Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. desember 2024 15:03 Laufey Lín og Bjarki eru á lista yfir 30 einstaklinga undir 30 ára sem hafa skarað fram úr í tónlistarheiminum á árinu sem er að líða. Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. Laufey þarf vart að kynna er yngst til að hljóta Grammy-verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Í júlí var Laufey sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Sjá: Laufey Lín á lista Forbes Framúrskarandi tæknilausnir í tónlist Bjarki er einn af stofnendum tónlistar- og tæknifyrirtækisins Too lost, ásamt Gregory Hirschhorn og Alex Silverstein, sem gerir tónlistarmönnum kleift að spila og dreifa tónlist sinni á öllum helstu kerfum eins og Spotify, Apple Music, TikTok, Amazon Music og Meta rásum - og halda 100% af tekjum sínum. Too Lost býður tónlistarmönnum aðgang að ítarlegum greiningum á sölu-, streymi- og heildartekjugögnum á stafrænum vettvangi. Þjónustan gerir listamönnum einnig kleift að fá tekjur byggðar á frammistöðu þeirra, þar með talið greiðslum vegna höfundarréttar. Fyrirtækið byggir viðskipti sín á blöndu af áskriftum, fjármögnun þóknana, virkjun á stafrænum vettvangi og afgreiðslugjöldum. Þessar lausnir hafa gert Too Lost að arðbæru fyrirtæki, og samkvæmt fyrirtækinu námu heildartekjur þess 22 milljónir dala árið 2023. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í New York, með skrifstofum í Los Angeles, Barcelona og Reykjavík. Sjá: Too lost á lista Forbes Á listanum er einnig að finna þekkta tónlistarmenn á borð við Tyla, Zach Bryan og Shaboozey. Tónlist Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Laufey þarf vart að kynna er yngst til að hljóta Grammy-verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Í júlí var Laufey sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Sjá: Laufey Lín á lista Forbes Framúrskarandi tæknilausnir í tónlist Bjarki er einn af stofnendum tónlistar- og tæknifyrirtækisins Too lost, ásamt Gregory Hirschhorn og Alex Silverstein, sem gerir tónlistarmönnum kleift að spila og dreifa tónlist sinni á öllum helstu kerfum eins og Spotify, Apple Music, TikTok, Amazon Music og Meta rásum - og halda 100% af tekjum sínum. Too Lost býður tónlistarmönnum aðgang að ítarlegum greiningum á sölu-, streymi- og heildartekjugögnum á stafrænum vettvangi. Þjónustan gerir listamönnum einnig kleift að fá tekjur byggðar á frammistöðu þeirra, þar með talið greiðslum vegna höfundarréttar. Fyrirtækið byggir viðskipti sín á blöndu af áskriftum, fjármögnun þóknana, virkjun á stafrænum vettvangi og afgreiðslugjöldum. Þessar lausnir hafa gert Too Lost að arðbæru fyrirtæki, og samkvæmt fyrirtækinu námu heildartekjur þess 22 milljónir dala árið 2023. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í New York, með skrifstofum í Los Angeles, Barcelona og Reykjavík. Sjá: Too lost á lista Forbes Á listanum er einnig að finna þekkta tónlistarmenn á borð við Tyla, Zach Bryan og Shaboozey.
Tónlist Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira