Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 13:54 Spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo fær ekki að spila með Barcelona í dag og að óbreyttu ekki aftur fyrr en í haust. Getty/Ulrik Pedersen Beiðni Barcelona um að Dani Olmo og Pau Victor verði skráðir hjá félaginu hefur verið hafnað og Börsungar hyggjast nú leita til spænskra stjórnvalda vegna málsins. Spænska knattspyrnusambandið og La Liga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag um að beiðni Barcelona hefði verið hafnað. Ekkert hefur breyst í þeirra afstöðu frá því að La Liga sendi út yfirlýsingu á gamlársdag þess efnis að leikmennirnir fengju ekki áframhaldandi leikheimild. Að óbreyttu munu þeir Olmo, sem kom frá RB Leipzig fyrir 60 milljónir evra í sumar, og Victor því ekki fá að spila fyrir Barcelona fyrr en á næstu leiktíð. The Athletic segir að Barcelona mun nú fara með málið til Íþróttaráðsins (Consejo Superior de Deportes), æðstu íþróttamálastofnunar spænska ríkisins. Segir í grein miðilsins að Börsungar vonist til þess að fá þannig bráðabirgðaleikheimild fyrir leikmennina vegna þess tíma sem tekið gæti að fá endanlega niðurstöðu í málið. 🚨⛔️ OFFICIAL: La Liga and Spanish Federation RFEF have jointly decided to REJECT Dani Olmo and Pau Victor's registrations for Barcelona.Barcelona will go to court. ⚠️ pic.twitter.com/eW1Y8OHNir— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2025 Barcelona hefur lengi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en er ekki lengur háð ströngum takmörkunum um nýskráningar leikmanna, eftir að hafa í gærkvöld sýnt fram á tekjur af sölu í sérstök VIP-svæði á leikvangi sínum. Það breytir því hins vegar ekki að tíminn til að skrá Olmo og Victor rann út um áramótin án þess að Barcelona gæti sannað að félagið stæðist reglur La Liga um fjárhagslegt aðhald. Leikmennirnir eru því ekki í leikmannahópi Barcelona í bikarleiknum gegn neðrideildarliði Barbastro í dag og óvissa ríkir um framhaldið. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, sagðist á blaðamannafundi í gær „óánægður“ með stöðuna en að hann biði þess að vita hver niðurstaðan yrði. Spænski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið og La Liga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag um að beiðni Barcelona hefði verið hafnað. Ekkert hefur breyst í þeirra afstöðu frá því að La Liga sendi út yfirlýsingu á gamlársdag þess efnis að leikmennirnir fengju ekki áframhaldandi leikheimild. Að óbreyttu munu þeir Olmo, sem kom frá RB Leipzig fyrir 60 milljónir evra í sumar, og Victor því ekki fá að spila fyrir Barcelona fyrr en á næstu leiktíð. The Athletic segir að Barcelona mun nú fara með málið til Íþróttaráðsins (Consejo Superior de Deportes), æðstu íþróttamálastofnunar spænska ríkisins. Segir í grein miðilsins að Börsungar vonist til þess að fá þannig bráðabirgðaleikheimild fyrir leikmennina vegna þess tíma sem tekið gæti að fá endanlega niðurstöðu í málið. 🚨⛔️ OFFICIAL: La Liga and Spanish Federation RFEF have jointly decided to REJECT Dani Olmo and Pau Victor's registrations for Barcelona.Barcelona will go to court. ⚠️ pic.twitter.com/eW1Y8OHNir— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2025 Barcelona hefur lengi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en er ekki lengur háð ströngum takmörkunum um nýskráningar leikmanna, eftir að hafa í gærkvöld sýnt fram á tekjur af sölu í sérstök VIP-svæði á leikvangi sínum. Það breytir því hins vegar ekki að tíminn til að skrá Olmo og Victor rann út um áramótin án þess að Barcelona gæti sannað að félagið stæðist reglur La Liga um fjárhagslegt aðhald. Leikmennirnir eru því ekki í leikmannahópi Barcelona í bikarleiknum gegn neðrideildarliði Barbastro í dag og óvissa ríkir um framhaldið. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, sagðist á blaðamannafundi í gær „óánægður“ með stöðuna en að hann biði þess að vita hver niðurstaðan yrði.
Spænski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira