Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2025 21:24 Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir, segir mikilvægt að vera á varðbergi þrátt fyrir að hverfandi líkur séu á því að fólk geti smitast af flensunni. Vísir/Einar Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. Matvælastofnun hefur fjallað ítarlega um tilvik þar sem kettlingur drapst vegna fuglaflensu í lok desember. Þá er fólki ráðlagt að senda inn tilkynningar ef það sér dauða fugla sem hafa drepist án ástæðu. Fréttastofa ræddi við Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni Matvælastofnunar, um köttinn sem drapst, H5N5-afbrigði fuglaflensu og líkurnar á því að fólk geti smitast af flensunni. Horfa má á viðtal fréttastofu við eiganda kettlingsins sem drapst í spilaranum hér að neðan. Beint í kjölfarið á því má svo sjá viðtalið við yfirdýralækni Mast en það er eftir 2 mínútur og 50 sekúndur í klippunni. Hverfandi líkur á smiti en samt á varðbergi Er möguleiki á að smitast af þessu afbrigði fuglaflensu með því að umgangast veik dýr? „Við teljum hverfandi líkur á því vegna þess að það hafa, samkvæmt öllum okkar heimildum, engin tilfelli verið tilkynnt þar sem veiran hefur smitað frá spendýri eða fuglum yfir í fólk, af þessu afbrigði, það er að segja H5N5-afbrigðinu,“ segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast. Hvers vegna er fólk þá beðið um að koma núna í sýnatöku? „Við þurfum auðvitað að vera á tánum vegna þess að við höfum önnur afbrigði þar sem hefur komið í ljós að það hefur getað smitað yfir í bæði spendýr og fólk. Þó svo það hafi ekki komið neinar tilkynningar um þetta afbrigði þá verðum við að vera á varðbergi og taka allar varúðarráðstafanir sem við getum,“ segir Þóra. Líklega öll étið af sama dauða fugli Nú hefur læða drepist og kettlingarnir hennar, annar þeirra hefur verið greindur með þetta afbrigði. Hvernig þá ætlið þið að þau smit hafi orðið? „Við teljum langlíklegast að læðan hafi dregið inn dauðan fugl sem hafi þá mögulega annað hvort verið veikur eða dauður af fuglainflúensunni, af þessu afbrigði H5N5,“ segir Þóra. „Þeir eru orðnir það stálpaðir kettlingarnir að við teljum mest líklegt að þau hafi þá öll étið af þessum dauða fugl, bæði læðan og kettlingarnir. Það er vegna þess að þau eru að drepast eða veikjast á svipuðum eða sama tíma,“ segir Þóra. Fuglar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Matvælastofnun hefur fjallað ítarlega um tilvik þar sem kettlingur drapst vegna fuglaflensu í lok desember. Þá er fólki ráðlagt að senda inn tilkynningar ef það sér dauða fugla sem hafa drepist án ástæðu. Fréttastofa ræddi við Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni Matvælastofnunar, um köttinn sem drapst, H5N5-afbrigði fuglaflensu og líkurnar á því að fólk geti smitast af flensunni. Horfa má á viðtal fréttastofu við eiganda kettlingsins sem drapst í spilaranum hér að neðan. Beint í kjölfarið á því má svo sjá viðtalið við yfirdýralækni Mast en það er eftir 2 mínútur og 50 sekúndur í klippunni. Hverfandi líkur á smiti en samt á varðbergi Er möguleiki á að smitast af þessu afbrigði fuglaflensu með því að umgangast veik dýr? „Við teljum hverfandi líkur á því vegna þess að það hafa, samkvæmt öllum okkar heimildum, engin tilfelli verið tilkynnt þar sem veiran hefur smitað frá spendýri eða fuglum yfir í fólk, af þessu afbrigði, það er að segja H5N5-afbrigðinu,“ segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast. Hvers vegna er fólk þá beðið um að koma núna í sýnatöku? „Við þurfum auðvitað að vera á tánum vegna þess að við höfum önnur afbrigði þar sem hefur komið í ljós að það hefur getað smitað yfir í bæði spendýr og fólk. Þó svo það hafi ekki komið neinar tilkynningar um þetta afbrigði þá verðum við að vera á varðbergi og taka allar varúðarráðstafanir sem við getum,“ segir Þóra. Líklega öll étið af sama dauða fugli Nú hefur læða drepist og kettlingarnir hennar, annar þeirra hefur verið greindur með þetta afbrigði. Hvernig þá ætlið þið að þau smit hafi orðið? „Við teljum langlíklegast að læðan hafi dregið inn dauðan fugl sem hafi þá mögulega annað hvort verið veikur eða dauður af fuglainflúensunni, af þessu afbrigði H5N5,“ segir Þóra. „Þeir eru orðnir það stálpaðir kettlingarnir að við teljum mest líklegt að þau hafi þá öll étið af þessum dauða fugl, bæði læðan og kettlingarnir. Það er vegna þess að þau eru að drepast eða veikjast á svipuðum eða sama tíma,“ segir Þóra.
Fuglar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira