Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Boði Logason skrifar 30. desember 2024 10:26 Erla Björg Gunnarsdóttir, Telma Tómasson og Kolbeinn Tumi Daðason stjórna Kryddsíldinni í ár. Hulda Margrét Kryddsíld verður á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 14:00 á gamlársdag, líkt og síðustu þrjátíu og fjögur ár. Þátturinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru ritstjóri og fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, þau Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason. Telma Tómasson er gestgjafi þáttarins. „Við erum mjög spennt fyrir Kryddsíldinni í ár. Hún kemur á skemmtilegum tíma þar sem splunkuný ríkisstjórn er rétt að koma sér fyrir og formenn í stjórnarandstöðu eru að sleikja sárin, nema kannski Sigmundur Davíð sem verður pottþétt í miklu stuði,“ segir Kolbeinn Tumi. „Það hefur fækkað um tvo flokka á þingi svo þetta verður líkara Kryddsíldinni af gamla skólanum, sex formenn en ekki átta. Ég hugsa að það skapi skemmtilega dýnamík og enn þéttari þátt.“ Hann bætir við að áhorfendur hafi verið duglegir við að senda ábendingar á netfang fréttastofunnar ritstjorn(hja)visir.is um hvað nauðsynlegt sé að ræða. Þar sé af nægu að taka eftir viðburðaríkt ár. Þá ríki alltaf mikil eftirvænting eftir vali fréttastofu á manni ársins. Vísir tók saman nokkur eftirminnileg augnablik úr Kryddsíldum síðustu þriggja áratuga. „Fólki finnst hún hafa verið nákomin mér“ Í síðustu Kryddsíld ræddi Bjarni Benediktsson skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur sem sendiherra í Bandaríkjunum. „Þú ert búin að vera svo orðljót Inga“ Sigurður Ingi Jóhannsson og Inga Sæland tókust á í Kryddsíldinni í fyrra. Inga sagði að ríkisstjórnin væri handónýt og Sigurður Ingi var ekki sáttur með frammíköll Ingu. „Össur, þú ert bara dóni. Þú ert sjálfur dóni, Davíð“ Árið 2002 sauð upp úr á milli Össurar Skarphéðinssonar, sem þá var formaður Samfylkingarinnar, og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. „Þú ert bara dóni,“ eru eflaust ein þekktustu ummælin sem fallið hafa í Kryddsíldinni. Í klippunni hér að neðan má sjá brot af því besta þegar Kryddsíldin hélt upp á 25 ára afmæli árið 2015. Mörg ansi skemmtileg augnablik. Þar á meðal orðaskak Davíðs og Össurar og einnig augnablikið þegar útsendingu var hætt á þættinum vegna mótmæla árið 2008. Inga Sæland treysti sér ekki Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti á gamlársdag árið 2021 að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þá nýlokið við einangrun vegna smits. „Það getur hver sem er keypt banka“ Árið 2009 var eflaust eitt það eftirminnilegasta á þessari öld. Árið byrjaði með mótmælum á Austurvelli og ráðamenn þjóðarinnar voru áberandi í umræðunni. Hér má sjá Gullkorn ársins 2009 sem voru sýnd í Kryddsíldinni það árið. „Ég hef aldrei talað við Bjarna, ég þekki hann ekki neitt“ Í Kryddsíldinni fyrir tveimur árum voru leiðtogarnir fengnir til að hrósa hver öðrum. Björn Leví Gunnarsson hjá Pírötum sagðist aldrei hafa talað við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði Birni Leví fyrir að þora að vera á sokkunum á Alþingi. Bergur Ebbi gerði upp árið 2014 Grínistinn Bergur Ebbi Benediktsson gerði upp árið 2014. Sýn hans á pólitíkina var ansi kómísk. Sjón er sögu ríkari. „Elín Hirst prumpaði einu sinni í lyftu og kenndi litlu barni um það“ Uppistandararnir Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir héldu uppistand í Kryddsíldinni 2015 fyrir framan ráðamenn þjóðarinnar. Þar ræddu þau meðal annars um það hver væri fyndasti þingmaðurinn. Sigmundur Davíð og Katrín hlógu á meðan Inga Sæland hélt eldræðu Augnablikið þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins pískra sín á milli á meðan Inga Sæland fór mikinn um útlendingamál vöktu mikla athygli í Kryddsíldinni fyrir tveimur árum. Gerði upp árið 2013 með lagi Saga Garðarsdóttir grínisti gerði upp árið 2013 með áhugaverðu lagi. Þar söng hún meðal annars um PISA-könnunina, að danska skyldi verða valfrjáls og biðlaði til ráðamanna um að verða betra fólk. Logi fékk staupið hennar Ingu Sæland Í miðjum umræðum árið 2018 gaf Inga Sæland, formaður Fólks fólksins, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, staupið sitt. „Þetta var í sjónvarpinu,“ hvíslaði Logi að Ingu. Þingmenn tóku „hú-ið“ Það þarf ekki að segja neitt um þessa klippu frá árinu 2016. Algengt að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, fór yfir Lekamálið árið 2014. Þar sagði hann að það væri mjög algengt að persónuupplýsingar um einstaklinga leki út úr ráðuneytum. Bakvið tjöldin í Kryddsíld Og svona fer þetta allt saman fram. Skemmtilegt myndband sem sýnir vinnuna á bakvið tjöldin. Þetta skemmtilega myndband er frá undirbúningi Kryddsíldarinnar frá því fyrir tveimur árum. Enn fleiri klippur má sjá á sjónvarpssíðu Kryddsíldarinnar hér á Vísi. Kryddsíld Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Umsjónarmenn þáttarins eru ritstjóri og fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, þau Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason. Telma Tómasson er gestgjafi þáttarins. „Við erum mjög spennt fyrir Kryddsíldinni í ár. Hún kemur á skemmtilegum tíma þar sem splunkuný ríkisstjórn er rétt að koma sér fyrir og formenn í stjórnarandstöðu eru að sleikja sárin, nema kannski Sigmundur Davíð sem verður pottþétt í miklu stuði,“ segir Kolbeinn Tumi. „Það hefur fækkað um tvo flokka á þingi svo þetta verður líkara Kryddsíldinni af gamla skólanum, sex formenn en ekki átta. Ég hugsa að það skapi skemmtilega dýnamík og enn þéttari þátt.“ Hann bætir við að áhorfendur hafi verið duglegir við að senda ábendingar á netfang fréttastofunnar ritstjorn(hja)visir.is um hvað nauðsynlegt sé að ræða. Þar sé af nægu að taka eftir viðburðaríkt ár. Þá ríki alltaf mikil eftirvænting eftir vali fréttastofu á manni ársins. Vísir tók saman nokkur eftirminnileg augnablik úr Kryddsíldum síðustu þriggja áratuga. „Fólki finnst hún hafa verið nákomin mér“ Í síðustu Kryddsíld ræddi Bjarni Benediktsson skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur sem sendiherra í Bandaríkjunum. „Þú ert búin að vera svo orðljót Inga“ Sigurður Ingi Jóhannsson og Inga Sæland tókust á í Kryddsíldinni í fyrra. Inga sagði að ríkisstjórnin væri handónýt og Sigurður Ingi var ekki sáttur með frammíköll Ingu. „Össur, þú ert bara dóni. Þú ert sjálfur dóni, Davíð“ Árið 2002 sauð upp úr á milli Össurar Skarphéðinssonar, sem þá var formaður Samfylkingarinnar, og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. „Þú ert bara dóni,“ eru eflaust ein þekktustu ummælin sem fallið hafa í Kryddsíldinni. Í klippunni hér að neðan má sjá brot af því besta þegar Kryddsíldin hélt upp á 25 ára afmæli árið 2015. Mörg ansi skemmtileg augnablik. Þar á meðal orðaskak Davíðs og Össurar og einnig augnablikið þegar útsendingu var hætt á þættinum vegna mótmæla árið 2008. Inga Sæland treysti sér ekki Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti á gamlársdag árið 2021 að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þá nýlokið við einangrun vegna smits. „Það getur hver sem er keypt banka“ Árið 2009 var eflaust eitt það eftirminnilegasta á þessari öld. Árið byrjaði með mótmælum á Austurvelli og ráðamenn þjóðarinnar voru áberandi í umræðunni. Hér má sjá Gullkorn ársins 2009 sem voru sýnd í Kryddsíldinni það árið. „Ég hef aldrei talað við Bjarna, ég þekki hann ekki neitt“ Í Kryddsíldinni fyrir tveimur árum voru leiðtogarnir fengnir til að hrósa hver öðrum. Björn Leví Gunnarsson hjá Pírötum sagðist aldrei hafa talað við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði Birni Leví fyrir að þora að vera á sokkunum á Alþingi. Bergur Ebbi gerði upp árið 2014 Grínistinn Bergur Ebbi Benediktsson gerði upp árið 2014. Sýn hans á pólitíkina var ansi kómísk. Sjón er sögu ríkari. „Elín Hirst prumpaði einu sinni í lyftu og kenndi litlu barni um það“ Uppistandararnir Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir héldu uppistand í Kryddsíldinni 2015 fyrir framan ráðamenn þjóðarinnar. Þar ræddu þau meðal annars um það hver væri fyndasti þingmaðurinn. Sigmundur Davíð og Katrín hlógu á meðan Inga Sæland hélt eldræðu Augnablikið þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins pískra sín á milli á meðan Inga Sæland fór mikinn um útlendingamál vöktu mikla athygli í Kryddsíldinni fyrir tveimur árum. Gerði upp árið 2013 með lagi Saga Garðarsdóttir grínisti gerði upp árið 2013 með áhugaverðu lagi. Þar söng hún meðal annars um PISA-könnunina, að danska skyldi verða valfrjáls og biðlaði til ráðamanna um að verða betra fólk. Logi fékk staupið hennar Ingu Sæland Í miðjum umræðum árið 2018 gaf Inga Sæland, formaður Fólks fólksins, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, staupið sitt. „Þetta var í sjónvarpinu,“ hvíslaði Logi að Ingu. Þingmenn tóku „hú-ið“ Það þarf ekki að segja neitt um þessa klippu frá árinu 2016. Algengt að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, fór yfir Lekamálið árið 2014. Þar sagði hann að það væri mjög algengt að persónuupplýsingar um einstaklinga leki út úr ráðuneytum. Bakvið tjöldin í Kryddsíld Og svona fer þetta allt saman fram. Skemmtilegt myndband sem sýnir vinnuna á bakvið tjöldin. Þetta skemmtilega myndband er frá undirbúningi Kryddsíldarinnar frá því fyrir tveimur árum. Enn fleiri klippur má sjá á sjónvarpssíðu Kryddsíldarinnar hér á Vísi.
Kryddsíld Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira