Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 12:49 Afstaða farartækjanna sést á þessari mynd úr öryggismyndavél á horni Vonarstrætis og Lækjargötu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður sendibíls sem lést í árekstri við lyftara í Lækjargötu árið 2023 var óhæfur til aksturs vegna áhrifa örvandi fíkniefnis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur það meginorsök slyssins. Þá átti ökumaður lyftarans ekki að aka honum eftir neyslu á slævandi lyfi. Áreksturinn varð á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis um miðjan dag 13. september árið 2023. Sendibílnum var ekið þvert fyrir svonefndan skotbómulyftara en gafflar hans gengu inn í farþegarými sendibílsins. Ökumaður sendibílsins, sem var 37 ára gamall, lést. Lyftaranum var ekið eftir vinstri akrein Lækjargötu í suðvestur en samhliða honum var strætisvagn sem beygði til hægri inn í Vonarstræti. Sendibifreiðinni var ekið frá Vonarstræti yfir vestari akreinar Lækjargötu og í veg fyrir lyftarann. Mikið magn örvandi fíkniefnis fannst við blóðrannsókn á manninum sem lést og var hann óhæfur til aksturs vegna þess, að því er kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem telur það meginorsök slyssins. Blóðrannsókn á ökumanni lyftarans leiddi í ljós slævandi lyf í lækningalegum skammti. Í leiðbeiningum lyfsins sagði að ekki mætti aka eða stjórna vélum þegar það væri notað þar sem það gæti skert athygli og viðbragðsflýti. Á meðal annarra orsaka slyssins sem rannsóknarnefndin nefnir er að gafflar lyftarans lyftust hratt upp að framan rétt fyrir áreksturinn. Nefndin ályktaði að ökumaður lyftarans hefði óafvitandi ýtt stýripinnar bómunnar þannig að gafllarnir lyftust upp fyrir og í árekstrinum. Þá átti lyftarinn ekki að vera í akstri í almennri umferð heldur flutt á milli vinnustaða með öðrum hætti. Eins hafði áhrif að strætisvagninn birgði ökumanni sendibílsins sýn gagnvart lyftaranum og útsýni ökumanns lyftarans að Vonarstræti var líklega einnig skert. Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Áreksturinn varð á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis um miðjan dag 13. september árið 2023. Sendibílnum var ekið þvert fyrir svonefndan skotbómulyftara en gafflar hans gengu inn í farþegarými sendibílsins. Ökumaður sendibílsins, sem var 37 ára gamall, lést. Lyftaranum var ekið eftir vinstri akrein Lækjargötu í suðvestur en samhliða honum var strætisvagn sem beygði til hægri inn í Vonarstræti. Sendibifreiðinni var ekið frá Vonarstræti yfir vestari akreinar Lækjargötu og í veg fyrir lyftarann. Mikið magn örvandi fíkniefnis fannst við blóðrannsókn á manninum sem lést og var hann óhæfur til aksturs vegna þess, að því er kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem telur það meginorsök slyssins. Blóðrannsókn á ökumanni lyftarans leiddi í ljós slævandi lyf í lækningalegum skammti. Í leiðbeiningum lyfsins sagði að ekki mætti aka eða stjórna vélum þegar það væri notað þar sem það gæti skert athygli og viðbragðsflýti. Á meðal annarra orsaka slyssins sem rannsóknarnefndin nefnir er að gafflar lyftarans lyftust hratt upp að framan rétt fyrir áreksturinn. Nefndin ályktaði að ökumaður lyftarans hefði óafvitandi ýtt stýripinnar bómunnar þannig að gafllarnir lyftust upp fyrir og í árekstrinum. Þá átti lyftarinn ekki að vera í akstri í almennri umferð heldur flutt á milli vinnustaða með öðrum hætti. Eins hafði áhrif að strætisvagninn birgði ökumanni sendibílsins sýn gagnvart lyftaranum og útsýni ökumanns lyftarans að Vonarstræti var líklega einnig skert.
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira