Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2024 23:11 Þóra mælir með því að fólk tileinki sér hæglæti í lífinu. Þóra Jónsdóttir formaður Hæglætishreyfingarinnar segir hæglæti hafa breytt lífi sínu. Hún lifir nú skuldlausu lífi ásamt eiginmanni sínum úti í sveit og segir alla hafa val um það hvernig þeir takast á við lífið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Þóra Hæglætishreyfinguna vera félagsskap fólks sem hafi tileinkað sér það að hægja aðeins á lífinu. Þetta sé fólk sem langi til að lifa á meðvitaðan hátt, velja hvernig það ver tíma sínum, hvernig það skapar samskipti sín, hvernig það annast sig sjálft og fólkið sitt. Snýst allt um val „Það getur allskonar komið upp og við förum öll í gegnum allskonar reynslu í lífinu en hvernig þú tæklar það, hvernig þú andar inn í mallann eða ekki ræður úrslitum um það hvernig þú kemst í gegnum það. Við höfum mjög mikið val og miklu meira val heldur en við höldum í upphafi.“ Þóra segir einstaklinga vera forritaða til að hegða sér á ákveðinn hátt. Fólk sé samt fyrst og fremst áhrifavaldar yfir eigin lífi og hafi alltaf val um hvaða afstöðu það taki til lífsins. Þannig sé hægt að horfa öðruvísi á hlutina heldur en að vera alltaf í viðbragðsstöðu, það sé hægt ða skipuleggja sig og draga úr spennu. Sjálf segist hún hafa breytt gríðarlega mörgum hlutum í sínu eigin lífi. „Ég hef í gegnum mitt líf svona smám saman farið dýpra og dýpra inn í þessa hugmyndafræði. Fyrir sjö árum síðan þá ákváðum við maðurinn minn að flytja úr borginni í sveitina. Það er þáttur í þessari meðvituðu ákvörðun um að lifa hægara lífi, þannig við búum aðeins utan við höfuðborgarsvæðið.“ Hún segir þau hafa fest kaup á frístundarhúsi. Þau hafi losað sig við allan þann pakka sem hafi fylgt fyrra húsnæði í borginni. „Við vorum eins og öll í að skulda rosa mikið og við losuðum okkur við það. Nú erum við allt að því skuldlaus og lifum tiltölulega þægilegu lífi að því leyti að við erum hætt að gera áætlanir um hvernig við eigum að greiða niður heldur hvenær verðum við komin með nóg til að kaupa. Fattiði. Þetta er grundvallarbreyting í mínu lífi, algjör grundvallarbreyting.“ Talar öðruvísi við manninn sinn Sjálf segist Þóra í Bítinu vera stjórnunarfíkill í bata. Annað fólk hafi ekki lengur áhrif á hana með sinni hegðun auk þess sem Þóra segist með þessu læra hvernig hennar hegðun hafi áhrif á aðra. „Ef ég er að reyna sífellt að hafa áhrif á annað fólk þá er ég alltaf að valda öðru fólki streitu. Með því að tileinka mér það að sjá að ég ætla ekki að láta annað fólk snúa mér á hvolf þá þarf ég líka að bera ábyrgð á því að vera ekki að snúa öðru fólki á hvolf.“ Hún segir þetta hafa skapað vellíðan í hennar nánasta umhverfi. Þóra nefnir sem dæmi að hún og eiginmaður hennar hafi tekið ákvörðun um að breyta sínum samskiptum. Það sé hægara gert en sagt að láta annað fólk ekki hafa áhrif á hana en það komi með æfingu. „Við maðurinn minn ákváðum það fyrir nokkrum árum síðan að hætta að breyta hvort öðru. Það er bara ákvörðun. Nú elskum við allt í fari hvors annars, auðvitað ég segi það ekki við eigum alveg misjafna daga en þetta er ákvörðun. Og allt í sambandi við það hvernig þú lætur annað fólk hafa áhrif á þig er fyrst þitt. Fyrst og fremst.“ Á laugardaginn næsta stendur Hæglætishreyfingin fyrir viðburði þar sem höfundur bókarinnar Lifum lífinu hægar, Carl Honoré, heldur fyrirlestur um ávinning hæglætis. Skráning fer fram á www.haeglaeti.is. Bítið Ástin og lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Þóra Hæglætishreyfinguna vera félagsskap fólks sem hafi tileinkað sér það að hægja aðeins á lífinu. Þetta sé fólk sem langi til að lifa á meðvitaðan hátt, velja hvernig það ver tíma sínum, hvernig það skapar samskipti sín, hvernig það annast sig sjálft og fólkið sitt. Snýst allt um val „Það getur allskonar komið upp og við förum öll í gegnum allskonar reynslu í lífinu en hvernig þú tæklar það, hvernig þú andar inn í mallann eða ekki ræður úrslitum um það hvernig þú kemst í gegnum það. Við höfum mjög mikið val og miklu meira val heldur en við höldum í upphafi.“ Þóra segir einstaklinga vera forritaða til að hegða sér á ákveðinn hátt. Fólk sé samt fyrst og fremst áhrifavaldar yfir eigin lífi og hafi alltaf val um hvaða afstöðu það taki til lífsins. Þannig sé hægt að horfa öðruvísi á hlutina heldur en að vera alltaf í viðbragðsstöðu, það sé hægt ða skipuleggja sig og draga úr spennu. Sjálf segist hún hafa breytt gríðarlega mörgum hlutum í sínu eigin lífi. „Ég hef í gegnum mitt líf svona smám saman farið dýpra og dýpra inn í þessa hugmyndafræði. Fyrir sjö árum síðan þá ákváðum við maðurinn minn að flytja úr borginni í sveitina. Það er þáttur í þessari meðvituðu ákvörðun um að lifa hægara lífi, þannig við búum aðeins utan við höfuðborgarsvæðið.“ Hún segir þau hafa fest kaup á frístundarhúsi. Þau hafi losað sig við allan þann pakka sem hafi fylgt fyrra húsnæði í borginni. „Við vorum eins og öll í að skulda rosa mikið og við losuðum okkur við það. Nú erum við allt að því skuldlaus og lifum tiltölulega þægilegu lífi að því leyti að við erum hætt að gera áætlanir um hvernig við eigum að greiða niður heldur hvenær verðum við komin með nóg til að kaupa. Fattiði. Þetta er grundvallarbreyting í mínu lífi, algjör grundvallarbreyting.“ Talar öðruvísi við manninn sinn Sjálf segist Þóra í Bítinu vera stjórnunarfíkill í bata. Annað fólk hafi ekki lengur áhrif á hana með sinni hegðun auk þess sem Þóra segist með þessu læra hvernig hennar hegðun hafi áhrif á aðra. „Ef ég er að reyna sífellt að hafa áhrif á annað fólk þá er ég alltaf að valda öðru fólki streitu. Með því að tileinka mér það að sjá að ég ætla ekki að láta annað fólk snúa mér á hvolf þá þarf ég líka að bera ábyrgð á því að vera ekki að snúa öðru fólki á hvolf.“ Hún segir þetta hafa skapað vellíðan í hennar nánasta umhverfi. Þóra nefnir sem dæmi að hún og eiginmaður hennar hafi tekið ákvörðun um að breyta sínum samskiptum. Það sé hægara gert en sagt að láta annað fólk ekki hafa áhrif á hana en það komi með æfingu. „Við maðurinn minn ákváðum það fyrir nokkrum árum síðan að hætta að breyta hvort öðru. Það er bara ákvörðun. Nú elskum við allt í fari hvors annars, auðvitað ég segi það ekki við eigum alveg misjafna daga en þetta er ákvörðun. Og allt í sambandi við það hvernig þú lætur annað fólk hafa áhrif á þig er fyrst þitt. Fyrst og fremst.“ Á laugardaginn næsta stendur Hæglætishreyfingin fyrir viðburði þar sem höfundur bókarinnar Lifum lífinu hægar, Carl Honoré, heldur fyrirlestur um ávinning hæglætis. Skráning fer fram á www.haeglaeti.is.
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira