Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2024 20:40 Flugvélin Esja með fjallið Esju í baksýn. Þessi fyrsta Airbus-þota Icelandair flaug yfir Reykjavíkurflugvöll síðastliðinn þriðjudag áður en lent var á Keflavíkurflugvelli. Matthías Sveinbjörnsson Hin nýja Airbus-þota Icelandair, Esja, heldur í fyrramálið, á sunnudagsmorgni, í flug frá Keflavík til æfingalendinga á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Aðaltilgangur flugsins er að þjálfa flugmenn þotunnar en flugáhugamönnum bæði norðanlands og austan gefst um leið tækifæri til að sjá hana lenda og taka á loft. Flugáætlun TF-IAA gerir ráð fyrir brottför frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9:30 í fyrramálið. Lending á Akureyrarflugvelli er áætluð klukkan 10:15, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Þar munu starfsmenn máta landgöngustiga flugvallarins við flugvélina sem og annan tækjabúnað vallarins. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur fram að flugáætlun geti breyst, eins og oft sé með þjálfunarflug. Best sé að fylgjast með á FlightRadar og slá þá inn flugnúmerið FI5100. Uppfært klukkan 10:20. Flugtak frá Keflavík var klukkan 10:12 og er lending á Akureyri áætluð klukkan 10:44. Fyrsta flugtak Airbus A321neo-þotu Icelandair á flugvelli Airbus-verksmiðjanna í Hamborg í Þýskalandi þann 19. nóvember síðastliðinn.Airbus/Icelandair Á Akureyrarflugvelli er gert ráð fyrir einni lendingu og um það bil 45 mínútna stoppi. Flugtak frá Akureyri er áætlað klukkan 11:00. Þaðan verður flogið til Egilsstaða þar sem ein lending er áætluð klukkan 11:30. Þar verður sömuleiðis áð í um það bil 45 mínútur til að starfsmönnum flugvallarins gefist færi á að prófa afgreiðslu þotunnar. Flugtak frá Egilsstöðum er áætlað klukkan klukkan 12:15. Lokaleggur hringferðarinnar verður svo til Keflavíkur. Þar er lending áætluð klukkan 13:00 á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu flugvélarinnar til Íslands síðastliðinn þriðjudag: Flugið til Akureyrar og Egilsstaða verður síðasta þjálfunarflugið áður en þotan verður sett inn á áætlunarleiðir Icelandair. Fyrsta farþegaflugið er ráðgert á þriðjudagsmorgni 10. desember. Það verður frá Keflavík til Stokkhólms og til baka. Síðdegis sama dag er svo áformað að þotan fljúgi til Kaupmannahafnar og til baka um kvöldið til Íslands. Icelandair Airbus Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Flugáætlun TF-IAA gerir ráð fyrir brottför frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9:30 í fyrramálið. Lending á Akureyrarflugvelli er áætluð klukkan 10:15, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Þar munu starfsmenn máta landgöngustiga flugvallarins við flugvélina sem og annan tækjabúnað vallarins. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur fram að flugáætlun geti breyst, eins og oft sé með þjálfunarflug. Best sé að fylgjast með á FlightRadar og slá þá inn flugnúmerið FI5100. Uppfært klukkan 10:20. Flugtak frá Keflavík var klukkan 10:12 og er lending á Akureyri áætluð klukkan 10:44. Fyrsta flugtak Airbus A321neo-þotu Icelandair á flugvelli Airbus-verksmiðjanna í Hamborg í Þýskalandi þann 19. nóvember síðastliðinn.Airbus/Icelandair Á Akureyrarflugvelli er gert ráð fyrir einni lendingu og um það bil 45 mínútna stoppi. Flugtak frá Akureyri er áætlað klukkan 11:00. Þaðan verður flogið til Egilsstaða þar sem ein lending er áætluð klukkan 11:30. Þar verður sömuleiðis áð í um það bil 45 mínútur til að starfsmönnum flugvallarins gefist færi á að prófa afgreiðslu þotunnar. Flugtak frá Egilsstöðum er áætlað klukkan klukkan 12:15. Lokaleggur hringferðarinnar verður svo til Keflavíkur. Þar er lending áætluð klukkan 13:00 á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu flugvélarinnar til Íslands síðastliðinn þriðjudag: Flugið til Akureyrar og Egilsstaða verður síðasta þjálfunarflugið áður en þotan verður sett inn á áætlunarleiðir Icelandair. Fyrsta farþegaflugið er ráðgert á þriðjudagsmorgni 10. desember. Það verður frá Keflavík til Stokkhólms og til baka. Síðdegis sama dag er svo áformað að þotan fljúgi til Kaupmannahafnar og til baka um kvöldið til Íslands.
Icelandair Airbus Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24