Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2024 21:17 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fjórum netverslunum með áfengi í gær, á öðrum degi jóla. Þar á meðal var Nýja vínbúðin í Skipholti. Forsvarsmenn nýju vínbúðarinnar segjast þó í fullum rétti, enda hafi lögregla á endanum „hrökklast frá“. Lögregla fór í aðgerðir sínar í gær á þeim grundvelli að sölustaðir með áfengi skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og stendur í áfengislögum. Engin áfengissala sem slík í gangi Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, einnar af þeim fjórum netverslunum sem lögregla vitjaði í gær, tekur hins vegar undir með kollegum sínum hjá Nýju vínbúðinni; áfengislögin nái einfaldlega ekki til netverslananna. Þær eru skráðar erlendis og Hagkaup sjái til að mynda aðeins um að skrá niður pantanir og afhenda í póstbox. „Hér í búðinni á sér ekki stað nein [áfengis]sala. Þannig að við skiljum ekki alveg að lögregla skuli koma hér inn og vilji stoppa sölu sem ekki á sér stað í búðinni,“ segir Sigurður. „Þannig að við vorum svolítið hissa á þessari heimsókn.“ „Aldagömul“ og úr sér gengin lög Brugðist hafi verið við beiðni lögreglu eins og kostur var. „Við stoppuðum tiltekt á vörum og báðum þá sem höfðu fengið tilkynningar um að sækja að koma eftir miðnætti. Það var það sem við gerðum til að bregðast við. En í millitíðinni þurfum við að komast að því hvernig gjörningur þetta var,“ segir Sigurður. „Það sem lögregla situr uppi með eru aldagömul lög sem ekki virka sem skyldi.“ Lögregla vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag. Ágreiningur er uppi um lögmæti áfengisverslana á netinu almennt og mál nokkurra slíkra versluna eru á borði ákærusviðs. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gæti tíðinda verið að vænta af þeirri rannsókn fljótlega eftir áramót. Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fjórum netverslunum með áfengi í gær, á öðrum degi jóla. Þar á meðal var Nýja vínbúðin í Skipholti. Forsvarsmenn nýju vínbúðarinnar segjast þó í fullum rétti, enda hafi lögregla á endanum „hrökklast frá“. Lögregla fór í aðgerðir sínar í gær á þeim grundvelli að sölustaðir með áfengi skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og stendur í áfengislögum. Engin áfengissala sem slík í gangi Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, einnar af þeim fjórum netverslunum sem lögregla vitjaði í gær, tekur hins vegar undir með kollegum sínum hjá Nýju vínbúðinni; áfengislögin nái einfaldlega ekki til netverslananna. Þær eru skráðar erlendis og Hagkaup sjái til að mynda aðeins um að skrá niður pantanir og afhenda í póstbox. „Hér í búðinni á sér ekki stað nein [áfengis]sala. Þannig að við skiljum ekki alveg að lögregla skuli koma hér inn og vilji stoppa sölu sem ekki á sér stað í búðinni,“ segir Sigurður. „Þannig að við vorum svolítið hissa á þessari heimsókn.“ „Aldagömul“ og úr sér gengin lög Brugðist hafi verið við beiðni lögreglu eins og kostur var. „Við stoppuðum tiltekt á vörum og báðum þá sem höfðu fengið tilkynningar um að sækja að koma eftir miðnætti. Það var það sem við gerðum til að bregðast við. En í millitíðinni þurfum við að komast að því hvernig gjörningur þetta var,“ segir Sigurður. „Það sem lögregla situr uppi með eru aldagömul lög sem ekki virka sem skyldi.“ Lögregla vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag. Ágreiningur er uppi um lögmæti áfengisverslana á netinu almennt og mál nokkurra slíkra versluna eru á borði ákærusviðs. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gæti tíðinda verið að vænta af þeirri rannsókn fljótlega eftir áramót.
Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent