Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2024 14:49 Verðlaunahafar ásamt forseta og formanni ÖBÍ. ÖBÍ Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fengu Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka sem veitt voru í morgun. Verðlaunin voru bæði veitt fyrir tímamótaverk í íslenskum atvinnuleikhúsum. Verðlaunahafi felldi tár og ljóð var ort í tilefni dagsins. Fjögur hlutu tilnefningu: Dagbjört Andrésdóttir Frumkvæði að vitundarvakningu um heilatengda sjónskerðingu. Fúsi, aldur og fyrri störf Höfundar: Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson. Leikverk sem markar tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi. Múlaborg Leiðandi leikskóli sem leggur áherslu á inngildingu fatlaðra barna og starfsfólks þar sem öll fá þess notið að læra, vinna og leika. Taktu flugið, beibí Höfundur: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir. Leikverk sem markar tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi. Það kom í hlut Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að tilkynna verðlaunin. Gleðin var mikil hjá Sigfúsi Sveinbirni, Fúsa, sem felldi tár þegar Halla las upp verðlaunahafa. Að neðan má sjá svipmyndir frá samkomunni þar sem gleðin var við völd. Atli Þór Þorvaldsson, fulltrúi dómnefndar, orti vísu um verðlaunahafana í tilefni dagsins: „Fatlaðir sjást varla á sviði svo hefur verið um hríð þau hafa því lokið upp hliði sem gefur vonir um betri tíð Hún yrkir og skrifar sögur Hreinskilnin er eins og högg Og listin er einlæg og fögur Við kynnum hér Kolbrúnu Dögg Hér er annar sem fer út úr húsi Hann veit vel hvar sín er þörf Það er meistarinn Fúsi Með aldur og fyrri störf Hvatningarverðlaun ÖBÍ eru veitt ár hvert á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. ÖBÍ réttindasamtök standa samhliða því að átakinu Upplýst samfélag, þar sem stofnanir og fyrirtæki um allt land eru hvött til að lýsa fjólubláu og sýna réttindabaráttu fatlaðs fólks þannig stuðning. Bíó Paradís hlaut verðlaunin í fyrra fyrir átak í aðgengismálum í víðum skilningi. Að neðan má sjá rökstuðning fyrir tilnefningunum fjórum. Dagbjört Andrésdóttir Dagbjört Andrésdóttir hefur staðið fyrir umfangsmikilli vitundarvakningu um heilatengda sjónskerðingu. Hún er einn höfunda heimildarmyndarinnar Acting Normal with CVI, en myndin fjallar um lífshlaup hennar og er fyrsta heimildarmyndinn sem gerð er um heilatengda sjónskerðingu í heiminum. Dagbjört, sem fékk fyrst greiningu á heilatengdri sjónskerðingu þegar hún var 26 ára gömul, hefur samhliða útgáfu myndarinnar veitt fjölda viðtala um heilatengda sjónskerðingu og bæði aukið vitund um skerðinguna og barist fyrir réttindum. Fúsi, aldur og fyrri störf (verðlaunahafi) Leiksýningin Fúsi, aldur og fyrri störf, markar tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi. Sýninguna skrifa frændurnir Sigfús Svanberg Sveinbjörnsson og Agnar Jón Egilsson en verkið fjallar um ævi hins fyrrnefnda. Þetta er í fyrsta sinn sem leikskáld og leikari með þroskahömlun leikur og semur eigið verk í íslensku atvinnuleikhúsi. Leikverkið hefur verið sýnt í Borgarleikhúsinu og víðar um land við mikla hrifningu áhorfenda og var tilnefnd til fjölda Grímuverðlauna árið 2024. Fúsi, aldur og fyrri störf, er sett upp í samstarfi við sviðsliðstaframleiðandann Monochrome og List án landamæra. Múlaborg Leikskólinn Múlaborg við Ármúla er leiðandi hvað varðar inngildingu í víðum skilningi. Skólastarfið er án aðgreiningar en þar eru bæði fötluð börn og starfsmenn og starfsfólk og börn af erlendum uppruna. Með inngildingu í fyrirrúmi og aðgreiningarlausu skólastarfi hefur Múlaborg tryggt leikskólaumhverfi þar sem öll fá notið sín. Taktu flugið, beibí (verðlaunahafi) Taktu flugið, beibí er fyrsta leikverk sviðshöfundarins Kolbrúnar Daggar Kristjánsdóttur sem sett er á svið í atvinnuleikhúsi. Kolbrún leikur sjálf í verkinu, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu, en það byggir á persónulegri reynslu og lífshlaupi höfundar. Leikverkið Taktu flugið, beibí markar kaflaskil enda eykur það sýnileika og bætir birtingarmyndir fatlaðs fólks í íslensku atvinnuleikhúsi. Kolbrún Dögg hefur um áratugaskeið barist fyrir aðgengismálum og öðrum réttindamálum fatlaðs fólks. Félagsmál Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Fjögur hlutu tilnefningu: Dagbjört Andrésdóttir Frumkvæði að vitundarvakningu um heilatengda sjónskerðingu. Fúsi, aldur og fyrri störf Höfundar: Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson. Leikverk sem markar tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi. Múlaborg Leiðandi leikskóli sem leggur áherslu á inngildingu fatlaðra barna og starfsfólks þar sem öll fá þess notið að læra, vinna og leika. Taktu flugið, beibí Höfundur: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir. Leikverk sem markar tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi. Það kom í hlut Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að tilkynna verðlaunin. Gleðin var mikil hjá Sigfúsi Sveinbirni, Fúsa, sem felldi tár þegar Halla las upp verðlaunahafa. Að neðan má sjá svipmyndir frá samkomunni þar sem gleðin var við völd. Atli Þór Þorvaldsson, fulltrúi dómnefndar, orti vísu um verðlaunahafana í tilefni dagsins: „Fatlaðir sjást varla á sviði svo hefur verið um hríð þau hafa því lokið upp hliði sem gefur vonir um betri tíð Hún yrkir og skrifar sögur Hreinskilnin er eins og högg Og listin er einlæg og fögur Við kynnum hér Kolbrúnu Dögg Hér er annar sem fer út úr húsi Hann veit vel hvar sín er þörf Það er meistarinn Fúsi Með aldur og fyrri störf Hvatningarverðlaun ÖBÍ eru veitt ár hvert á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. ÖBÍ réttindasamtök standa samhliða því að átakinu Upplýst samfélag, þar sem stofnanir og fyrirtæki um allt land eru hvött til að lýsa fjólubláu og sýna réttindabaráttu fatlaðs fólks þannig stuðning. Bíó Paradís hlaut verðlaunin í fyrra fyrir átak í aðgengismálum í víðum skilningi. Að neðan má sjá rökstuðning fyrir tilnefningunum fjórum. Dagbjört Andrésdóttir Dagbjört Andrésdóttir hefur staðið fyrir umfangsmikilli vitundarvakningu um heilatengda sjónskerðingu. Hún er einn höfunda heimildarmyndarinnar Acting Normal with CVI, en myndin fjallar um lífshlaup hennar og er fyrsta heimildarmyndinn sem gerð er um heilatengda sjónskerðingu í heiminum. Dagbjört, sem fékk fyrst greiningu á heilatengdri sjónskerðingu þegar hún var 26 ára gömul, hefur samhliða útgáfu myndarinnar veitt fjölda viðtala um heilatengda sjónskerðingu og bæði aukið vitund um skerðinguna og barist fyrir réttindum. Fúsi, aldur og fyrri störf (verðlaunahafi) Leiksýningin Fúsi, aldur og fyrri störf, markar tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi. Sýninguna skrifa frændurnir Sigfús Svanberg Sveinbjörnsson og Agnar Jón Egilsson en verkið fjallar um ævi hins fyrrnefnda. Þetta er í fyrsta sinn sem leikskáld og leikari með þroskahömlun leikur og semur eigið verk í íslensku atvinnuleikhúsi. Leikverkið hefur verið sýnt í Borgarleikhúsinu og víðar um land við mikla hrifningu áhorfenda og var tilnefnd til fjölda Grímuverðlauna árið 2024. Fúsi, aldur og fyrri störf, er sett upp í samstarfi við sviðsliðstaframleiðandann Monochrome og List án landamæra. Múlaborg Leikskólinn Múlaborg við Ármúla er leiðandi hvað varðar inngildingu í víðum skilningi. Skólastarfið er án aðgreiningar en þar eru bæði fötluð börn og starfsmenn og starfsfólk og börn af erlendum uppruna. Með inngildingu í fyrirrúmi og aðgreiningarlausu skólastarfi hefur Múlaborg tryggt leikskólaumhverfi þar sem öll fá notið sín. Taktu flugið, beibí (verðlaunahafi) Taktu flugið, beibí er fyrsta leikverk sviðshöfundarins Kolbrúnar Daggar Kristjánsdóttur sem sett er á svið í atvinnuleikhúsi. Kolbrún leikur sjálf í verkinu, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu, en það byggir á persónulegri reynslu og lífshlaupi höfundar. Leikverkið Taktu flugið, beibí markar kaflaskil enda eykur það sýnileika og bætir birtingarmyndir fatlaðs fólks í íslensku atvinnuleikhúsi. Kolbrún Dögg hefur um áratugaskeið barist fyrir aðgengismálum og öðrum réttindamálum fatlaðs fólks.
Félagsmál Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira