Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 13:42 Jónína Björk er aldursforseti þingsins. Hún var síðust inn sem jöfnunarþingmaður. Hún segir engan vita sína ævina fyrr en öll er. Fyrir aftan hana á myndinni má sjá móta fyrir Birgi Þórarinssyni Sjálfstæðisflokki og Björn Leví Gunnarsson Pírötum. Þeir munu ekki sitja á komandi þingi. vísir/vilhelm Aldursforsetinn á næsta þingi, sú sem kom inn síðust sem jöfnunarþingmaður í Suðvestur, er Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Flokk fólksins. Hún segist ekki hafa séð þetta fyrir. „Já, svona gerast kaupin á eyrinni. Guðmundur Ingi Kristinsson (oddviti flokksins í kjördæminu) var viss um það, í alla nótt, að ég væri inni. Hann sagði að ekki væri búið að telja atkvæði dvalar- og hjúkrunarheimilanna þar sem ég hef unnið í 25 ár. Og svo félagsmiðstöðin sem ég kom á fót í Hafnarfirði. Fólk sem var ágætlega á sig komið en er nú komið inn á stofnun,“ segir Jónína Ósk í samtali við blaðamann Vísis. Grátlegt viðhorf hjá unga fólkinu Jónína Björk segir það blasa við að þetta sé sá málaflokkur sem hún muni berjast fyrir eftir sem áður, það hafi hún gert í baráttunni og með greinaskrifum. Og ekki sé vanþörf á. Hún segir þennan aldursflokk útundan í samfélaginu. „Þegar þú ert orðin 65 ára, ekki búin að ná ellilífeyrissaldri þá er þetta fólk er skilið eftir alls staðar og ýtt út í horn. Það er talað um að það hafi hvorki vitsmunanlega né líkamlega getu til að gera hlutina. Þetta viðhorf má greina hjá unga fólkinu - sem er grátlegt.“ Jónína Björk segir einhvers staðar vitlaust forgangsraðað. Þetta sé fólk sem hafi byggt upp landið með haka og skóflu en þegar tæknin er komin sé allt í óefni. Ólafsfjörður vagga Flokks fólksins Hún er nú aldursforsetinn á þinginu en hún lætur það ekki vefjast fyrir sér. „Já, ég er 71 og verð 72 í janúar. Þetta hellist fljótt yfir mann þó maður sé í fullri vinnu og hlaupandi út og suður. Það er töggur í okkur utanbæjarfólkinu.“ Jónína Björk segist Akureyringur en hún bjó í 26 ár á Ólafsfirði, sem er einskonar vagga Flokks fólksins því þaðan er einnig Inga Sæland, formaður flokksins. Jónína Björk segir að á sínum tíma hafi hún verið búin að gefa það út að hún væri steinhætt í pólitík en Inga er fylgin sér.flokkur fólksins „Já, hún keypti sér hús í bakgarðinum hjá mér,“ segir Jónína Björk. Hún segist hafa verið í bæjarstjórn á Ólafsfirði og einhvern tíma hafi hún gefið það út að hún væri steinhætt í pólitíkinni. En þegar Inga stofnaði nýtt stjórnmálaafl var ekki að sökum að spyrja. Jónína segist fyrst hafa neitað umleitunum Ingu um að hún kæmi þar að málum en Inga sé fylgin sér. Viðreisn, Samfylking og Flokkur fólksins yrði söguleg stjórn En hvernig skilgreinir Jónína Björk Flokk fólksins, er hann hægri eða vinstri flokkur? „Ég hef alltaf sagt hvorki til hægri né vinstri. Hreyfingin var stofnuð um fátæk börn og aldraða. En þetta er svona, ef ég lít yfir þetta, þá er þetta mikið miðjufólk. Við værum sennilega kölluð félagshyggjufólk.“ En hvað sýnist henni um þá stjórn sem nú er helst nefnd: Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins? „Það yrði mjög söguleg ríkisstjórn. Formenn þessara flokka eru allt kvenmenn. En það er heilmikil málefnavinna fram undan. Evrópusambandið, við viljum við ekki sjá. Við sjáum fyrir okkur sæstreng og að missa frá okkur auðlindirnar. En, það þýðir auðvitað ekkert að tala um aðildarviðræður fyrr en við erum búin að ná stöðugleika í efnahagsmálum.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Tengdar fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. 1. desember 2024 10:13 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Já, svona gerast kaupin á eyrinni. Guðmundur Ingi Kristinsson (oddviti flokksins í kjördæminu) var viss um það, í alla nótt, að ég væri inni. Hann sagði að ekki væri búið að telja atkvæði dvalar- og hjúkrunarheimilanna þar sem ég hef unnið í 25 ár. Og svo félagsmiðstöðin sem ég kom á fót í Hafnarfirði. Fólk sem var ágætlega á sig komið en er nú komið inn á stofnun,“ segir Jónína Ósk í samtali við blaðamann Vísis. Grátlegt viðhorf hjá unga fólkinu Jónína Björk segir það blasa við að þetta sé sá málaflokkur sem hún muni berjast fyrir eftir sem áður, það hafi hún gert í baráttunni og með greinaskrifum. Og ekki sé vanþörf á. Hún segir þennan aldursflokk útundan í samfélaginu. „Þegar þú ert orðin 65 ára, ekki búin að ná ellilífeyrissaldri þá er þetta fólk er skilið eftir alls staðar og ýtt út í horn. Það er talað um að það hafi hvorki vitsmunanlega né líkamlega getu til að gera hlutina. Þetta viðhorf má greina hjá unga fólkinu - sem er grátlegt.“ Jónína Björk segir einhvers staðar vitlaust forgangsraðað. Þetta sé fólk sem hafi byggt upp landið með haka og skóflu en þegar tæknin er komin sé allt í óefni. Ólafsfjörður vagga Flokks fólksins Hún er nú aldursforsetinn á þinginu en hún lætur það ekki vefjast fyrir sér. „Já, ég er 71 og verð 72 í janúar. Þetta hellist fljótt yfir mann þó maður sé í fullri vinnu og hlaupandi út og suður. Það er töggur í okkur utanbæjarfólkinu.“ Jónína Björk segist Akureyringur en hún bjó í 26 ár á Ólafsfirði, sem er einskonar vagga Flokks fólksins því þaðan er einnig Inga Sæland, formaður flokksins. Jónína Björk segir að á sínum tíma hafi hún verið búin að gefa það út að hún væri steinhætt í pólitík en Inga er fylgin sér.flokkur fólksins „Já, hún keypti sér hús í bakgarðinum hjá mér,“ segir Jónína Björk. Hún segist hafa verið í bæjarstjórn á Ólafsfirði og einhvern tíma hafi hún gefið það út að hún væri steinhætt í pólitíkinni. En þegar Inga stofnaði nýtt stjórnmálaafl var ekki að sökum að spyrja. Jónína segist fyrst hafa neitað umleitunum Ingu um að hún kæmi þar að málum en Inga sé fylgin sér. Viðreisn, Samfylking og Flokkur fólksins yrði söguleg stjórn En hvernig skilgreinir Jónína Björk Flokk fólksins, er hann hægri eða vinstri flokkur? „Ég hef alltaf sagt hvorki til hægri né vinstri. Hreyfingin var stofnuð um fátæk börn og aldraða. En þetta er svona, ef ég lít yfir þetta, þá er þetta mikið miðjufólk. Við værum sennilega kölluð félagshyggjufólk.“ En hvað sýnist henni um þá stjórn sem nú er helst nefnd: Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins? „Það yrði mjög söguleg ríkisstjórn. Formenn þessara flokka eru allt kvenmenn. En það er heilmikil málefnavinna fram undan. Evrópusambandið, við viljum við ekki sjá. Við sjáum fyrir okkur sæstreng og að missa frá okkur auðlindirnar. En, það þýðir auðvitað ekkert að tala um aðildarviðræður fyrr en við erum búin að ná stöðugleika í efnahagsmálum.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Tengdar fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. 1. desember 2024 10:13 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Nú reynir á konurnar þrjár Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. 1. desember 2024 10:13