Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. desember 2024 13:02 Bjarmi Fannar og Bjarni Snæbjörnsson voru að festa kaup á blómabúð. Instagram @bjarmii „Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar vöruhönnuður. Hann og eiginmaður hans Bjarni Snæbjörnsson, leikari og leikstjóri, tóku Svartan föstudag í nýjar hæðir og keyptu heila blómabúð. Hjónin giftu sig 21. júní síðastliðinn. Á Instagram færslu skrifar Bjarmi Fannar: „Svartur föstudagur. Allir að kaupa sér eitthvað fallegt. Við keyptum okkur blómabúð.“ Blómabúðin ber heitið Hæ Blóm, er staðsett í Efstalandi 26 og opnar í janúar. View this post on Instagram A post shared by H Æ B L Ó M 」 (@hae.blom) Blaðamaður ræddi við Bjarma sem segir að hugmyndin hafi kviknað snemma í janúar þegar hann var staddur í hugleiðslutíma á Balí. „Nafnið kom til mín eins og hugljómun og frá þeirri stundu fór eitthvað út í alheiminn,“ segir Bjarmi. Hæ Blóm opnar í janúar.Instagram Blóm hafa alla tíð átt mjög sérstakan stað í hjarta hans og fór hann alla leið með ástríðuna. „Þegar ég lærði blómskreytirinn í miðjum heimsfaraldri sá ég möguleikann á að sameina ástríðu mína fyrir vöruhönnun og blómahönnun. Þetta ævintýri hófst þó fyrir tilstilli góðs vinar okkar Bjarna. Hann hafði samband og eiginlega sagði mér að kaupa blómabúð vinkonu sinnar, núverandi eiganda Blómasmiðjunnar í Grímsbæ, sem var að leita að nýjum eiganda. Ég leyfði hugmyndinni að marenerast í nokkra daga og sá fyrir mér allt sem Hæ Blóm gæti orðið en ég var líka hræddur við að stíga svona langt út fyrir þægindarammann. Án hvatningar frá Bjarna hefði ég líklega aldrei tekið þetta skref. Ég ákvað að treysta tilfinningunni og fylgja innsæinu. Ég sagði upp starfi mínu hjá Icelandair og tók stökkið. Svo áður en ég veit af vorum við búnir að skrifa undir kaupsamninginn og við fáum afhent núna 1. janúar.“ Það getur verið erfitt að skipuleggja drauma sína fram í tímann. „Blómabúð hefur lengi verið á draumalistanum mínum en þó frekar sem fimmtán ára framtíðaráætlun. Þegar tækifærið kom til mín svona óvænt vissi ég að ég gæti ekki sleppt því. Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar að lokum. Blóm Verslun Hinsegin Reykjavík Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Hjónin giftu sig 21. júní síðastliðinn. Á Instagram færslu skrifar Bjarmi Fannar: „Svartur föstudagur. Allir að kaupa sér eitthvað fallegt. Við keyptum okkur blómabúð.“ Blómabúðin ber heitið Hæ Blóm, er staðsett í Efstalandi 26 og opnar í janúar. View this post on Instagram A post shared by H Æ B L Ó M 」 (@hae.blom) Blaðamaður ræddi við Bjarma sem segir að hugmyndin hafi kviknað snemma í janúar þegar hann var staddur í hugleiðslutíma á Balí. „Nafnið kom til mín eins og hugljómun og frá þeirri stundu fór eitthvað út í alheiminn,“ segir Bjarmi. Hæ Blóm opnar í janúar.Instagram Blóm hafa alla tíð átt mjög sérstakan stað í hjarta hans og fór hann alla leið með ástríðuna. „Þegar ég lærði blómskreytirinn í miðjum heimsfaraldri sá ég möguleikann á að sameina ástríðu mína fyrir vöruhönnun og blómahönnun. Þetta ævintýri hófst þó fyrir tilstilli góðs vinar okkar Bjarna. Hann hafði samband og eiginlega sagði mér að kaupa blómabúð vinkonu sinnar, núverandi eiganda Blómasmiðjunnar í Grímsbæ, sem var að leita að nýjum eiganda. Ég leyfði hugmyndinni að marenerast í nokkra daga og sá fyrir mér allt sem Hæ Blóm gæti orðið en ég var líka hræddur við að stíga svona langt út fyrir þægindarammann. Án hvatningar frá Bjarna hefði ég líklega aldrei tekið þetta skref. Ég ákvað að treysta tilfinningunni og fylgja innsæinu. Ég sagði upp starfi mínu hjá Icelandair og tók stökkið. Svo áður en ég veit af vorum við búnir að skrifa undir kaupsamninginn og við fáum afhent núna 1. janúar.“ Það getur verið erfitt að skipuleggja drauma sína fram í tímann. „Blómabúð hefur lengi verið á draumalistanum mínum en þó frekar sem fimmtán ára framtíðaráætlun. Þegar tækifærið kom til mín svona óvænt vissi ég að ég gæti ekki sleppt því. Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar að lokum.
Blóm Verslun Hinsegin Reykjavík Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira