Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2025 21:24 Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir, segir mikilvægt að vera á varðbergi þrátt fyrir að hverfandi líkur séu á því að fólk geti smitast af flensunni. Vísir/Einar Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. Matvælastofnun hefur fjallað ítarlega um tilvik þar sem kettlingur drapst vegna fuglaflensu í lok desember. Þá er fólki ráðlagt að senda inn tilkynningar ef það sér dauða fugla sem hafa drepist án ástæðu. Fréttastofa ræddi við Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni Matvælastofnunar, um köttinn sem drapst, H5N5-afbrigði fuglaflensu og líkurnar á því að fólk geti smitast af flensunni. Horfa má á viðtal fréttastofu við eiganda kettlingsins sem drapst í spilaranum hér að neðan. Beint í kjölfarið á því má svo sjá viðtalið við yfirdýralækni Mast en það er eftir 2 mínútur og 50 sekúndur í klippunni. Hverfandi líkur á smiti en samt á varðbergi Er möguleiki á að smitast af þessu afbrigði fuglaflensu með því að umgangast veik dýr? „Við teljum hverfandi líkur á því vegna þess að það hafa, samkvæmt öllum okkar heimildum, engin tilfelli verið tilkynnt þar sem veiran hefur smitað frá spendýri eða fuglum yfir í fólk, af þessu afbrigði, það er að segja H5N5-afbrigðinu,“ segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast. Hvers vegna er fólk þá beðið um að koma núna í sýnatöku? „Við þurfum auðvitað að vera á tánum vegna þess að við höfum önnur afbrigði þar sem hefur komið í ljós að það hefur getað smitað yfir í bæði spendýr og fólk. Þó svo það hafi ekki komið neinar tilkynningar um þetta afbrigði þá verðum við að vera á varðbergi og taka allar varúðarráðstafanir sem við getum,“ segir Þóra. Líklega öll étið af sama dauða fugli Nú hefur læða drepist og kettlingarnir hennar, annar þeirra hefur verið greindur með þetta afbrigði. Hvernig þá ætlið þið að þau smit hafi orðið? „Við teljum langlíklegast að læðan hafi dregið inn dauðan fugl sem hafi þá mögulega annað hvort verið veikur eða dauður af fuglainflúensunni, af þessu afbrigði H5N5,“ segir Þóra. „Þeir eru orðnir það stálpaðir kettlingarnir að við teljum mest líklegt að þau hafi þá öll étið af þessum dauða fugl, bæði læðan og kettlingarnir. Það er vegna þess að þau eru að drepast eða veikjast á svipuðum eða sama tíma,“ segir Þóra. Fuglar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Matvælastofnun hefur fjallað ítarlega um tilvik þar sem kettlingur drapst vegna fuglaflensu í lok desember. Þá er fólki ráðlagt að senda inn tilkynningar ef það sér dauða fugla sem hafa drepist án ástæðu. Fréttastofa ræddi við Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni Matvælastofnunar, um köttinn sem drapst, H5N5-afbrigði fuglaflensu og líkurnar á því að fólk geti smitast af flensunni. Horfa má á viðtal fréttastofu við eiganda kettlingsins sem drapst í spilaranum hér að neðan. Beint í kjölfarið á því má svo sjá viðtalið við yfirdýralækni Mast en það er eftir 2 mínútur og 50 sekúndur í klippunni. Hverfandi líkur á smiti en samt á varðbergi Er möguleiki á að smitast af þessu afbrigði fuglaflensu með því að umgangast veik dýr? „Við teljum hverfandi líkur á því vegna þess að það hafa, samkvæmt öllum okkar heimildum, engin tilfelli verið tilkynnt þar sem veiran hefur smitað frá spendýri eða fuglum yfir í fólk, af þessu afbrigði, það er að segja H5N5-afbrigðinu,“ segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast. Hvers vegna er fólk þá beðið um að koma núna í sýnatöku? „Við þurfum auðvitað að vera á tánum vegna þess að við höfum önnur afbrigði þar sem hefur komið í ljós að það hefur getað smitað yfir í bæði spendýr og fólk. Þó svo það hafi ekki komið neinar tilkynningar um þetta afbrigði þá verðum við að vera á varðbergi og taka allar varúðarráðstafanir sem við getum,“ segir Þóra. Líklega öll étið af sama dauða fugli Nú hefur læða drepist og kettlingarnir hennar, annar þeirra hefur verið greindur með þetta afbrigði. Hvernig þá ætlið þið að þau smit hafi orðið? „Við teljum langlíklegast að læðan hafi dregið inn dauðan fugl sem hafi þá mögulega annað hvort verið veikur eða dauður af fuglainflúensunni, af þessu afbrigði H5N5,“ segir Þóra. „Þeir eru orðnir það stálpaðir kettlingarnir að við teljum mest líklegt að þau hafi þá öll étið af þessum dauða fugl, bæði læðan og kettlingarnir. Það er vegna þess að þau eru að drepast eða veikjast á svipuðum eða sama tíma,“ segir Þóra.
Fuglar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira