Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Lovísa Arnardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. desember 2024 17:00 Kristrún segir viðræður byrja vel. Markmið þeirra sé að viðræðurnar séu ekki langdregnar. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins byrjuðu að funda klukkan 9.30 í morgun og funduðu til um 16 með fáum hléum. Kristrún segir markmið formannanna að ljúka viðræðum eins fljótt og þær geta. Þær hafi byrjað á því að ræða stóru málin og haldi áfram á morgun. „Það gekk mjög vel. Þetta var þéttur fundardagur,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og að þær hafi ekki tekið margar pásur frá því í morgun og þar til seinni part í dag. Með á fundunum voru aðstoðarmenn formanna og varaformenn flokkanna. Kristrún segir skipta máli að það séu ekki of margir á fundunum. Þetta sé þéttur hópur sem vinni að stjórnarmyndun til að byrja með. Enginn ágreiningur í dag Hún segir þær hafa rætt stóru málin í dag og breiðu línurnar. „Við erum að nálgast þetta út frá þessum ramma sem við höfum rætt mikið um. Efnahagsmálin, þessum stöðugleika sem við þurfum að ná vegna verðbólgu og vaxtarstigsins. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna,“ segir Kristrún og því byrji þær á því að landa „stóru málunum“. „Við erum ekki að þeim stað akkúrat núna,“ segir hún um það hvort það hafi komið upp einhver ágreiningur. Þetta hafi verið góð samtöl. „Það gengur vel enn sem komið er. Við þurfum að byrja á sameinandi málum og höfum ekki enn lent í vandræðum. Þannig við erum mjög bjartsýnar á þessum tímapunkti.“ Hún segir ekki tímabært að ræða stjórnarsáttmála. Það skipti mestu að það sé traust á milli formanna. Það sem sé skrifað niður þurfi ekki að vera of ítarlegt því það geti ýmislegt gerst á kjörtímabilinu. „Það er fullt traust á milli formanna.“ Verði ekki langdregnar viðræður Hún segir erfitt að segja hversu langan tíma þetta muni taka. Þær séu meðvitaðar um að það þurfi festu í landsstjórn og vinni eftir því. „Við erum að vinna hratt og örugglega,“ segir Kristrún og það megi vona að það verði komin ný ríkisstjórn fyrir jól en með öllum mögulegum fyrirvörum. Hún segir að þær ætli að vera í styttri kantinum. Þær telji málefnalegan grundvöll fyrir það. Það þurfi að ganga frá praktískum atriðum en þær gangi út frá því að viðræðurnar verði ekki langdregnar. Á morgun munu þær hitta fulltrúa frá stjórnsýslu og fjármálaráðuneytinu í Alþingi. „Til að fá yfirsýn yfir stöðu ríkisfjármála og efnahagsmála. Það verður stór partur af deginum á morgun. Það hefur allt gengið vel hingað til og við erum bjartsýnar áfram.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
„Það gekk mjög vel. Þetta var þéttur fundardagur,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og að þær hafi ekki tekið margar pásur frá því í morgun og þar til seinni part í dag. Með á fundunum voru aðstoðarmenn formanna og varaformenn flokkanna. Kristrún segir skipta máli að það séu ekki of margir á fundunum. Þetta sé þéttur hópur sem vinni að stjórnarmyndun til að byrja með. Enginn ágreiningur í dag Hún segir þær hafa rætt stóru málin í dag og breiðu línurnar. „Við erum að nálgast þetta út frá þessum ramma sem við höfum rætt mikið um. Efnahagsmálin, þessum stöðugleika sem við þurfum að ná vegna verðbólgu og vaxtarstigsins. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna,“ segir Kristrún og því byrji þær á því að landa „stóru málunum“. „Við erum ekki að þeim stað akkúrat núna,“ segir hún um það hvort það hafi komið upp einhver ágreiningur. Þetta hafi verið góð samtöl. „Það gengur vel enn sem komið er. Við þurfum að byrja á sameinandi málum og höfum ekki enn lent í vandræðum. Þannig við erum mjög bjartsýnar á þessum tímapunkti.“ Hún segir ekki tímabært að ræða stjórnarsáttmála. Það skipti mestu að það sé traust á milli formanna. Það sem sé skrifað niður þurfi ekki að vera of ítarlegt því það geti ýmislegt gerst á kjörtímabilinu. „Það er fullt traust á milli formanna.“ Verði ekki langdregnar viðræður Hún segir erfitt að segja hversu langan tíma þetta muni taka. Þær séu meðvitaðar um að það þurfi festu í landsstjórn og vinni eftir því. „Við erum að vinna hratt og örugglega,“ segir Kristrún og það megi vona að það verði komin ný ríkisstjórn fyrir jól en með öllum mögulegum fyrirvörum. Hún segir að þær ætli að vera í styttri kantinum. Þær telji málefnalegan grundvöll fyrir það. Það þurfi að ganga frá praktískum atriðum en þær gangi út frá því að viðræðurnar verði ekki langdregnar. Á morgun munu þær hitta fulltrúa frá stjórnsýslu og fjármálaráðuneytinu í Alþingi. „Til að fá yfirsýn yfir stöðu ríkisfjármála og efnahagsmála. Það verður stór partur af deginum á morgun. Það hefur allt gengið vel hingað til og við erum bjartsýnar áfram.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira