Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2024 22:00 Ljósufjallakerfið nær frá norðanverðu Snæfellsnesi og suður í Borgarfjörð. Hjalti Freyr Ragnarsson Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um nýjustu jarðhræringar í eldstöðvakerfi sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi. Það nær frá norðanverðu nesinu og suður í Borgarfjörð og hefur á undanförnum árum verið að minna af og til á sig. Skjálftahrinan í nótt átti upptök undir Grjótárvatni sem er inn af kirkjustaðnum Staðarhrauni á Mýrum. Upptök skjálftanna voru hins vegar á miklu dýpi, á 17 til 18 kílómetra dýpi, þannig að það virðist ekki svo að eitthvað sé að ná til yfirborðs svona alveg í bráð. Eldborg í Hnappadal tilheyrir eldstöðvakerfi Ljósufjalla.Stöð 2/Arnar Halldórsson Menn hafa lítt gefið þessu eldstöðvakerfi gaum. Þó eru þarna þekktar eldstöðvar nánast inni í byggðum sveitum, sumar raunar í alfaraleið, sem allar hafa gosið í nútíma, það er eftir að ísöld lauk. Gígurinn Grábrók við hringveginn í Norðurárdal tilheyrir þessu kerfi og hann er við skólasetrið á Bifröst. Sömuleiðis hin formfagra Eldborg í Hnappadal en þar eru einnig nokkrir sveitabæir í kring. Þá má nefna gígaröðina sem myndaði Berserkjahraun í Helgafellssveit rétt utan við Stykkishólm. Rauðhálsar í Hnappadal eru taldir hafa myndast í eldgosi í kringum árið 950. „Þar var bærinn, sem nú er borgin," segir í Landnámu.Stöð 2/Arnar Halldórsson Síðasta eldgos í þessu kerfi er talið hafa verið eftir landnám, í Rauðhálsum í Hnappadal. Það hefur verið tímasett í kringum árið 950, skömmu eftir að Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Merkileg frásögn í Landnámabók, rituð um þrjúhundruð árum síðar, er talin lýsa þessu eldgosi. Þar segir: „Um nóttina kom þar upp jarðeldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin." Þannig kennir sagan okkur að þetta eldstöðvakerfi hafi eytt sveitabæ, sem hafi staðið þar sem eldgígurinn Rauðhálsar er núna. Bærinn er í Sturlubók Landnámabókar sagður hafa heitið því óvenjulega nafni Hripi, eins og lýst var hér í frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 árið 2015 vakti Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur athygli á rannsókn sem sýndi fram á virkni Ljósufjalla og Snæfellsjökuls: Í þættinum Um land allt árið 2015, um eldvirkni Snæfellsness, fjallaði Haraldur nánar um Ljósufjallakerfið: Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07 Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um nýjustu jarðhræringar í eldstöðvakerfi sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi. Það nær frá norðanverðu nesinu og suður í Borgarfjörð og hefur á undanförnum árum verið að minna af og til á sig. Skjálftahrinan í nótt átti upptök undir Grjótárvatni sem er inn af kirkjustaðnum Staðarhrauni á Mýrum. Upptök skjálftanna voru hins vegar á miklu dýpi, á 17 til 18 kílómetra dýpi, þannig að það virðist ekki svo að eitthvað sé að ná til yfirborðs svona alveg í bráð. Eldborg í Hnappadal tilheyrir eldstöðvakerfi Ljósufjalla.Stöð 2/Arnar Halldórsson Menn hafa lítt gefið þessu eldstöðvakerfi gaum. Þó eru þarna þekktar eldstöðvar nánast inni í byggðum sveitum, sumar raunar í alfaraleið, sem allar hafa gosið í nútíma, það er eftir að ísöld lauk. Gígurinn Grábrók við hringveginn í Norðurárdal tilheyrir þessu kerfi og hann er við skólasetrið á Bifröst. Sömuleiðis hin formfagra Eldborg í Hnappadal en þar eru einnig nokkrir sveitabæir í kring. Þá má nefna gígaröðina sem myndaði Berserkjahraun í Helgafellssveit rétt utan við Stykkishólm. Rauðhálsar í Hnappadal eru taldir hafa myndast í eldgosi í kringum árið 950. „Þar var bærinn, sem nú er borgin," segir í Landnámu.Stöð 2/Arnar Halldórsson Síðasta eldgos í þessu kerfi er talið hafa verið eftir landnám, í Rauðhálsum í Hnappadal. Það hefur verið tímasett í kringum árið 950, skömmu eftir að Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Merkileg frásögn í Landnámabók, rituð um þrjúhundruð árum síðar, er talin lýsa þessu eldgosi. Þar segir: „Um nóttina kom þar upp jarðeldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin." Þannig kennir sagan okkur að þetta eldstöðvakerfi hafi eytt sveitabæ, sem hafi staðið þar sem eldgígurinn Rauðhálsar er núna. Bærinn er í Sturlubók Landnámabókar sagður hafa heitið því óvenjulega nafni Hripi, eins og lýst var hér í frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 árið 2015 vakti Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur athygli á rannsókn sem sýndi fram á virkni Ljósufjalla og Snæfellsjökuls: Í þættinum Um land allt árið 2015, um eldvirkni Snæfellsness, fjallaði Haraldur nánar um Ljósufjallakerfið:
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07 Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07
Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13