Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. desember 2024 12:12 Hanna Katrín verður atvinnuvegaráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson mun taka við nýju atvinnuvegaráðuneyti, sem verður nýtt og sameinað ráðuneyti um landbúnað, sjávarútveg, iðnað og fleira. Hanna segir ljóst að ráðuneytið sé risastórt og mikilvægið gríðarlegt. „Þetta eru grunnatvinnuvegir þjóðarinnar og þarna er verðmætasköpunin. Þannig ég er full tilhlökkunnar að takast á við þetta verkefni í nánu samstarfi við hagsmunaaðila bæði nær og fjær,“ segir hún. „Fyrstu skref eru að kynna mér málin, ég er nýkomin með stjórnarsáttmálann í hendurnar, svo er það auðvitað innlit í ráðuneytið, hitta og kynnast samstarfsfólki til næstu ára. Svo held ég að það liggi alveg fyrir að það verði öðruvísi bókajól hjá mér í ár en yfirleitt áður,“ segir hún. Boðar aðeins þær breytingar sem verða í stjórnarsáttálanum Það eru auðvitað stór mál þarna undir og Viðreisn hefur auðvitað haft mjög ákveðnar skoðanir á sjávarútvegsmálum, þú boðar þá væntanlega breytingar þar? „Ég bara boða þær breytingar sem eru að finna í stjórnarsáttmálanum, nú liggur það bara fyrir og þetta verður bara unnið mjög vel vonandi í sem mestri sátt og samlyndi. Markmiðið er held ég hið sama hjá okkur öllum, það er að halda áfram að efla verðmætasköpun öllum almenningi hér á landi til góða.“ Í stefnuskrá Viðreisnar segir að flokkurinn vilji að í stað veiðigjalds verði ákveðinn hluti kvótans settur á markað á hverju ári, og boðinn út sem nýtingarsamningur til 20 ára. Varðandi landbúnaðinn segir Viðreisn að draga þurfi úr miðstýringu í landbúnaði og auka frelsi, bændum og neytendum til hagsbóta. „Lækkun tollahindrana skapar tækifæri fyrir landbúnaðinn,“ segir í stefnu þeirra um landbúnaðinn. Stjórnarsáttmálinn verður kynntur á blaðamannafundi klukkan 13. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
„Þetta eru grunnatvinnuvegir þjóðarinnar og þarna er verðmætasköpunin. Þannig ég er full tilhlökkunnar að takast á við þetta verkefni í nánu samstarfi við hagsmunaaðila bæði nær og fjær,“ segir hún. „Fyrstu skref eru að kynna mér málin, ég er nýkomin með stjórnarsáttmálann í hendurnar, svo er það auðvitað innlit í ráðuneytið, hitta og kynnast samstarfsfólki til næstu ára. Svo held ég að það liggi alveg fyrir að það verði öðruvísi bókajól hjá mér í ár en yfirleitt áður,“ segir hún. Boðar aðeins þær breytingar sem verða í stjórnarsáttálanum Það eru auðvitað stór mál þarna undir og Viðreisn hefur auðvitað haft mjög ákveðnar skoðanir á sjávarútvegsmálum, þú boðar þá væntanlega breytingar þar? „Ég bara boða þær breytingar sem eru að finna í stjórnarsáttmálanum, nú liggur það bara fyrir og þetta verður bara unnið mjög vel vonandi í sem mestri sátt og samlyndi. Markmiðið er held ég hið sama hjá okkur öllum, það er að halda áfram að efla verðmætasköpun öllum almenningi hér á landi til góða.“ Í stefnuskrá Viðreisnar segir að flokkurinn vilji að í stað veiðigjalds verði ákveðinn hluti kvótans settur á markað á hverju ári, og boðinn út sem nýtingarsamningur til 20 ára. Varðandi landbúnaðinn segir Viðreisn að draga þurfi úr miðstýringu í landbúnaði og auka frelsi, bændum og neytendum til hagsbóta. „Lækkun tollahindrana skapar tækifæri fyrir landbúnaðinn,“ segir í stefnu þeirra um landbúnaðinn. Stjórnarsáttmálinn verður kynntur á blaðamannafundi klukkan 13.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira