíðina. Isavia barst erindi frá Samgöngustofu í gær þar sem fram kemur að hætta skuli notkun flugbrautar 31 til lendinga og flugbrautar 13 til flugtaks vegna „afstöðu Reykjavíkurborgar að lúta ekki án frekari tafa gildandi skipulagsreglum hvað varðar hæð trjágróðurs.“ Ekkert formlegt erindi borist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta koma sér á óvart. „Ég hef ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella þessi tré. Við höfum fellt öll þau tré sem fara upp í þennan lögbundna hindrunarflöt sem alþjóðaflugreglur kveða á að sé án hindrana. Við felldum síðast 45 tré í september,“ segir hann. Það hafi þó byggt á gömlum mælingum þannig að óskað var eftir nýjum hæðarmælingum á trjánum. „Þá kom í ljós að það þarf að fella nokkur tré í viðbót og við erum tilbúin að gera það undir eins,“ segir Einar. „En þeirra krafa er að fella 1400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ segir hann. Óvæntur æðibunugangur Hvers vegna 1.400? „Fyrst fór Isavia fram á að 3.000 tré yrðu felld. Við vildum vita á hverju það var byggt. Þá voru gerðar þessar mælingar og þá kemur í ljós frá Samgöngustofu að það eru 1.400 tré. Þá er verið að gera svona renning upp eftir Öskjuhlíðinni þar sem engin tré eru. Við höfum ekki fengið neinn rökstuðning á hvernig það tryggir meira flugöryggi af því að hingað til hefur þessi flughindrunarflötur verið talinn nóg,“ segir Einar. „Aðallega finnst mér æðibunugangurinn í þessari stjórnsýslu koma á óvart. Að tilkynna um það að flugbraut verði lokað og okkur hefur ekki gefist tækifæri til að eiga við þau samtal um þetta mál. Ég hef áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins en svo hljótum við að geta leyst úr þessu með þessi tré, sér í lagi þegar borgin hefur sýnt svona mikinn samstarfsvilja.“
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Tré Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Sjá meira