Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. janúar 2025 20:38 Lögregla hafði í nógu að snúast á árinu. Mynd úr safni. Vísir/Arnar Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð. Á nýliðnu ári voru sjö mál þar sem grunur lék á manndrápi. Alls létust átta einstaklingar í þessum málum. Ekki hafa verið skráð fleiri manndráp á einu ári frá árinu 2000. Sú tölfræði fer eftir höfðatölu en 2,1 á hverja hundrað þúsund íbúa létust í manndrápsmálum. Hlutfallið var næst hæst um aldamótin eða 1,8 á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglunnar var heildarfjöldi ofbeldismála var lægri en síðustu þrjú ár. Meiriháttar og stórfelld ofbeldisbrot voru um fimmtungi fleiri en árin 2021 til 2023. Alls voru 215 stórfelld ofbeldisbrot en voru þau 144 að meðaltali síðustu þrjú ár. Kynferðisbrot á árinu voru 365 en gert er ráð fyrir fleiri brotum þar sem kynferðisbrot séu almennt tilkynnt vikum eða mánuðum eftir atvikið. Fjöldi heimilisofbeldamála helst í stað miðað við síðustu ár eða um 1120 brot. Flest brot eru af hendi maka og þar á eftir fyrrverandi maka. Margfalt meira magn af MDMA en áður Lögregla og tollgæslan lagði hald á óvenju mikið af maríjúana á árinu eða 283 kílógrömm. Einnig var lagt hald á óvenju mikið magn af metamfetamín kristöllum eða alls 7 kílógrömm. MDMA stykkin voru þá margfalt fleiri en árin áður, alls 23 þúsund stykki en lögregla og tollgæsla lögðu hald á tvö þúsund stykki árið áður. Fíkniefnabrot voru um sautján hundruð talsins. Af þeim voru um 270 brot vegna sölu og dreifingar fíkniefna og brot sem varða framleiðslu fíkniefna um fimmtíu talsins. Flest fíkniefnabrot voru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna eða 1046 brot. Þeim fækkaði um ellefu prósent milli ára. Fjörutíu prósenta aukning var í ránum en voru þau 108 talsins. Þá fjölgaði innbrotum um sex prósent. Flest brot áttu sér stað á laugardögum Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð á árinu og áttu þau sér flest stað á laugardögum, alls 1945 brot. Fjörutíu prósent skráðra hegningarbrota voru í umdæmi lögreglustöðvar eitt. Sú stöð sinnir stórum hluta Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæ. Sérsveitin var kölluð út alls 478 sinnum vegna tilkynninga um vopn á vettvangi en í þriðjungi útkalla var um að ræða hníf eða eggvopn. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu árið 2024 leita 31 prósent landsmanna til lögreglu árlega. Flestir hafa samband í gegnum Neyðarlínuna, hringja í lögreglu eða fara á lögreglustöð. Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Á nýliðnu ári voru sjö mál þar sem grunur lék á manndrápi. Alls létust átta einstaklingar í þessum málum. Ekki hafa verið skráð fleiri manndráp á einu ári frá árinu 2000. Sú tölfræði fer eftir höfðatölu en 2,1 á hverja hundrað þúsund íbúa létust í manndrápsmálum. Hlutfallið var næst hæst um aldamótin eða 1,8 á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglunnar var heildarfjöldi ofbeldismála var lægri en síðustu þrjú ár. Meiriháttar og stórfelld ofbeldisbrot voru um fimmtungi fleiri en árin 2021 til 2023. Alls voru 215 stórfelld ofbeldisbrot en voru þau 144 að meðaltali síðustu þrjú ár. Kynferðisbrot á árinu voru 365 en gert er ráð fyrir fleiri brotum þar sem kynferðisbrot séu almennt tilkynnt vikum eða mánuðum eftir atvikið. Fjöldi heimilisofbeldamála helst í stað miðað við síðustu ár eða um 1120 brot. Flest brot eru af hendi maka og þar á eftir fyrrverandi maka. Margfalt meira magn af MDMA en áður Lögregla og tollgæslan lagði hald á óvenju mikið af maríjúana á árinu eða 283 kílógrömm. Einnig var lagt hald á óvenju mikið magn af metamfetamín kristöllum eða alls 7 kílógrömm. MDMA stykkin voru þá margfalt fleiri en árin áður, alls 23 þúsund stykki en lögregla og tollgæsla lögðu hald á tvö þúsund stykki árið áður. Fíkniefnabrot voru um sautján hundruð talsins. Af þeim voru um 270 brot vegna sölu og dreifingar fíkniefna og brot sem varða framleiðslu fíkniefna um fimmtíu talsins. Flest fíkniefnabrot voru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna eða 1046 brot. Þeim fækkaði um ellefu prósent milli ára. Fjörutíu prósenta aukning var í ránum en voru þau 108 talsins. Þá fjölgaði innbrotum um sex prósent. Flest brot áttu sér stað á laugardögum Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð á árinu og áttu þau sér flest stað á laugardögum, alls 1945 brot. Fjörutíu prósent skráðra hegningarbrota voru í umdæmi lögreglustöðvar eitt. Sú stöð sinnir stórum hluta Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæ. Sérsveitin var kölluð út alls 478 sinnum vegna tilkynninga um vopn á vettvangi en í þriðjungi útkalla var um að ræða hníf eða eggvopn. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu árið 2024 leita 31 prósent landsmanna til lögreglu árlega. Flestir hafa samband í gegnum Neyðarlínuna, hringja í lögreglu eða fara á lögreglustöð.
Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira