Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2025 12:19 Það var 22. ágúst sem vitni hafði samband við lögreglu af því að bíll hjónanna var horfinn og ekki náðist samband við þau símleiðis. Vísir/Vilhelm Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. RÚV greindi fyrst frá útgáfu ákærunnar en málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 6. janúar. Fram kemur í ákærunni að Alfreð hafi veist að hjónunum innandyra með hamri og slegið þau endurtekið, sérstaklega í höfuðið. Þau hafi hlotið umfangsmikla áverka á höfði og víðar, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Þau létust bæði vegna áverka á höfði. Sjúkraflutningamenn sem mættu fyrstir viðbragðsaðila á vettvang fundu hjónin á baðherberginu. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á dögunum að vitni hefðu tjáð lögreglu að hafa heyrt þung bankhljóð af heimili hjónanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Alfreð Erling vel kunnugur hjónunum. Til hans sást samkvæmt upplýsingum lögreglu við hús hjónanna kvöldið áður. Vitni sagðist hafa reynt að setja sig í samband við hjónin en ekki náð í þau símleiðis. Vitnið hafi farið að húsinu og tekið eftir að bíll þeirra var ekki á sínum stað. Lögregla leitaði bílsins og í ljós kom að honum hafði verið ekið frá Neskaupstað á höfuðborgarsvæðið. Alfreð var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á bílnum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. 50 milljóna króna bótakrafa Landsréttur úrskurðaði í desember að maðurinn skildi vistaður á viðeigandi stofnun að kröfu lögreglu sem vill tryggja að ekki verði háski af honum. Hann sæti því öruggri gæslu. Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn stjórnaðist af alvarlegu geðrofi. Veikindin væru alvarleg, langvinn og inngróin. Vegna þeirra væri hann hættulegur öðrum og þyrfti sérhæfða meðferð vegna þeirra til lengri tíma. Alfreð er krafinn um samanlagt 48 milljónir króna í miskabætur af fjórum ættingjum hjónanna og tæplega þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna kostnaðar við útför hjónanna og þrifa á heimili þeirra. Þá er Alfreð ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 12. maí utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum verið með hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði á sér. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Dómsmál Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá útgáfu ákærunnar en málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 6. janúar. Fram kemur í ákærunni að Alfreð hafi veist að hjónunum innandyra með hamri og slegið þau endurtekið, sérstaklega í höfuðið. Þau hafi hlotið umfangsmikla áverka á höfði og víðar, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Þau létust bæði vegna áverka á höfði. Sjúkraflutningamenn sem mættu fyrstir viðbragðsaðila á vettvang fundu hjónin á baðherberginu. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á dögunum að vitni hefðu tjáð lögreglu að hafa heyrt þung bankhljóð af heimili hjónanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Alfreð Erling vel kunnugur hjónunum. Til hans sást samkvæmt upplýsingum lögreglu við hús hjónanna kvöldið áður. Vitni sagðist hafa reynt að setja sig í samband við hjónin en ekki náð í þau símleiðis. Vitnið hafi farið að húsinu og tekið eftir að bíll þeirra var ekki á sínum stað. Lögregla leitaði bílsins og í ljós kom að honum hafði verið ekið frá Neskaupstað á höfuðborgarsvæðið. Alfreð var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á bílnum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. 50 milljóna króna bótakrafa Landsréttur úrskurðaði í desember að maðurinn skildi vistaður á viðeigandi stofnun að kröfu lögreglu sem vill tryggja að ekki verði háski af honum. Hann sæti því öruggri gæslu. Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn stjórnaðist af alvarlegu geðrofi. Veikindin væru alvarleg, langvinn og inngróin. Vegna þeirra væri hann hættulegur öðrum og þyrfti sérhæfða meðferð vegna þeirra til lengri tíma. Alfreð er krafinn um samanlagt 48 milljónir króna í miskabætur af fjórum ættingjum hjónanna og tæplega þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna kostnaðar við útför hjónanna og þrifa á heimili þeirra. Þá er Alfreð ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 12. maí utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum verið með hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði á sér.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Dómsmál Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira