Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu.
„Viðræður hafa verið fínar í dag. Haldið áfram á morgun,“ segir Þorgerður. Viðræðum dagsins er þó ekki lokið, heldur funda formennirnir enn.
Viðræður formannanna þriggja, þeirra Kristrúnar Frostadóttur, Þorgerðar Katrínar og Ingu Sæland, hófust formlega í dag. Í gær hittust þær til að ræða málin, eftir að forseti Íslands veitti Kristrúnu, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar.
Fundur þeirra þriggja gekk að þeirra sögn vel, og grundvöllur til frekari viðræðna sem nú eru hafnar.