Komst í jólaskapið í september Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. desember 2024 07:02 Margrét Katrín Guttormsdóttir sá um að hanna jólaskrautið fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur í ár. Hjördís Jónsdóttir Textíllistakonan og dansarinn Margrét Katrín Guttormsdóttir ber marga listræna hatta. Hún fékk það jólalega og skemmtilega verkefni að hanna jólaskrautið fyrir jólatréð hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk og segir óumflýjanlegt að komast í jólaskap við slíka vinnu. Hvað eru mörg jóla í því? Anda að sér hátíðarskapi Margrét Katrín Guttormsdóttir er listamaður Heiðmerkur í ár en hvert ár er listamaður tilnefndur til að skreyta einstakt jólamarkaðstré Heiðmerkur sem prýðir jólaþorpið við Elliðavatnsbæ. Blaðamaður ræddi við Margréti um verkefnið. „Hjördís Jónsdóttir, viðburða- og jólamarkaðsstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, sér um að skipuleggja jólamarkaðinn í Heiðmörk sem skartar jólatrénu ásamt alls kyns fallegri list frá handverksfólki sem er til sölu. Sömuleiðis verða fullt af skemmtilegum viðburðum. Þannig það er hægt að mæta upp í Heiðmörk hverja helgi fyrir jól til þess að anda að sér hátíðaskapi. Hjördís hafði samband við mig og spurði hvort ég vildi vera sá listamaður sem skreytir jólamarkaðstréð í ár. Þetta tré er alveg frekar stórt svo þetta var ný og skemmtileg áskorun til að taka að sér.“ Margrét fór einstakar leiðir í hönnun sinni á jólaskrautinu.Margrét Katrín Guttormsdóttir Jólaskapið geri skammdegið bærilegra Hún segir að ferlið hafi sannarlega lífgað upp á hversdagsleikann. „Það að byrja snemma að búa til jólaskraut gerði haustið og skammdegið bærilegra. Ég byrjaði á því að mæta í Skógræktarfélag Reykjavíkur í Heiðmörk og fékk að læra margt um tré þar sem mig langaði að vinna með greinar sem gátu svignað og forma þær til. Þannig lærði ég að víðigreinar eru oft notaðar í að vefa körfur vegna sveiganleika, sem var ótrúlega spennandi efniviður fyrir textíllistakonu eins og mig. Þannig byrjaði ég að vinna með alls konar efnivið frá Heiðmörk og ég fór að prófa mig áfram að búa til skraut út frá greinum og garni og vefnaði.“ Margrét notaðist meðal annars við efnivið beint úr Heiðmörk.Hjördís Jónsdóttir Að sögn Margrétar er margt skemmtilegt sem stendur upp úr en þó sérstaklega þetta: „Það er jólaskapið sem ég hef komist í við að vinna þetta. Ég fékk hjálp frá fjölskyldu minni líka við að búa til skraut og það var ein skemmtilegasta jólastund sem ég hef átt. Sömuleiðis að mæta upp í Heiðmörk og sjá starfsemina þar, það var orðið jólalegt í september hjá þeim sem gaf mér svo mikla orku til þess að vinna þetta verkefni.“ Lærði að tjá listsköpun í gegnum hreyfingu Margrét hefur haft ástríðu fyrir list frá blautu barnsbeini. „Ég hef lengi verið í dansi og lærði þar að tjá listsköpun í gegnum hreyfingu sem hefur síðan yfirfærst í textíl. Ég fór í gegnum nokkur stig og skóla til að þora á endanum að fara í textílnám en ég fann mig mjög mikið þar og þaðan var ekki aftur snúið. Þar náði ég að finna leið til þess að nýta hreyfingar úr dansinum og textíl saman og síðan hef ég gert nokkur verk sem tengja akkúrat þessa tvo hluti saman,“ segir Margrét en hún gerði það meðal annars í lokaverkefni sínu úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands. Margrét skapar gjarnan í gegnum hreyfingu.Hjördís Jónsdóttir „Sniðugleikinn“ einkennandi Hún fer einstakar leiðir í sinni listsköpun og hefur fundið hálfgert nýyrði sem nær utan um það sem einkennir hana sem listakonu. „Það væri eins konar sniðugleiki, ef ég get notað það sem orð. Það heillar mig oft þegar hlutir fá nýtt hlutverk eða er breytt á einhvern hátt. Eins og vefnaður sem er snúinn, en ætti í raun að vera beinn eða grein í fullkomnu hringformi eins og ég notaði við jólaskrautið. Það er held ég eitthvað mjög mannlegt við það að vilja hafa áhrif á hlutina í kringum okkur og mér þykir gaman að vekja athygli á því.“ Margrét er mikið jólabarn og að lokum berst talið að hennar uppáhalds jólahefð. „Þær eru svo margar en kannski sú helsta er jólamyndir, bæði að horfa á einhverjar klassískar en líka prófa nýjar. Ég hef sérstaklega þurft að finna nýjar til þess að horfa á á meðan jólatrésskrautið var búið til. En ég held að það sé líka komin ný hefð núna og það er jólaföndrið með fjölskyldunni og búa til skraut saman, það gæti ekki verið betra.“ Hægt er að skoða listaverk Margrétar á Jólamarkaðinum í Heiðmörk. Jólamarkaðurinn er opinn allar aðventuhelgar fram að jólum milli klukkan 12-17 þar sem hægt er að fá sér íslenskt jólatré beint úr Heiðmörk, ylja sér við heitt kakó og nýristaðar möndlur í skóginum. Jól Menning Myndlist Tíska og hönnun Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Anda að sér hátíðarskapi Margrét Katrín Guttormsdóttir er listamaður Heiðmerkur í ár en hvert ár er listamaður tilnefndur til að skreyta einstakt jólamarkaðstré Heiðmerkur sem prýðir jólaþorpið við Elliðavatnsbæ. Blaðamaður ræddi við Margréti um verkefnið. „Hjördís Jónsdóttir, viðburða- og jólamarkaðsstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, sér um að skipuleggja jólamarkaðinn í Heiðmörk sem skartar jólatrénu ásamt alls kyns fallegri list frá handverksfólki sem er til sölu. Sömuleiðis verða fullt af skemmtilegum viðburðum. Þannig það er hægt að mæta upp í Heiðmörk hverja helgi fyrir jól til þess að anda að sér hátíðaskapi. Hjördís hafði samband við mig og spurði hvort ég vildi vera sá listamaður sem skreytir jólamarkaðstréð í ár. Þetta tré er alveg frekar stórt svo þetta var ný og skemmtileg áskorun til að taka að sér.“ Margrét fór einstakar leiðir í hönnun sinni á jólaskrautinu.Margrét Katrín Guttormsdóttir Jólaskapið geri skammdegið bærilegra Hún segir að ferlið hafi sannarlega lífgað upp á hversdagsleikann. „Það að byrja snemma að búa til jólaskraut gerði haustið og skammdegið bærilegra. Ég byrjaði á því að mæta í Skógræktarfélag Reykjavíkur í Heiðmörk og fékk að læra margt um tré þar sem mig langaði að vinna með greinar sem gátu svignað og forma þær til. Þannig lærði ég að víðigreinar eru oft notaðar í að vefa körfur vegna sveiganleika, sem var ótrúlega spennandi efniviður fyrir textíllistakonu eins og mig. Þannig byrjaði ég að vinna með alls konar efnivið frá Heiðmörk og ég fór að prófa mig áfram að búa til skraut út frá greinum og garni og vefnaði.“ Margrét notaðist meðal annars við efnivið beint úr Heiðmörk.Hjördís Jónsdóttir Að sögn Margrétar er margt skemmtilegt sem stendur upp úr en þó sérstaklega þetta: „Það er jólaskapið sem ég hef komist í við að vinna þetta. Ég fékk hjálp frá fjölskyldu minni líka við að búa til skraut og það var ein skemmtilegasta jólastund sem ég hef átt. Sömuleiðis að mæta upp í Heiðmörk og sjá starfsemina þar, það var orðið jólalegt í september hjá þeim sem gaf mér svo mikla orku til þess að vinna þetta verkefni.“ Lærði að tjá listsköpun í gegnum hreyfingu Margrét hefur haft ástríðu fyrir list frá blautu barnsbeini. „Ég hef lengi verið í dansi og lærði þar að tjá listsköpun í gegnum hreyfingu sem hefur síðan yfirfærst í textíl. Ég fór í gegnum nokkur stig og skóla til að þora á endanum að fara í textílnám en ég fann mig mjög mikið þar og þaðan var ekki aftur snúið. Þar náði ég að finna leið til þess að nýta hreyfingar úr dansinum og textíl saman og síðan hef ég gert nokkur verk sem tengja akkúrat þessa tvo hluti saman,“ segir Margrét en hún gerði það meðal annars í lokaverkefni sínu úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands. Margrét skapar gjarnan í gegnum hreyfingu.Hjördís Jónsdóttir „Sniðugleikinn“ einkennandi Hún fer einstakar leiðir í sinni listsköpun og hefur fundið hálfgert nýyrði sem nær utan um það sem einkennir hana sem listakonu. „Það væri eins konar sniðugleiki, ef ég get notað það sem orð. Það heillar mig oft þegar hlutir fá nýtt hlutverk eða er breytt á einhvern hátt. Eins og vefnaður sem er snúinn, en ætti í raun að vera beinn eða grein í fullkomnu hringformi eins og ég notaði við jólaskrautið. Það er held ég eitthvað mjög mannlegt við það að vilja hafa áhrif á hlutina í kringum okkur og mér þykir gaman að vekja athygli á því.“ Margrét er mikið jólabarn og að lokum berst talið að hennar uppáhalds jólahefð. „Þær eru svo margar en kannski sú helsta er jólamyndir, bæði að horfa á einhverjar klassískar en líka prófa nýjar. Ég hef sérstaklega þurft að finna nýjar til þess að horfa á á meðan jólatrésskrautið var búið til. En ég held að það sé líka komin ný hefð núna og það er jólaföndrið með fjölskyldunni og búa til skraut saman, það gæti ekki verið betra.“ Hægt er að skoða listaverk Margrétar á Jólamarkaðinum í Heiðmörk. Jólamarkaðurinn er opinn allar aðventuhelgar fram að jólum milli klukkan 12-17 þar sem hægt er að fá sér íslenskt jólatré beint úr Heiðmörk, ylja sér við heitt kakó og nýristaðar möndlur í skóginum.
Jól Menning Myndlist Tíska og hönnun Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira