„Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. janúar 2025 20:22 Viðvarandi skortur hefur verið á heitu vatni í Hveragerði vegna bilaðs mótors í borholu. Vísir/Samsett Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur skorað á Orkuveitu Reykjavíkur að tryggja Hvergerðingum fyrirtækjum og stofnunum í bænum afhendingaröryggi á heitu vatni. Formaður bæjarráðs segir viðvarandi skort verið á heitu vatni frá í byrjun desember. Áskorunin var birt á heimasíðu Hveragerðisbæjar eftir bæjarráðsfund í dag. Þar segir bæjarráð að þolinmæði Hvergerðinga sé komin að þolmörkum og að gengið yrði fljótt til verks kæmi slíkt upp á höfuðborgarsvæðinu, „Síðustu ár yfir vetrarmánuðina og núna frá því í byrjun desember 2024 hefur verið viðvarandi skortur á heitu vatni í sveitarfélaginu, nú vegna bilunnar í einni borholu. Í upphaflegri tilkynningu frá Veitum kom fram að viðgerðin tæki einhverja daga hið minnsta,“ segir í fundargerðinni. Nú meira en mánuði síðar beri enn við skorti á heitu vatni og mun lægra hitastig á heitu vatni en fólk á að venjast. Samkvæmt tölvupósti sem íbúum bæjarins barst í gær verða svo enn frekari tafir á viðgerð þar sem panta þurfti nýjan mótor sem ekki er vitað hvenær berist til landsins. Gjaldið jafnvel hærra en vanalega Þrátt fyrir þetta er íbúum, fyrirtækjum og stofnunum gert að greiða fullt gjald, og jafnvel meira en það, þar sem aukið rennsli af vatni þarf með lægra hitastigi á heitu vatni til að halda húsum heitum. Einnig kemur fram að sundlaugin Laugaskarði hafi verið lokuð það sem af er nýja árinu með tilheyrandi tekjutapi og kostnaði fyrir sveitarfélagið, enda séu þar starfsmenn á launum en engir gestir nema í líkamsræktinni. „Það er nokkuð víst að kæmi slíkt ástand upp í Reykjavík líkt og varað hefur í Hveragerði yrði gengið fljótt til verks. Þolinmæði Hvergerðinga er komin að þolmörkum gagnvart þessu heitavatnsleysi síðustu ár,“ segir í áskorun bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Búnaðurinn fyrstur sinnar tegundar í heimi Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði erindi bæjarráðs ekki hafa borist Veitum þegar blaðamaður sló á þráðinn en að það fari sinn eðlilega farveg innanhúss. Hún segist átta sig á því að ástandið sé bagalegt fyrir íbúa en segir heita vatnið þó vera innan viðmiðunarmarka, þó í kaldari endann. Veitur séu meðvitaðar um bilunina sem hefur borið við síðan í byrjun desembermánuðar. Mótorinn í dælu borholunnar hafi bilað sem sé sérsmíðaður búnaður vegna þess hve heitt vatnið sé í borholunni. Venjulegar borholur á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru á bilinu 60 til 90 gráður en holan í Hveragerði er um 180 gráður. Þetta er ekki búnaður sem við eigum uppi í hillu. Hann var pantaður fyrir um ári síðan og er á leiðinni,“ segir Silja. Lagast vonandi í næstu viku Ástæðuna fyrir því að viðgerðin taki svona langan tíma segir Silja vera þá að þegar dælunni var komið fyrir árið 2019 hafi það verið í fyrsta skipti í heiminum sem slíkum búnaði hafi verið komið fyrir í svo heitri borholu. „Þess vegna tekur þetta svo langan tima, hann er svo sérhæfður,“ segir hún. Hún segir varamótor berast til landsins í næstu viku sem verður svo settur niður. Gert sé ráð fyrir því að heita vatnið verði heitara undir næstu viku. Hveragerði Vatn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Áskorunin var birt á heimasíðu Hveragerðisbæjar eftir bæjarráðsfund í dag. Þar segir bæjarráð að þolinmæði Hvergerðinga sé komin að þolmörkum og að gengið yrði fljótt til verks kæmi slíkt upp á höfuðborgarsvæðinu, „Síðustu ár yfir vetrarmánuðina og núna frá því í byrjun desember 2024 hefur verið viðvarandi skortur á heitu vatni í sveitarfélaginu, nú vegna bilunnar í einni borholu. Í upphaflegri tilkynningu frá Veitum kom fram að viðgerðin tæki einhverja daga hið minnsta,“ segir í fundargerðinni. Nú meira en mánuði síðar beri enn við skorti á heitu vatni og mun lægra hitastig á heitu vatni en fólk á að venjast. Samkvæmt tölvupósti sem íbúum bæjarins barst í gær verða svo enn frekari tafir á viðgerð þar sem panta þurfti nýjan mótor sem ekki er vitað hvenær berist til landsins. Gjaldið jafnvel hærra en vanalega Þrátt fyrir þetta er íbúum, fyrirtækjum og stofnunum gert að greiða fullt gjald, og jafnvel meira en það, þar sem aukið rennsli af vatni þarf með lægra hitastigi á heitu vatni til að halda húsum heitum. Einnig kemur fram að sundlaugin Laugaskarði hafi verið lokuð það sem af er nýja árinu með tilheyrandi tekjutapi og kostnaði fyrir sveitarfélagið, enda séu þar starfsmenn á launum en engir gestir nema í líkamsræktinni. „Það er nokkuð víst að kæmi slíkt ástand upp í Reykjavík líkt og varað hefur í Hveragerði yrði gengið fljótt til verks. Þolinmæði Hvergerðinga er komin að þolmörkum gagnvart þessu heitavatnsleysi síðustu ár,“ segir í áskorun bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Búnaðurinn fyrstur sinnar tegundar í heimi Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði erindi bæjarráðs ekki hafa borist Veitum þegar blaðamaður sló á þráðinn en að það fari sinn eðlilega farveg innanhúss. Hún segist átta sig á því að ástandið sé bagalegt fyrir íbúa en segir heita vatnið þó vera innan viðmiðunarmarka, þó í kaldari endann. Veitur séu meðvitaðar um bilunina sem hefur borið við síðan í byrjun desembermánuðar. Mótorinn í dælu borholunnar hafi bilað sem sé sérsmíðaður búnaður vegna þess hve heitt vatnið sé í borholunni. Venjulegar borholur á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru á bilinu 60 til 90 gráður en holan í Hveragerði er um 180 gráður. Þetta er ekki búnaður sem við eigum uppi í hillu. Hann var pantaður fyrir um ári síðan og er á leiðinni,“ segir Silja. Lagast vonandi í næstu viku Ástæðuna fyrir því að viðgerðin taki svona langan tíma segir Silja vera þá að þegar dælunni var komið fyrir árið 2019 hafi það verið í fyrsta skipti í heiminum sem slíkum búnaði hafi verið komið fyrir í svo heitri borholu. „Þess vegna tekur þetta svo langan tima, hann er svo sérhæfður,“ segir hún. Hún segir varamótor berast til landsins í næstu viku sem verður svo settur niður. Gert sé ráð fyrir því að heita vatnið verði heitara undir næstu viku.
Hveragerði Vatn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira