Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. desember 2024 14:56 Vilborg Oddsdóttir er félagsráðgjafi og hefur umsjón innanlandsstarfs hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Viðbúið er að hátt í tvö þúsund fjölskyldur leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar nú fyrir jólin. Jólahátíðin er annasamasti tími ársins hjá stofnuninni en félagsráðgjafi segir ljóst að húsnæðiskostnaður geri fjölskyldum sérstaklega erfitt fyrir nú. Frestur til að sækja um aðstoð fyrir jólin rennur út eftir helgi að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Það er náttúrlega mjög annasamur tími. Frá svona 20. nóvember og fram að jólum þá er þetta vertíðarvinna það er mikið að gera,“ segir Vilborg. Langflestir sækja nú um aðstoð á netinu en Vilborg áætlar að álíka stór hópur leiti til hjálparstarfsins í ár og í fyrra. „Í fyrra voru þetta sirka sautján hundruð fjölskyldur sem að fengu aðstoð í kringum jólin og ég held að þetta sé bara svipaður hópur í ár,“ segir Vilborg. „Jólin eru þannig að það eru fjölskyldur sem aldrei leita á öðrum tíma ársins af því þetta er náttúrlega mjög þungur og erfiður mánuður. Þannig að það er öðruvísi en aðrir mánuðir ársins, við finnum það alveg og þess vegna er þetta mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Vilborg. Hringrás sem þurfi að rjúfa Aðstoðin er sambærileg því sem verið hefur undanfarin ár og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst þar að auki jólafatnaður og gjafir fyrir börnin. Vilborg bendir á að enn geti þeir sem vilja lagt starfseminni lið. Það sé ljóst að jólin eru mörgum dýr og þungbær og matarkarfan orðin dýrari. „Við sjáum það náttúrlega, eins og allir vita, að það er húsnæðiskostnaðurinn sem veldur því að fólk stendur mjög illa. Í hvert skipti sem að það verður einhver hækkun á launum eða þeim tekjum sem fólk hefur að þá hækkar alltaf bara húsnæðiskostnaðurinn. Þannig að þetta er svona hringrás sem að við verðum að fara að rjúfa þannig að fólk geti lifið af án þess að þurfa að sækja til hjálparsamtaka fyrir jólin eða á örum tímamótum,“ segir Vilborg. Hjálparstarf Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Frestur til að sækja um aðstoð fyrir jólin rennur út eftir helgi að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Það er náttúrlega mjög annasamur tími. Frá svona 20. nóvember og fram að jólum þá er þetta vertíðarvinna það er mikið að gera,“ segir Vilborg. Langflestir sækja nú um aðstoð á netinu en Vilborg áætlar að álíka stór hópur leiti til hjálparstarfsins í ár og í fyrra. „Í fyrra voru þetta sirka sautján hundruð fjölskyldur sem að fengu aðstoð í kringum jólin og ég held að þetta sé bara svipaður hópur í ár,“ segir Vilborg. „Jólin eru þannig að það eru fjölskyldur sem aldrei leita á öðrum tíma ársins af því þetta er náttúrlega mjög þungur og erfiður mánuður. Þannig að það er öðruvísi en aðrir mánuðir ársins, við finnum það alveg og þess vegna er þetta mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Vilborg. Hringrás sem þurfi að rjúfa Aðstoðin er sambærileg því sem verið hefur undanfarin ár og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst þar að auki jólafatnaður og gjafir fyrir börnin. Vilborg bendir á að enn geti þeir sem vilja lagt starfseminni lið. Það sé ljóst að jólin eru mörgum dýr og þungbær og matarkarfan orðin dýrari. „Við sjáum það náttúrlega, eins og allir vita, að það er húsnæðiskostnaðurinn sem veldur því að fólk stendur mjög illa. Í hvert skipti sem að það verður einhver hækkun á launum eða þeim tekjum sem fólk hefur að þá hækkar alltaf bara húsnæðiskostnaðurinn. Þannig að þetta er svona hringrás sem að við verðum að fara að rjúfa þannig að fólk geti lifið af án þess að þurfa að sækja til hjálparsamtaka fyrir jólin eða á örum tímamótum,“ segir Vilborg.
Hjálparstarf Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira