Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. desember 2024 19:00 Samkvæmt upplýsingum frá Matvælaráðuneytinu fékk það umsögn Hafrannsóknarstofnunar um hvalveiðar sent til sín þann 19. nóvember, Fiskistofa skilaði síðari umsögn sinni í málinu 26. nóvember. Bjarni Benediktsson forsætis-og starfandi matvælaráðherra veitti leyfi til hvalveiða í gær. Vísir Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofa skiluðu umsögnum sínum um hvalveiðar til matvælaráðuneytisins fyrir síðustu alþingiskosningar. Í leynilegum upptökum sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ef ekki næðist að gefa út hvalveiðileyfi fyrir kosningar væri vel hægt að gera það á meðan aðrir flokkar reyndu að mynda ríkisstjórn. Ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis- og starfandi matvælaráðherra um að leyfa í gær, tveimur af þeim fjórum sjávartútvegsfyrirtækjum sem sóttu um, að veiða langreyð og hrefnu til fimm ára, hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Á móti fagnar bæjarráð Akraness leyfisveitingunni. Stuðningur starfsstjórnar Ráðherrar í starfsstjórn styðja ákvörðun Bjarna og telja að ekki hafi þurft að bera málið undir þau áður en ákvörðun var tekin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra styður ákvörðunina. „Þegar sótt er um leyfi til hvalveiða og álit Hafrannsóknastofnunar er eins og það er þá getur ráðherra ekki annað en gefið út leyfi,“ segir Þórdís. Það er ekki hægt að liggja á því eins og ráðherra sýnist enda liggur fyrir álit umboðsmanns Alþingis í því. Málið er tilbúið núna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, núsköpunar- og iðnaðarráðherra er á sömu skoðun og sagði aðspurð að hún styðji ákvörðun um hvalveiðar. Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum fyrir kosningar Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu barst umsögn Hafrannsóknarstofnun um hvalveiðar til ráðuneytisins þann 19. nóvember síðastliðinn. Fiskistofa skilaði matvælaráðuneytinu tveimur umsögnum um hvalveiðar. Sú fyrri fjallaði um langreyðar og barst þann 20 nóvember. Sú síðari fjallaði um hrefnur og barst fimm dögum fyrir alþingiskosningar eða þann 26. nóvember. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er í framhaldi tekin ákvörðun um leyfi til hvalveiða. Leynilegu upptökurnar Í síðasta mánuði birtust leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann fasteignasala og syni Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þar greindi hann frá því að faðir sinn hefði samþykkt að taka fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu þar sem hann mynda beita sér fyrir að leyfi fyrir hvalveiðum yrði veitt. Jón Gunnarsson þingmaður sagði þá að engin fótur væri fyrir því sem kom fram í upptökunum. Í leyniupptökunni sem var gerð þann 31. október á Edition hóteli kemur fram að stefnt sé á að veita hvalveiðileyfi til fimm ára. Bjarni Benediktsson tilkynnti svo í framhaldi af málinu að Jón myndi ekki koma nálægt ákvörðun um leyfi til hvalveiða heldur færi í önnur verkefni innan matvælaráðuneytisins. Ákvörðun eftir kosningar Í leynilegu upptökunni frá 31. október segist Gunnar Bergmann aðspurður af huldumanni, að ákvörðun um hvalveiðar verði tekin fyrir alþingiskosningarnar en takist það ekki sé enn tími til að leyfa veiðarnar. „Við höfum enn tíma til að gera þetta að loknum kosningum. Það tekur alltaf einn til tvo mánuði eftir kosningar að mynda nýja ríkisstjórn. Hann vill gera þetta fyrir kosningarnar, ekki eftir kosningarnar. En sumir, sérstaklega konurnar í flokknum hans, eru honum ekki sammála,“ sagði Gunnar Bergmann í leynilegri upptöku þann 31. október. Hvalveiðar Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Verkalýðsleiðtogi af Akranesi segir ekkert fréttnæmt í leynilegum upptökum af syni Jóns Gunnarssonar þar sem hann ræddi um baktjaldamakk um hvalveiðar. Þá segist hann eiga erfitt með að sjá að Alþingi gæti bannað hvalveiðar þótt meirihluti væri fyrir því þar. 14. nóvember 2024 09:15 Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13. nóvember 2024 19:40 Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. 12. nóvember 2024 20:00 „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. 12. nóvember 2024 18:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis- og starfandi matvælaráðherra um að leyfa í gær, tveimur af þeim fjórum sjávartútvegsfyrirtækjum sem sóttu um, að veiða langreyð og hrefnu til fimm ára, hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Á móti fagnar bæjarráð Akraness leyfisveitingunni. Stuðningur starfsstjórnar Ráðherrar í starfsstjórn styðja ákvörðun Bjarna og telja að ekki hafi þurft að bera málið undir þau áður en ákvörðun var tekin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra styður ákvörðunina. „Þegar sótt er um leyfi til hvalveiða og álit Hafrannsóknastofnunar er eins og það er þá getur ráðherra ekki annað en gefið út leyfi,“ segir Þórdís. Það er ekki hægt að liggja á því eins og ráðherra sýnist enda liggur fyrir álit umboðsmanns Alþingis í því. Málið er tilbúið núna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, núsköpunar- og iðnaðarráðherra er á sömu skoðun og sagði aðspurð að hún styðji ákvörðun um hvalveiðar. Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum fyrir kosningar Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu barst umsögn Hafrannsóknarstofnun um hvalveiðar til ráðuneytisins þann 19. nóvember síðastliðinn. Fiskistofa skilaði matvælaráðuneytinu tveimur umsögnum um hvalveiðar. Sú fyrri fjallaði um langreyðar og barst þann 20 nóvember. Sú síðari fjallaði um hrefnur og barst fimm dögum fyrir alþingiskosningar eða þann 26. nóvember. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er í framhaldi tekin ákvörðun um leyfi til hvalveiða. Leynilegu upptökurnar Í síðasta mánuði birtust leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann fasteignasala og syni Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þar greindi hann frá því að faðir sinn hefði samþykkt að taka fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu þar sem hann mynda beita sér fyrir að leyfi fyrir hvalveiðum yrði veitt. Jón Gunnarsson þingmaður sagði þá að engin fótur væri fyrir því sem kom fram í upptökunum. Í leyniupptökunni sem var gerð þann 31. október á Edition hóteli kemur fram að stefnt sé á að veita hvalveiðileyfi til fimm ára. Bjarni Benediktsson tilkynnti svo í framhaldi af málinu að Jón myndi ekki koma nálægt ákvörðun um leyfi til hvalveiða heldur færi í önnur verkefni innan matvælaráðuneytisins. Ákvörðun eftir kosningar Í leynilegu upptökunni frá 31. október segist Gunnar Bergmann aðspurður af huldumanni, að ákvörðun um hvalveiðar verði tekin fyrir alþingiskosningarnar en takist það ekki sé enn tími til að leyfa veiðarnar. „Við höfum enn tíma til að gera þetta að loknum kosningum. Það tekur alltaf einn til tvo mánuði eftir kosningar að mynda nýja ríkisstjórn. Hann vill gera þetta fyrir kosningarnar, ekki eftir kosningarnar. En sumir, sérstaklega konurnar í flokknum hans, eru honum ekki sammála,“ sagði Gunnar Bergmann í leynilegri upptöku þann 31. október.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Verkalýðsleiðtogi af Akranesi segir ekkert fréttnæmt í leynilegum upptökum af syni Jóns Gunnarssonar þar sem hann ræddi um baktjaldamakk um hvalveiðar. Þá segist hann eiga erfitt með að sjá að Alþingi gæti bannað hvalveiðar þótt meirihluti væri fyrir því þar. 14. nóvember 2024 09:15 Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13. nóvember 2024 19:40 Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. 12. nóvember 2024 20:00 „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. 12. nóvember 2024 18:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Verkalýðsleiðtogi af Akranesi segir ekkert fréttnæmt í leynilegum upptökum af syni Jóns Gunnarssonar þar sem hann ræddi um baktjaldamakk um hvalveiðar. Þá segist hann eiga erfitt með að sjá að Alþingi gæti bannað hvalveiðar þótt meirihluti væri fyrir því þar. 14. nóvember 2024 09:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13. nóvember 2024 19:40
Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. 12. nóvember 2024 20:00
„Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. 12. nóvember 2024 18:45