Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2025 07:37 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur gegnt formennsku í Framsóknarflokknum frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum hefur samþykkt að óska eftir miðstjórnarfundi hjá flokknum í þeim tilgangi að flýta megi flokksþingi. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í morgun en kjördæmisráðið kom saman til fundar í gærkvöldi. Ráðið telur nauðsynlegt að boða til flokksþings til að bregðast við lökum árangri flokksins í alþingiskosningunum sem fram fóru í lok nóvember. Framsóknarflokkurinn tryggði sér þar atkvæði 7,8 prósent kjósenda og náði fimm mönnum inn á þing. Missti flokkurinn þar með átta þingmenn, en eftir kosningar 2021 var flokkurinn með þrettán þingmenn eftir að hafa fengið rúmlega 17 prósent atkvæða. Minnstu mátti muna að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson dytti af þingi í síðustu kosningunum, en varaformaðurinn Lilja Dögg Alfreðsdóttir var í hópi þeirra sem missti þingsæti. Flokkurinn náði ekki inn neinum manni á þing á höfuðborgarsvæðinu. Lilja sagði fyrr í vikunni að kurr væri í flokknum eftir kosningarnar og að margir flokksmenn væru á því að rétt væri að flýta flokksþingi, en hlutverk þess er meðal annars að velja forystu flokksins. Á fundi kjördæmissambandsins í gær var samþykkt tillaga um að beina þeim tilmælum til framkvæmdastjórnar að landsstjórn yrði kölluð saman til að hægt yrði að boða til miðstjórnarfundar sem gæti svo boðað til flokksþings. Í bréfi til framkvæmdastjórnar flokksins segir að úrslit kosninganna krefjist greiningar og aðgerða. Nauðsynlegt sé að ræða á heildstæðan hátt hvað leiddi til niðurstöðu kosninganna hvað Framsóknarflokkinn varðar og hvernig hægt sé að bregðast við af krafti. Uppbyggingarstarf flokksins verði að byggjast á sameiginlegri sýn, virkri þátttöku og skýrum markmiðum. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur setið á þingi frá árinu 2009 og gegnt formennsku í Framsóknarflokknum frá árinu 2016. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í morgun en kjördæmisráðið kom saman til fundar í gærkvöldi. Ráðið telur nauðsynlegt að boða til flokksþings til að bregðast við lökum árangri flokksins í alþingiskosningunum sem fram fóru í lok nóvember. Framsóknarflokkurinn tryggði sér þar atkvæði 7,8 prósent kjósenda og náði fimm mönnum inn á þing. Missti flokkurinn þar með átta þingmenn, en eftir kosningar 2021 var flokkurinn með þrettán þingmenn eftir að hafa fengið rúmlega 17 prósent atkvæða. Minnstu mátti muna að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson dytti af þingi í síðustu kosningunum, en varaformaðurinn Lilja Dögg Alfreðsdóttir var í hópi þeirra sem missti þingsæti. Flokkurinn náði ekki inn neinum manni á þing á höfuðborgarsvæðinu. Lilja sagði fyrr í vikunni að kurr væri í flokknum eftir kosningarnar og að margir flokksmenn væru á því að rétt væri að flýta flokksþingi, en hlutverk þess er meðal annars að velja forystu flokksins. Á fundi kjördæmissambandsins í gær var samþykkt tillaga um að beina þeim tilmælum til framkvæmdastjórnar að landsstjórn yrði kölluð saman til að hægt yrði að boða til miðstjórnarfundar sem gæti svo boðað til flokksþings. Í bréfi til framkvæmdastjórnar flokksins segir að úrslit kosninganna krefjist greiningar og aðgerða. Nauðsynlegt sé að ræða á heildstæðan hátt hvað leiddi til niðurstöðu kosninganna hvað Framsóknarflokkinn varðar og hvernig hægt sé að bregðast við af krafti. Uppbyggingarstarf flokksins verði að byggjast á sameiginlegri sýn, virkri þátttöku og skýrum markmiðum. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur setið á þingi frá árinu 2009 og gegnt formennsku í Framsóknarflokknum frá árinu 2016.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira