Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 23:41 TikTok hefur notið gífurlega vinsælda víðast hvar. Getty/Asanka Ratnayake TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. Fréttastofa BBC greinir frá. ins og greint hefur verið frá skrifaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, undir lög á þessu ári sem snúast um það að verði TikTok ekki selt af kínverskum eigendum þess fyrir 19. janúar næstkomandi, verði samfélagsmiðillinn bannaður í Bandaríkjunum. Frumvarpið flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings með miklum stuðningi frá þingmönnum beggja flokka. TikTok, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, kærði lögin á sínum tíma. TikTok hélt því fram að það að loka fyrir miðilinn í landinu myndi hamla tjáningarfrelsi Bandaríkjamanna. Dómurinn féllst ekki á það og sagði lögin vera góð og gild og því standa. 170 milljón manns nota TikTok í Bandaríkjunum. TikTok segir þetta þó ekki vera endastöð fyrir miðilinn og ætla forsvarsmenn samfélagsmiðilsins að halda áfram að leita leiða til að koma í veg fyrir að lokað verði fyrir miðilinn. Talsmaður TikTok sagði í yfirlýsingu að þau hygðust áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Einnig er vonast til þess að kjör Donald Trump í forsetaembættið muni koma til með að bjarga veru miðilsins í Bandaríkjunum. Prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum telur ólíklegt að Hæstiréttur taki málið fyrir. Trump reyndi á sínum tíma að banna TikTok árið 2020 án árangurs en tók fram í kosningabaráttunni í ár að hann myndi ekki leyfa banninu gegn miðlinum að taka gildi. Trump verður settur í embætti 20. janúar, einum degi eftir að TikTok á að vera lokað að því gefnu að ekki verður búið að selja hlut kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu fyrir það. TikTok Bandaríkin Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. ins og greint hefur verið frá skrifaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, undir lög á þessu ári sem snúast um það að verði TikTok ekki selt af kínverskum eigendum þess fyrir 19. janúar næstkomandi, verði samfélagsmiðillinn bannaður í Bandaríkjunum. Frumvarpið flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings með miklum stuðningi frá þingmönnum beggja flokka. TikTok, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, kærði lögin á sínum tíma. TikTok hélt því fram að það að loka fyrir miðilinn í landinu myndi hamla tjáningarfrelsi Bandaríkjamanna. Dómurinn féllst ekki á það og sagði lögin vera góð og gild og því standa. 170 milljón manns nota TikTok í Bandaríkjunum. TikTok segir þetta þó ekki vera endastöð fyrir miðilinn og ætla forsvarsmenn samfélagsmiðilsins að halda áfram að leita leiða til að koma í veg fyrir að lokað verði fyrir miðilinn. Talsmaður TikTok sagði í yfirlýsingu að þau hygðust áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Einnig er vonast til þess að kjör Donald Trump í forsetaembættið muni koma til með að bjarga veru miðilsins í Bandaríkjunum. Prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum telur ólíklegt að Hæstiréttur taki málið fyrir. Trump reyndi á sínum tíma að banna TikTok árið 2020 án árangurs en tók fram í kosningabaráttunni í ár að hann myndi ekki leyfa banninu gegn miðlinum að taka gildi. Trump verður settur í embætti 20. janúar, einum degi eftir að TikTok á að vera lokað að því gefnu að ekki verður búið að selja hlut kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu fyrir það.
TikTok Bandaríkin Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira