Mari sló met í eggheimtu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. desember 2024 14:21 Mari og Njörður vonast til þess að geta eignast barn á nýju ári. Aðsend „Ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún og kærastinn hennar Njörður Lúðvíksson, eða Njöddi eins og hún kallar hann, eru að reyna að eignast barn og hefur Mari sagt opinskátt frá ferlinu á samfélagsmiðlum sínum. Blaðamaður ræddi við Mari sem er nýkomin úr eggheimtu og vonast til að geta orðið þunguð í lok janúar. „Ég hef aldrei verið á neinni getnaðarvörn en hef aldrei verið ólétt. Ég hef samt verið með mjög frjóum mönnum sem eiga fullt af börnum þannig að ég áttaði mig mjög snemma á því að það væri ekkert að gerast hjá mér og að það yrði erfitt fyrir mig að verða ólétt. Við Njöddi reyndum fyrir ári síðan að fara á lyf fyrir egglosi en það gerðist ekki neitt. Ég vildi því bara fara lóðbeint í málið og fara í eggheimtu í staðinn fyrir að reyna eitthvað annað.“ Mari segir sömuleiðis að það sé ekki mikið annað í boði og hún hafi því ákveðið að kýla á þetta. „Það er um þriðjungur kvenna með óútskýrða ófrjósemi og þetta er bara svona. Það fara svo margir þessa leið.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Hún segir þetta ekki neitt feimnismál og að hún hafi ekki þurft að ofhugsa það að deila þessu með fylgjendum sínum. „Njödda var eiginlega alveg sama að ég deildi þessu. Til að byrja með spurði ég hann hvort honum væri sama og hann sagði bara að það væri í mínum höndum, hann var aðallega að hafa áhyggjur af mér, svona eins og restin af þjóðinni. Málið er að ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki. Við tókum ákvörðun um að ganga ágætlega langt. Þú veist, viðkvæmt og ekki viðkvæmt, auðvitað er pirrandi að vera í þessu og þetta er ekkert ógeðslega gaman. En hingað til hefur þetta verið auðveldara en ég bjóst við og hafði heyrt af. Ég er auðvitað rétt byrjuð þannig séð, eggheimtan er búin og við getum ekkert gert fyrr en í lok janúar. Þar sem ég var með oförvun þá verður þetta ekki sett upp fyrr en þá, ef allt gengur upp. Læknirinn sagði bara það hefur enginn verið með jafn mörg egg og þú, það voru 23 egg sem er ógeðslega mikið,“ segir Mari kímin og bætir við: „Það þýðir samt ekki að þau frjóvgist frekar, þetta kemur allt saman í ljós.“ Mari ætlar svo að taka því rólega í dag. „Ég ætlaði í vinnuna en fattaði ekki að það gengur auðvitað ekki upp,“ segir hún og hlær. „Þannig að já, ég ætla að vera róleg í dag.“ Heilsa Ástin og lífið Frjósemi Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Blaðamaður ræddi við Mari sem er nýkomin úr eggheimtu og vonast til að geta orðið þunguð í lok janúar. „Ég hef aldrei verið á neinni getnaðarvörn en hef aldrei verið ólétt. Ég hef samt verið með mjög frjóum mönnum sem eiga fullt af börnum þannig að ég áttaði mig mjög snemma á því að það væri ekkert að gerast hjá mér og að það yrði erfitt fyrir mig að verða ólétt. Við Njöddi reyndum fyrir ári síðan að fara á lyf fyrir egglosi en það gerðist ekki neitt. Ég vildi því bara fara lóðbeint í málið og fara í eggheimtu í staðinn fyrir að reyna eitthvað annað.“ Mari segir sömuleiðis að það sé ekki mikið annað í boði og hún hafi því ákveðið að kýla á þetta. „Það er um þriðjungur kvenna með óútskýrða ófrjósemi og þetta er bara svona. Það fara svo margir þessa leið.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Hún segir þetta ekki neitt feimnismál og að hún hafi ekki þurft að ofhugsa það að deila þessu með fylgjendum sínum. „Njödda var eiginlega alveg sama að ég deildi þessu. Til að byrja með spurði ég hann hvort honum væri sama og hann sagði bara að það væri í mínum höndum, hann var aðallega að hafa áhyggjur af mér, svona eins og restin af þjóðinni. Málið er að ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki. Við tókum ákvörðun um að ganga ágætlega langt. Þú veist, viðkvæmt og ekki viðkvæmt, auðvitað er pirrandi að vera í þessu og þetta er ekkert ógeðslega gaman. En hingað til hefur þetta verið auðveldara en ég bjóst við og hafði heyrt af. Ég er auðvitað rétt byrjuð þannig séð, eggheimtan er búin og við getum ekkert gert fyrr en í lok janúar. Þar sem ég var með oförvun þá verður þetta ekki sett upp fyrr en þá, ef allt gengur upp. Læknirinn sagði bara það hefur enginn verið með jafn mörg egg og þú, það voru 23 egg sem er ógeðslega mikið,“ segir Mari kímin og bætir við: „Það þýðir samt ekki að þau frjóvgist frekar, þetta kemur allt saman í ljós.“ Mari ætlar svo að taka því rólega í dag. „Ég ætlaði í vinnuna en fattaði ekki að það gengur auðvitað ekki upp,“ segir hún og hlær. „Þannig að já, ég ætla að vera róleg í dag.“
Heilsa Ástin og lífið Frjósemi Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira