„Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. desember 2024 17:00 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/viktor Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar fengu lyklana að ráðuneytum sínum afhenta í dag frá forverum sínum. Mikið var um blendnar tilfinningar og velfarnaðaróskir. Jólin komu snemma hjá Þorbjörgu Sigríði dómsmálaráðherra, Hanna Katrín finnur fyrir mikilli ábyrgð og Ásthildur Lóa ætlar að kenna börnum að lesa. Hanna Katrín tók við lyklunum að atvinnuvegaráðuneytinu frá Bjarna Benediktssyni, sem var matvælaráðherra í fráfarandi starfsstjórn. Hún segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé góð. Hún finni fyrir mikilli ábyrgð. „Þetta er risaverkefni, hér liggja undir grunnatvinnuvegir þjóðarinnar sem skipta miklu máli ekki bara sem efnahagslegar stoðir heldur líka menningarlegar stoðir í samfélaginu okkar,“ segir hún. Bjarni Benediktsson afhenti Hönnu Birnu Friðriksson lyklana að atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður hét matvælaráðuneytið.Vísir/Viktor „Þannig að ég mun leggja mig alla fram. Mun verja fyrstu dögum, og vikum, ef til vill mánuðum í að setja mig vel inn í mál. Það er margt að gera og ég mun hlaupa hratt.“ Atvinnuvegaráðuneytið er nýtt ráðuneyti sem áður var matvælaráðuneyti, en undir það heyra málefni landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar, viðskipta, neytendamála og ferðamála. Jólin koma snemma hjá dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir afhenti Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu, eða öllu heldur plastspjaldið sem notað er sem lykil. Svo gaf hún Þorbjörgu táknrænan lykil. Þorbjörg kvaðst mjög glöð að vera komin í ráðuneytið. „Þetta er sérstök tilfinning að koma hérna inn og kveðja ráðherra sem ég hef auðvitað unnið með á alþing og hérna þakkað henni auðvitað fyrir sín störf. En ég er voða glöð og ég er björt þennan dag og hlakka mikið til framhaldsins að fá að takast á við þá málaflokka sem hér eru,“ segir Þorbjörg. Hún segir að dómsmálaráðuneytið sé það ráðuneyti sem hún hefði helst óskað sér að setjast í, ef til þess kæmi að hún fengi til þess traust. Guðrún afhendir Þorbjörgu táknrænan lykil.Vísir/viktor „Þannig að jólin koma snemma hjá mér,“ segir hún. Í hennar huga er um að ræða ráðuneyti öryggis og réttlætis, og hún ætlar að verða málsvari þeirra gilda. „Þeir málaflokkar sem ég tel að sé brýnast að horfa til núna eru málaflokkar sem að snerta öryggisþáttinn. Við sjáum að það eru að verða breytingar á íslensku samfélagi. Alvarlegum afbrotum fer fjölgandi, morðum fer fjölgandi, skipulögð glæpastarfsemi hefur náð að festa rætur hér í samfélaginu. Síðan myndi ég segja sem kona að það sem við erum að upplifa og sjá varðandi alvarlegt ofbeldi gagnvart konum séu þau verkefni sem þarf að horfa fast á og taka alvarlegum og föstum tökum.“ Tilfinningin yfirþyrmandi en hlý Ásthildur Lóa nýr mennta- og barnamálaráðherra segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé yfirþyrmandi, en hlý og góð. Ásmundur Einar Daðason afhenti lyklana að ráðuneytinu. Ásmundur Einar Daðason og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.Vísir/viktor Fyrsta verk hjá henni verður að setjast niður með ráðuneytisstjóranum og fara yfir helstu mál. „En það sem stendur upp úr er að takast á við læsi barna og svo íslenskukennslu fyrir innflytjendur, bæði fullorðna og börn,“ segir hún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tímamót Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Hanna Katrín tók við lyklunum að atvinnuvegaráðuneytinu frá Bjarna Benediktssyni, sem var matvælaráðherra í fráfarandi starfsstjórn. Hún segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé góð. Hún finni fyrir mikilli ábyrgð. „Þetta er risaverkefni, hér liggja undir grunnatvinnuvegir þjóðarinnar sem skipta miklu máli ekki bara sem efnahagslegar stoðir heldur líka menningarlegar stoðir í samfélaginu okkar,“ segir hún. Bjarni Benediktsson afhenti Hönnu Birnu Friðriksson lyklana að atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður hét matvælaráðuneytið.Vísir/Viktor „Þannig að ég mun leggja mig alla fram. Mun verja fyrstu dögum, og vikum, ef til vill mánuðum í að setja mig vel inn í mál. Það er margt að gera og ég mun hlaupa hratt.“ Atvinnuvegaráðuneytið er nýtt ráðuneyti sem áður var matvælaráðuneyti, en undir það heyra málefni landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar, viðskipta, neytendamála og ferðamála. Jólin koma snemma hjá dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir afhenti Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu, eða öllu heldur plastspjaldið sem notað er sem lykil. Svo gaf hún Þorbjörgu táknrænan lykil. Þorbjörg kvaðst mjög glöð að vera komin í ráðuneytið. „Þetta er sérstök tilfinning að koma hérna inn og kveðja ráðherra sem ég hef auðvitað unnið með á alþing og hérna þakkað henni auðvitað fyrir sín störf. En ég er voða glöð og ég er björt þennan dag og hlakka mikið til framhaldsins að fá að takast á við þá málaflokka sem hér eru,“ segir Þorbjörg. Hún segir að dómsmálaráðuneytið sé það ráðuneyti sem hún hefði helst óskað sér að setjast í, ef til þess kæmi að hún fengi til þess traust. Guðrún afhendir Þorbjörgu táknrænan lykil.Vísir/viktor „Þannig að jólin koma snemma hjá mér,“ segir hún. Í hennar huga er um að ræða ráðuneyti öryggis og réttlætis, og hún ætlar að verða málsvari þeirra gilda. „Þeir málaflokkar sem ég tel að sé brýnast að horfa til núna eru málaflokkar sem að snerta öryggisþáttinn. Við sjáum að það eru að verða breytingar á íslensku samfélagi. Alvarlegum afbrotum fer fjölgandi, morðum fer fjölgandi, skipulögð glæpastarfsemi hefur náð að festa rætur hér í samfélaginu. Síðan myndi ég segja sem kona að það sem við erum að upplifa og sjá varðandi alvarlegt ofbeldi gagnvart konum séu þau verkefni sem þarf að horfa fast á og taka alvarlegum og föstum tökum.“ Tilfinningin yfirþyrmandi en hlý Ásthildur Lóa nýr mennta- og barnamálaráðherra segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé yfirþyrmandi, en hlý og góð. Ásmundur Einar Daðason afhenti lyklana að ráðuneytinu. Ásmundur Einar Daðason og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.Vísir/viktor Fyrsta verk hjá henni verður að setjast niður með ráðuneytisstjóranum og fara yfir helstu mál. „En það sem stendur upp úr er að takast á við læsi barna og svo íslenskukennslu fyrir innflytjendur, bæði fullorðna og börn,“ segir hún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tímamót Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent