Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. desember 2024 16:02 Formenn allra flokka á þingi hittu forsetann á Bessastöðum í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar hefur lagt til að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, fái umboð til stjórnarmyndunar. Inga Sæland segist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð telur eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fundaði í dag með formönnum allra flokka sem náðu inn á þing í alþingiskosningunum á laugardag. Dagurinn hófst klukkan níu með Kristrúnu Frostadóttir og lauk svo með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Halla fundaði með formönnum í þeirri röð eftir því hve marga þingmenn flokkarnir náðu inn. „Þetta var rosalega góður fundur okkar á milli,“ sagði Kristrún að loknum fundi hennar með Höllu. Fyrir fundinn sagði hún við fréttamenn að það væru mörg tækifæri í niðurstöðum kosninganna og að þær væru „ótrúlega áhugaverðar“. Samfylkingin er stærst flokka á þingi eftir kosningarnar með fimmtán þingmenn og 20,8 prósent atkvæða. Kristrún sagðist hafa rætt stöðuna í stjórnmálum við Höllu og þá sérstaklega ákall kjósenda um breytingar. „Ég held það hljóti allir að sjá það að þjóðin er að kalla eftir skýrum breytingum.“ Hún vildi ekkert segja til um það hvort hún fengi umboðið. Eðlilegt væri að forsetinn myndi ræða við alla formennina fyrst. „Við þurfum líka að leyfa þessum samtölum að eiga sér stað. Mér finnst það mjög eðlilegt,“ sagði Kristrún. Lykilatriði að ríkisstjórnin sé samhent Hún sagði lykilatriði að það verði mynduð samhent ríkisstjórn sem geti komist áfram með sín mál. Kristrún sagðist treysta forsetanum til að meta hvað væri eðlilegt. „Við höfum rætt ýmislegt,“ sagði Kristrún spurð um það hvort hún hafi hitt aðra formenn. Þau hafi hist í útsendingu og svo hafi þau rætt saman í síma. Dagurinn muni leiða næstu skref í ljós en það hafi verið augljóst ákall hjá kjósendum um breytingar. Verður að geta unnið með umboðið Að loknum fundi Höllu og Kristrúnar kom Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins á fund forseta. Flokkur hans er annar stærsti flokkurinn á þingi með 19,4 prósenta fylgi og 14 þingmenn. Hann sagði gott fyrir forsetann og formenn að geta talað saman. Hann sagðist ekki leggja sérstakt kapp á það að hann fái stjórnarmyndunarumboðið fyrstur. „Það er ekkert unnið með því í sjálfu sér að sækjast eftir því og sitja uppi með umboðið og geta svo ekkert gert með það,“ sagði Bjarni. Að sama skapi sagði hann þann sem væri með umboðið ekkert betur settan ef einhverjir aðrir myndu mynda meirihluta á sama tíma. Það þurfi að huga að praktískum atriðum og formsatriðum. „En við erum auðvitað tilbúin að axla þá ábyrgð sem fylgir því að vera stór flokkur á þinginu.“ Bjarni sagði Sjálfstæðisflokkinn tilbúinn að axla þá ábyrgð að vera annar stærsti flokkurinn á þingi.Vísir/Vilhelm Hann sagðist ekki hafa lagt til sérstakt stjórnarmynstur á fundi sínum með Höllu en þau hafi farið yfir niðurstöðuna saman og hvaða möguleikar séu í stöðunni. Það hafi gagnast þeim báðum. Þau hafi svo ætlað að vera í sambandi aftur síðar en sagði enga tímasetningu ákveðna. Kristrún fái umboðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kom næst og sagði eftir fund sinn með Höllu að hún hefði lagt til að Kristrún fengi umboð til að mynda ríkisstjórn. Hún sagði nýjan þingflokk sinn styðja þessa tillögu. Viðreisn er þriðji stærsti flokkurinn á þingi með 11 þingmenn og 15,8 prósent atkvæða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vonar að hægt verði að mynda samhenta ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm „Mín skilaboð til forseta voru að Kristrún ætti að fá stjórnarmyndunarumboðið,“ sagði Þorgerður Katrín að loknum fundinum. Hún sagði samband þeirra Kristrúnar gott og að hún vonaðist til þess að þær gætu myndað sterka ríkisstjórn. Það komi svo síðar í ljós hvaða flokkur komi með en þær hafa ekki meirihluta í tveggja flokka stjórn. „Við ætlum vonandi að reyna að mynda sterka og samhenta ríkisstjórn.“ Þorgerður sagðist bjartsýn fyrir viðræðunum. „Ég sé þarna ákveðið mynstur af ríkisstjórn sem hægt er að mynda,“ sagði Þorgerður og vildi ekkert gefa upp hvort það væri til hægri eða vinstri. Treystir Kristrúnu fullkomlega Eftir það var tekið stutt hlé í hádeginu en Inga Sæland formaður Flokks fólksins kom á fund forsetans að því loknu. Flokkur hennar er fjórði stærsti flokkur landsins með 13,8 prósent atkvæða og tíu þingmenn. Inga sagði alltaf yndislegt að hitta forsetann. „Ég treysti Kristrúnu fullkomlega,“ sagði Inga um það hvort Kristrún eigi að fá umboðið. Samfylkingin hafi fengið flest atkvæði og eðlilegt að boltinn byrji hjá flokknum. Hún sagði þær þrjár ekki hafa hist saman til að ræða saman formlega en þær hafi átt í óformlegum samtölum. Inga Sæland ræddi við Höllu Tómasdóttur á Bessastöðum í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta er allt í mótun eins og staðan er í dag,“ sagði Inga. Það væri ábyrgðarlaust að „blaðra“ meira um það en gaf þó í skyn að eitthvað myndi mögulega gerast fljótlega. „Það eina sem mér leiðist eru þessi hallærisleg skilaboð um að Flokkur fólksins sé ekki stjórntækur. Við erum tíu manna gullfallegur, glæsilegur þingflokkur hlaðinn af reynslumiklu og menntuðu og flottu fólki í allar áttir. Ég held að það sé ástæðulaus ótti að við séum ekki fædd tilbúin.“ Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kom næstur, næstsíðastur, á fund forseta. Flokkurinn fékk 12,1 prósent atkvæða og átta þingmenn, fimm fleirum en voru á síðasta þingi. Sigmundur sagði sín skilaboð til forsetans að það sé vel hægt að mynda ríkisstjórn. Þá sagði hann eðlilegt að Kristrún fengi að spreyta sig fyrst. Flokkur hennar væri stærstur og hefði bætt mestu við sig. Sigmundur ræddi við fréttamenn áður en hann hélt á fund sinn með forsetanum.Vísir/Vilhelm Hann sagðist þó vel undirbúinn að sitja í ríkisstjórn sjálfur. Hann sagði Höllu hafa spurt um málefni í stjórnarmyndunarviðræðum og hvaða málefni geti verið stærsta hindrunin. Hann segist ekki hafa gert tilkall til umboðsins. „Ég gerði ekki tilkall til þess en nefndi að ég teldi mig geta náð fólki saman í stjórn. En sýndi því skilning ef hún ætlaði að byrja á því að fela formanni stærsta flokksins umboðið.“ Niðurstaðan augljós Sigurður Ingi Jóhannsson kom á Bessastaði á sama tíma og Sigmundur fór. Sigurður Ingi leiðir minnsta flokkinn á þingi en Framsóknarflokkurinn fékk 7,8 prósent atkvæða og fimm þingmenn. „Mér sýnist niðurstöður kosninganna augljósar. Að menn vilji fá Samfylkingu, Viðreisn og Flokk fólksins í ríkisstjórn,“ sagði Sigurður Ingi og að það sé líklegt að Framsókn sé á leið í stjórnarandstöðu. „Það eru skilaboðin,“ sagði Sigurður Ingi og hélt svo inn til forsetans. Sigurður Ingi ítrekaði eftir fund sinn með forseta það sem hann sagði fyrir hann. Það væri ákall frá kjósendum um ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það séu aðrir möguleikar á stjórn í boði en skýrast sé ákall um þessa ríkisstjórn. Hann segir þingflokk Framsóknar ekki hafa hist en þau hafi rætt saman. Þau verði í stjórnarandstöðu. Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fundaði í dag með formönnum allra flokka sem náðu inn á þing í alþingiskosningunum á laugardag. Dagurinn hófst klukkan níu með Kristrúnu Frostadóttir og lauk svo með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Halla fundaði með formönnum í þeirri röð eftir því hve marga þingmenn flokkarnir náðu inn. „Þetta var rosalega góður fundur okkar á milli,“ sagði Kristrún að loknum fundi hennar með Höllu. Fyrir fundinn sagði hún við fréttamenn að það væru mörg tækifæri í niðurstöðum kosninganna og að þær væru „ótrúlega áhugaverðar“. Samfylkingin er stærst flokka á þingi eftir kosningarnar með fimmtán þingmenn og 20,8 prósent atkvæða. Kristrún sagðist hafa rætt stöðuna í stjórnmálum við Höllu og þá sérstaklega ákall kjósenda um breytingar. „Ég held það hljóti allir að sjá það að þjóðin er að kalla eftir skýrum breytingum.“ Hún vildi ekkert segja til um það hvort hún fengi umboðið. Eðlilegt væri að forsetinn myndi ræða við alla formennina fyrst. „Við þurfum líka að leyfa þessum samtölum að eiga sér stað. Mér finnst það mjög eðlilegt,“ sagði Kristrún. Lykilatriði að ríkisstjórnin sé samhent Hún sagði lykilatriði að það verði mynduð samhent ríkisstjórn sem geti komist áfram með sín mál. Kristrún sagðist treysta forsetanum til að meta hvað væri eðlilegt. „Við höfum rætt ýmislegt,“ sagði Kristrún spurð um það hvort hún hafi hitt aðra formenn. Þau hafi hist í útsendingu og svo hafi þau rætt saman í síma. Dagurinn muni leiða næstu skref í ljós en það hafi verið augljóst ákall hjá kjósendum um breytingar. Verður að geta unnið með umboðið Að loknum fundi Höllu og Kristrúnar kom Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins á fund forseta. Flokkur hans er annar stærsti flokkurinn á þingi með 19,4 prósenta fylgi og 14 þingmenn. Hann sagði gott fyrir forsetann og formenn að geta talað saman. Hann sagðist ekki leggja sérstakt kapp á það að hann fái stjórnarmyndunarumboðið fyrstur. „Það er ekkert unnið með því í sjálfu sér að sækjast eftir því og sitja uppi með umboðið og geta svo ekkert gert með það,“ sagði Bjarni. Að sama skapi sagði hann þann sem væri með umboðið ekkert betur settan ef einhverjir aðrir myndu mynda meirihluta á sama tíma. Það þurfi að huga að praktískum atriðum og formsatriðum. „En við erum auðvitað tilbúin að axla þá ábyrgð sem fylgir því að vera stór flokkur á þinginu.“ Bjarni sagði Sjálfstæðisflokkinn tilbúinn að axla þá ábyrgð að vera annar stærsti flokkurinn á þingi.Vísir/Vilhelm Hann sagðist ekki hafa lagt til sérstakt stjórnarmynstur á fundi sínum með Höllu en þau hafi farið yfir niðurstöðuna saman og hvaða möguleikar séu í stöðunni. Það hafi gagnast þeim báðum. Þau hafi svo ætlað að vera í sambandi aftur síðar en sagði enga tímasetningu ákveðna. Kristrún fái umboðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kom næst og sagði eftir fund sinn með Höllu að hún hefði lagt til að Kristrún fengi umboð til að mynda ríkisstjórn. Hún sagði nýjan þingflokk sinn styðja þessa tillögu. Viðreisn er þriðji stærsti flokkurinn á þingi með 11 þingmenn og 15,8 prósent atkvæða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vonar að hægt verði að mynda samhenta ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm „Mín skilaboð til forseta voru að Kristrún ætti að fá stjórnarmyndunarumboðið,“ sagði Þorgerður Katrín að loknum fundinum. Hún sagði samband þeirra Kristrúnar gott og að hún vonaðist til þess að þær gætu myndað sterka ríkisstjórn. Það komi svo síðar í ljós hvaða flokkur komi með en þær hafa ekki meirihluta í tveggja flokka stjórn. „Við ætlum vonandi að reyna að mynda sterka og samhenta ríkisstjórn.“ Þorgerður sagðist bjartsýn fyrir viðræðunum. „Ég sé þarna ákveðið mynstur af ríkisstjórn sem hægt er að mynda,“ sagði Þorgerður og vildi ekkert gefa upp hvort það væri til hægri eða vinstri. Treystir Kristrúnu fullkomlega Eftir það var tekið stutt hlé í hádeginu en Inga Sæland formaður Flokks fólksins kom á fund forsetans að því loknu. Flokkur hennar er fjórði stærsti flokkur landsins með 13,8 prósent atkvæða og tíu þingmenn. Inga sagði alltaf yndislegt að hitta forsetann. „Ég treysti Kristrúnu fullkomlega,“ sagði Inga um það hvort Kristrún eigi að fá umboðið. Samfylkingin hafi fengið flest atkvæði og eðlilegt að boltinn byrji hjá flokknum. Hún sagði þær þrjár ekki hafa hist saman til að ræða saman formlega en þær hafi átt í óformlegum samtölum. Inga Sæland ræddi við Höllu Tómasdóttur á Bessastöðum í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta er allt í mótun eins og staðan er í dag,“ sagði Inga. Það væri ábyrgðarlaust að „blaðra“ meira um það en gaf þó í skyn að eitthvað myndi mögulega gerast fljótlega. „Það eina sem mér leiðist eru þessi hallærisleg skilaboð um að Flokkur fólksins sé ekki stjórntækur. Við erum tíu manna gullfallegur, glæsilegur þingflokkur hlaðinn af reynslumiklu og menntuðu og flottu fólki í allar áttir. Ég held að það sé ástæðulaus ótti að við séum ekki fædd tilbúin.“ Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kom næstur, næstsíðastur, á fund forseta. Flokkurinn fékk 12,1 prósent atkvæða og átta þingmenn, fimm fleirum en voru á síðasta þingi. Sigmundur sagði sín skilaboð til forsetans að það sé vel hægt að mynda ríkisstjórn. Þá sagði hann eðlilegt að Kristrún fengi að spreyta sig fyrst. Flokkur hennar væri stærstur og hefði bætt mestu við sig. Sigmundur ræddi við fréttamenn áður en hann hélt á fund sinn með forsetanum.Vísir/Vilhelm Hann sagðist þó vel undirbúinn að sitja í ríkisstjórn sjálfur. Hann sagði Höllu hafa spurt um málefni í stjórnarmyndunarviðræðum og hvaða málefni geti verið stærsta hindrunin. Hann segist ekki hafa gert tilkall til umboðsins. „Ég gerði ekki tilkall til þess en nefndi að ég teldi mig geta náð fólki saman í stjórn. En sýndi því skilning ef hún ætlaði að byrja á því að fela formanni stærsta flokksins umboðið.“ Niðurstaðan augljós Sigurður Ingi Jóhannsson kom á Bessastaði á sama tíma og Sigmundur fór. Sigurður Ingi leiðir minnsta flokkinn á þingi en Framsóknarflokkurinn fékk 7,8 prósent atkvæða og fimm þingmenn. „Mér sýnist niðurstöður kosninganna augljósar. Að menn vilji fá Samfylkingu, Viðreisn og Flokk fólksins í ríkisstjórn,“ sagði Sigurður Ingi og að það sé líklegt að Framsókn sé á leið í stjórnarandstöðu. „Það eru skilaboðin,“ sagði Sigurður Ingi og hélt svo inn til forsetans. Sigurður Ingi ítrekaði eftir fund sinn með forseta það sem hann sagði fyrir hann. Það væri ákall frá kjósendum um ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það séu aðrir möguleikar á stjórn í boði en skýrast sé ákall um þessa ríkisstjórn. Hann segir þingflokk Framsóknar ekki hafa hist en þau hafi rætt saman. Þau verði í stjórnarandstöðu.
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02