Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 07:00 Sýrlenska landsliðið stillir sér hér upp fyrir framan þjóðfánann sinn fyrir landsleik á móti Íran. Hér má sjá þá í rauðu landsliðsbúningunum sínum en þeir spila ekki í þeim lengur. Getty/Adam Nurkiewicz Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli af uppreisnarmönnum um helgina en borgarastríð hefur geisað þar í þrettán ár. Þessi breyting á valdhafa í landinu hefur bein áhrif á útlit sýrlenska fótboltalandsliðsins. Sýrlenska fótboltasambandið gaf það fljótlega út eftir að Al-Assad flúði land að stjórn sambandsins hafi ákveðið að breyta um lit á landsliðsbúningnum. Sýrlensku landsliðsmennirnir hafa síðustu ár klæðst rauðum landsliðstreyjum en núna skipta þeir yfir í grænt. Um leið breytti sambandið um lit á merki sambandsins þar sem rauði liturinn víkur fyrir þeim græna. The Syrian national football team officially changed its logo. pic.twitter.com/M8iebRRkRj— Clash Report (@clashreport) December 8, 2024 „Þetta er nýi landsliðsbúningur okkar liðs. Þetta er fyrsta sögulega breytingin í sögu sýrlenskra íþrótta og tákn fyrir það að við erum laus við frændahyglingu, laus við hlutdrægni og mismunun og laus við spillingu,“ stóð í færslunni. Rauði liturinn spilaði stórt hlutverk hjá stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Sá rauði litur táknaði meðal annars uppreisn Araba gegn Tyrkjaveldi [Ottoman Empire] í fyrri heimsstyrjöldinni. Græni liturinn er aftur á móti mjög mikilvægur í múhameðstrúnni. Fyrir marga múslíma þá stendur liturinn fyrir hreinleika og lífi í paradís eftir dauðann. Sýrlenska knattspyrnulandsliðið var í 95. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Liðið komst hæst í 68. sæti í júlí árið 2018 en þremur árum fyrr var liðið í 152. sæti (Mars 2015). Sýrland hefur aldrei komist á HM og liðið á ekki lengur möguleika á því að komst á næsta heimsmeistaramót sem fer fram næsta sumar. Liðið sat eftir í annarri umferð undankeppni Asíu en Japan og Norður-Kórea fóru upp úr þeirra riðli. 🗣️ "The first historic change to happen in the history of Syrian sports, far from nepotism, favoritism and corruption."🇸🇾The Syrian FA announced a new kit and logo, shifting from their traditional red to green. The change comes after rebels toppled the regime of Syrian… pic.twitter.com/OXhNvqlskP— DW Sports (@dw_sports) December 9, 2024 Sýrland Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Sýrlenska fótboltasambandið gaf það fljótlega út eftir að Al-Assad flúði land að stjórn sambandsins hafi ákveðið að breyta um lit á landsliðsbúningnum. Sýrlensku landsliðsmennirnir hafa síðustu ár klæðst rauðum landsliðstreyjum en núna skipta þeir yfir í grænt. Um leið breytti sambandið um lit á merki sambandsins þar sem rauði liturinn víkur fyrir þeim græna. The Syrian national football team officially changed its logo. pic.twitter.com/M8iebRRkRj— Clash Report (@clashreport) December 8, 2024 „Þetta er nýi landsliðsbúningur okkar liðs. Þetta er fyrsta sögulega breytingin í sögu sýrlenskra íþrótta og tákn fyrir það að við erum laus við frændahyglingu, laus við hlutdrægni og mismunun og laus við spillingu,“ stóð í færslunni. Rauði liturinn spilaði stórt hlutverk hjá stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Sá rauði litur táknaði meðal annars uppreisn Araba gegn Tyrkjaveldi [Ottoman Empire] í fyrri heimsstyrjöldinni. Græni liturinn er aftur á móti mjög mikilvægur í múhameðstrúnni. Fyrir marga múslíma þá stendur liturinn fyrir hreinleika og lífi í paradís eftir dauðann. Sýrlenska knattspyrnulandsliðið var í 95. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Liðið komst hæst í 68. sæti í júlí árið 2018 en þremur árum fyrr var liðið í 152. sæti (Mars 2015). Sýrland hefur aldrei komist á HM og liðið á ekki lengur möguleika á því að komst á næsta heimsmeistaramót sem fer fram næsta sumar. Liðið sat eftir í annarri umferð undankeppni Asíu en Japan og Norður-Kórea fóru upp úr þeirra riðli. 🗣️ "The first historic change to happen in the history of Syrian sports, far from nepotism, favoritism and corruption."🇸🇾The Syrian FA announced a new kit and logo, shifting from their traditional red to green. The change comes after rebels toppled the regime of Syrian… pic.twitter.com/OXhNvqlskP— DW Sports (@dw_sports) December 9, 2024
Sýrland Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira