Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 13:54 Spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo fær ekki að spila með Barcelona í dag og að óbreyttu ekki aftur fyrr en í haust. Getty/Ulrik Pedersen Beiðni Barcelona um að Dani Olmo og Pau Victor verði skráðir hjá félaginu hefur verið hafnað og Börsungar hyggjast nú leita til spænskra stjórnvalda vegna málsins. Spænska knattspyrnusambandið og La Liga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag um að beiðni Barcelona hefði verið hafnað. Ekkert hefur breyst í þeirra afstöðu frá því að La Liga sendi út yfirlýsingu á gamlársdag þess efnis að leikmennirnir fengju ekki áframhaldandi leikheimild. Að óbreyttu munu þeir Olmo, sem kom frá RB Leipzig fyrir 60 milljónir evra í sumar, og Victor því ekki fá að spila fyrir Barcelona fyrr en á næstu leiktíð. The Athletic segir að Barcelona mun nú fara með málið til Íþróttaráðsins (Consejo Superior de Deportes), æðstu íþróttamálastofnunar spænska ríkisins. Segir í grein miðilsins að Börsungar vonist til þess að fá þannig bráðabirgðaleikheimild fyrir leikmennina vegna þess tíma sem tekið gæti að fá endanlega niðurstöðu í málið. 🚨⛔️ OFFICIAL: La Liga and Spanish Federation RFEF have jointly decided to REJECT Dani Olmo and Pau Victor's registrations for Barcelona.Barcelona will go to court. ⚠️ pic.twitter.com/eW1Y8OHNir— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2025 Barcelona hefur lengi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en er ekki lengur háð ströngum takmörkunum um nýskráningar leikmanna, eftir að hafa í gærkvöld sýnt fram á tekjur af sölu í sérstök VIP-svæði á leikvangi sínum. Það breytir því hins vegar ekki að tíminn til að skrá Olmo og Victor rann út um áramótin án þess að Barcelona gæti sannað að félagið stæðist reglur La Liga um fjárhagslegt aðhald. Leikmennirnir eru því ekki í leikmannahópi Barcelona í bikarleiknum gegn neðrideildarliði Barbastro í dag og óvissa ríkir um framhaldið. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, sagðist á blaðamannafundi í gær „óánægður“ með stöðuna en að hann biði þess að vita hver niðurstaðan yrði. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið og La Liga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag um að beiðni Barcelona hefði verið hafnað. Ekkert hefur breyst í þeirra afstöðu frá því að La Liga sendi út yfirlýsingu á gamlársdag þess efnis að leikmennirnir fengju ekki áframhaldandi leikheimild. Að óbreyttu munu þeir Olmo, sem kom frá RB Leipzig fyrir 60 milljónir evra í sumar, og Victor því ekki fá að spila fyrir Barcelona fyrr en á næstu leiktíð. The Athletic segir að Barcelona mun nú fara með málið til Íþróttaráðsins (Consejo Superior de Deportes), æðstu íþróttamálastofnunar spænska ríkisins. Segir í grein miðilsins að Börsungar vonist til þess að fá þannig bráðabirgðaleikheimild fyrir leikmennina vegna þess tíma sem tekið gæti að fá endanlega niðurstöðu í málið. 🚨⛔️ OFFICIAL: La Liga and Spanish Federation RFEF have jointly decided to REJECT Dani Olmo and Pau Victor's registrations for Barcelona.Barcelona will go to court. ⚠️ pic.twitter.com/eW1Y8OHNir— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2025 Barcelona hefur lengi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en er ekki lengur háð ströngum takmörkunum um nýskráningar leikmanna, eftir að hafa í gærkvöld sýnt fram á tekjur af sölu í sérstök VIP-svæði á leikvangi sínum. Það breytir því hins vegar ekki að tíminn til að skrá Olmo og Victor rann út um áramótin án þess að Barcelona gæti sannað að félagið stæðist reglur La Liga um fjárhagslegt aðhald. Leikmennirnir eru því ekki í leikmannahópi Barcelona í bikarleiknum gegn neðrideildarliði Barbastro í dag og óvissa ríkir um framhaldið. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, sagðist á blaðamannafundi í gær „óánægður“ með stöðuna en að hann biði þess að vita hver niðurstaðan yrði.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira