Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2025 19:42 Geirdís Hanna Kristjánsdóttir segir það hafa verið ljóst í langan tíma að aðstæður á Sævarhöfða hafi ekki verið góðar. Lítið bil hafi verið á milli hjólhýsa vegna þess hve svæðið er þröngt. vísir/vilhelm Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er ein þeirra sem er með fasta búsetu í hjólhýsabygðinni. Hundurinn hennar, Tinna, vakti hana um miðja nótt þegar eldur kom upp í hjólhýsi við hliðina á hennar. „Og svo bara hljóp ég á náttfötunum berfætt á inniskónum út með símann.“ Eigandi hjólhýsisins var þá kominn út úr sínu hýsi sem síðar brann til kaldra kola. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en varð ekki meint af brunanum. „Svo sé ég að eldurinn er farinn að teygja sig í húsbílinn við hliðina á. Þannig ég æði af stað í húsbílinn og lem hann allan að utan því ég vissi ekki hvort eigandi hans væri heima.“ Stæk brunalykt er úr hjólhýsi Geirdísar. Gluggarnir sviðnuðu vegna hitans og ljóst að tjónið er mikið. Hún er tryggð og á ekki von á öðru en að fá tjónið bætt.vísir/vilhelm Geirdís segir það hafa verið mikinn létti þegar henni var svo tilkynnt að eigandi húsbílsins væri erlendis. „Þá brotnaði ég bara niður og grét. Þetta gerðist svo hratt. Allt í einu þá stóð allt í ljósum logum og þvílíka eldhafið sem teygði sig í næstu bíla. Ég horfði á hýsið mitt þar sem gluggarnir bráðnuðu af hitanum.“ Súr brunalykt og sviðnaðir gluggar Hjólhýsi Geirdísar er ekki íbúðarhæft, súr brunalykt er allt umlykjandi og veit hún ekki hver næstu skref eru. „Þetta verður langur dagur.“ Hver er þá staðan á þínum högum, ertu heimilislaus núna? „Já ég er það.“ Hjólhýsi og húsbíll brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð Fulltrúi borgaryfirvalda sagði á RÚV í júlí 2023 að hjólhýsabyggðin yrði einungis á svæðinu til skamms tíma þar sem finna þyrfti betri staðsetningu. Geirdís segir að síðan þá hafi verið lítið um svör frá borginni. „Þetta hefði aldrei gerst ef það hefði verið farið strax í það mál að koma okkur á góða staðsetningu þar sem við getum haft sómasamlegt bil á milli hýsa.“ Finnst þér þá einhver bera ábyrgð á þessari stöðu sem nú er uppi? „Mér finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð og ég ætla að vera alveg hreinskilin með það.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28 Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er ein þeirra sem er með fasta búsetu í hjólhýsabygðinni. Hundurinn hennar, Tinna, vakti hana um miðja nótt þegar eldur kom upp í hjólhýsi við hliðina á hennar. „Og svo bara hljóp ég á náttfötunum berfætt á inniskónum út með símann.“ Eigandi hjólhýsisins var þá kominn út úr sínu hýsi sem síðar brann til kaldra kola. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en varð ekki meint af brunanum. „Svo sé ég að eldurinn er farinn að teygja sig í húsbílinn við hliðina á. Þannig ég æði af stað í húsbílinn og lem hann allan að utan því ég vissi ekki hvort eigandi hans væri heima.“ Stæk brunalykt er úr hjólhýsi Geirdísar. Gluggarnir sviðnuðu vegna hitans og ljóst að tjónið er mikið. Hún er tryggð og á ekki von á öðru en að fá tjónið bætt.vísir/vilhelm Geirdís segir það hafa verið mikinn létti þegar henni var svo tilkynnt að eigandi húsbílsins væri erlendis. „Þá brotnaði ég bara niður og grét. Þetta gerðist svo hratt. Allt í einu þá stóð allt í ljósum logum og þvílíka eldhafið sem teygði sig í næstu bíla. Ég horfði á hýsið mitt þar sem gluggarnir bráðnuðu af hitanum.“ Súr brunalykt og sviðnaðir gluggar Hjólhýsi Geirdísar er ekki íbúðarhæft, súr brunalykt er allt umlykjandi og veit hún ekki hver næstu skref eru. „Þetta verður langur dagur.“ Hver er þá staðan á þínum högum, ertu heimilislaus núna? „Já ég er það.“ Hjólhýsi og húsbíll brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð Fulltrúi borgaryfirvalda sagði á RÚV í júlí 2023 að hjólhýsabyggðin yrði einungis á svæðinu til skamms tíma þar sem finna þyrfti betri staðsetningu. Geirdís segir að síðan þá hafi verið lítið um svör frá borginni. „Þetta hefði aldrei gerst ef það hefði verið farið strax í það mál að koma okkur á góða staðsetningu þar sem við getum haft sómasamlegt bil á milli hýsa.“ Finnst þér þá einhver bera ábyrgð á þessari stöðu sem nú er uppi? „Mér finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð og ég ætla að vera alveg hreinskilin með það.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28 Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28
Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25