Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. desember 2024 14:56 Vilborg Oddsdóttir er félagsráðgjafi og hefur umsjón innanlandsstarfs hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Viðbúið er að hátt í tvö þúsund fjölskyldur leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar nú fyrir jólin. Jólahátíðin er annasamasti tími ársins hjá stofnuninni en félagsráðgjafi segir ljóst að húsnæðiskostnaður geri fjölskyldum sérstaklega erfitt fyrir nú. Frestur til að sækja um aðstoð fyrir jólin rennur út eftir helgi að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Það er náttúrlega mjög annasamur tími. Frá svona 20. nóvember og fram að jólum þá er þetta vertíðarvinna það er mikið að gera,“ segir Vilborg. Langflestir sækja nú um aðstoð á netinu en Vilborg áætlar að álíka stór hópur leiti til hjálparstarfsins í ár og í fyrra. „Í fyrra voru þetta sirka sautján hundruð fjölskyldur sem að fengu aðstoð í kringum jólin og ég held að þetta sé bara svipaður hópur í ár,“ segir Vilborg. „Jólin eru þannig að það eru fjölskyldur sem aldrei leita á öðrum tíma ársins af því þetta er náttúrlega mjög þungur og erfiður mánuður. Þannig að það er öðruvísi en aðrir mánuðir ársins, við finnum það alveg og þess vegna er þetta mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Vilborg. Hringrás sem þurfi að rjúfa Aðstoðin er sambærileg því sem verið hefur undanfarin ár og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst þar að auki jólafatnaður og gjafir fyrir börnin. Vilborg bendir á að enn geti þeir sem vilja lagt starfseminni lið. Það sé ljóst að jólin eru mörgum dýr og þungbær og matarkarfan orðin dýrari. „Við sjáum það náttúrlega, eins og allir vita, að það er húsnæðiskostnaðurinn sem veldur því að fólk stendur mjög illa. Í hvert skipti sem að það verður einhver hækkun á launum eða þeim tekjum sem fólk hefur að þá hækkar alltaf bara húsnæðiskostnaðurinn. Þannig að þetta er svona hringrás sem að við verðum að fara að rjúfa þannig að fólk geti lifið af án þess að þurfa að sækja til hjálparsamtaka fyrir jólin eða á örum tímamótum,“ segir Vilborg. Hjálparstarf Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Frestur til að sækja um aðstoð fyrir jólin rennur út eftir helgi að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Það er náttúrlega mjög annasamur tími. Frá svona 20. nóvember og fram að jólum þá er þetta vertíðarvinna það er mikið að gera,“ segir Vilborg. Langflestir sækja nú um aðstoð á netinu en Vilborg áætlar að álíka stór hópur leiti til hjálparstarfsins í ár og í fyrra. „Í fyrra voru þetta sirka sautján hundruð fjölskyldur sem að fengu aðstoð í kringum jólin og ég held að þetta sé bara svipaður hópur í ár,“ segir Vilborg. „Jólin eru þannig að það eru fjölskyldur sem aldrei leita á öðrum tíma ársins af því þetta er náttúrlega mjög þungur og erfiður mánuður. Þannig að það er öðruvísi en aðrir mánuðir ársins, við finnum það alveg og þess vegna er þetta mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Vilborg. Hringrás sem þurfi að rjúfa Aðstoðin er sambærileg því sem verið hefur undanfarin ár og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst þar að auki jólafatnaður og gjafir fyrir börnin. Vilborg bendir á að enn geti þeir sem vilja lagt starfseminni lið. Það sé ljóst að jólin eru mörgum dýr og þungbær og matarkarfan orðin dýrari. „Við sjáum það náttúrlega, eins og allir vita, að það er húsnæðiskostnaðurinn sem veldur því að fólk stendur mjög illa. Í hvert skipti sem að það verður einhver hækkun á launum eða þeim tekjum sem fólk hefur að þá hækkar alltaf bara húsnæðiskostnaðurinn. Þannig að þetta er svona hringrás sem að við verðum að fara að rjúfa þannig að fólk geti lifið af án þess að þurfa að sækja til hjálparsamtaka fyrir jólin eða á örum tímamótum,“ segir Vilborg.
Hjálparstarf Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira