Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 4. desember 2024 16:03 Eiríkur segir að hægt sé að leggja upp með ákveðin markmið og það skipti miklu máli hversu niður njörvuð formenn flokkanna vilji hafa málefnin í þeim markmiðum. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir allan gang hafa verið á því í gegnum tíðina hversu langan tíma það hefur tekið fyrir flokka að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Það geti tekið daga, vikur eða mánuði. Hægt sé að horfa á málefnin eða setja sér markmið. „Það er misjafnt hversu ítarlegan stjórnarsáttmála ríkisstjórnir hafa gert með sér,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Hann segir að það séu dæmi um að það hafi tekið stuttan tíma að mynda ríkisstjórn og svo séu dæmi um að það hafi tekið nokkra mánuði. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hafa fundað í dag og halda því áfram á morgun.Vísir/Vilhelm „Það fer allt eftir því hvaða nálgun þær velja á viðfangsefnið hversu langan tíma þetta þarf að taka. Þetta eru alltaf einhverjar tvær til þrjár vikur sem svona tekur, en svo getur líka teygst úr því.“ Markmið og málefni Miðað við málefnin og stefnu flokkanna sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum segir Eiríkur að það skipti miklu máli hversu niður njörvað þær vilji hafa málin. „Það er líka hægt að leggja upp með tiltekin markmið sem eru þá ekkert sérstaklega útfærð,“ segir Eiríkur. Sé unnið þannig þurfi stjórnarmyndun ekki að taka svo langan tíma ef fólk nær saman „í prinsippinu.“ „Þetta snýst kannski fyrst og fremst um það. Hversu mikið traust er á milli formannanna og hvað þeir telja sig þurfa að njörva mikið niður málefnin.“ Hann segir lengst á milli hugmynda Flokks fólksins til dæmis og hugmynda hans um auknar bótagreiðslur og ýmislegt sem kynni að kalla á meiri útgjöld ríkisins. Svo Viðreisnar sem ekki hefur viljað auka við skattheimtu í landinu. Hægt að finna skapandi lausn „En það er alveg hægt að finna einhverja skapandi lausn á þessu og sú lausn getur jafnvel fundist á einum til tveimur dögum, einni til tveimur vikum eða mánuði. Það fer allt eftir því hvernig þeim vindur fram. Það er ekki til neitt skapalón fyrir þetta.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
„Það er misjafnt hversu ítarlegan stjórnarsáttmála ríkisstjórnir hafa gert með sér,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Hann segir að það séu dæmi um að það hafi tekið stuttan tíma að mynda ríkisstjórn og svo séu dæmi um að það hafi tekið nokkra mánuði. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hafa fundað í dag og halda því áfram á morgun.Vísir/Vilhelm „Það fer allt eftir því hvaða nálgun þær velja á viðfangsefnið hversu langan tíma þetta þarf að taka. Þetta eru alltaf einhverjar tvær til þrjár vikur sem svona tekur, en svo getur líka teygst úr því.“ Markmið og málefni Miðað við málefnin og stefnu flokkanna sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum segir Eiríkur að það skipti miklu máli hversu niður njörvað þær vilji hafa málin. „Það er líka hægt að leggja upp með tiltekin markmið sem eru þá ekkert sérstaklega útfærð,“ segir Eiríkur. Sé unnið þannig þurfi stjórnarmyndun ekki að taka svo langan tíma ef fólk nær saman „í prinsippinu.“ „Þetta snýst kannski fyrst og fremst um það. Hversu mikið traust er á milli formannanna og hvað þeir telja sig þurfa að njörva mikið niður málefnin.“ Hann segir lengst á milli hugmynda Flokks fólksins til dæmis og hugmynda hans um auknar bótagreiðslur og ýmislegt sem kynni að kalla á meiri útgjöld ríkisins. Svo Viðreisnar sem ekki hefur viljað auka við skattheimtu í landinu. Hægt að finna skapandi lausn „En það er alveg hægt að finna einhverja skapandi lausn á þessu og sú lausn getur jafnvel fundist á einum til tveimur dögum, einni til tveimur vikum eða mánuði. Það fer allt eftir því hvernig þeim vindur fram. Það er ekki til neitt skapalón fyrir þetta.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira