Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 08:21 Kylian Mbappe svekkir sig eftir að hafa klúðrað víti á móti Liverpool í Meistaradeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt Franska stórblaðið L'Équipe hefur miklar áhyggjur af besta fótboltamanni Frakka, það er manninum sem átti að vera einn sá besti í heimi en hefur hvorki verið fugl né fiskur á síðustu vikum. Hér er auðvitað verið að tala um framherjann Kylian Mbappé. Draumafélagsskiptin til Real Madrid hafa verið miklu nær martröð til þessa á tímabilinu. Leikurinn á móti Liverpool í Meistaradeildinni var ákveðinn lágpunktur fyrir leikmanninn en honum var haldið í skefjum í leiknum á Anfield á miðvikudagskvöldið. Mbappé klúðraði síðan vítaspyrnu þegar hann gat jafnað metin og komið sínu liði inn í leikinn. Myndin af Mbappé á haus fór út um allt enda frekar táknræn fyrir frammistöðu hans í leiknum. Auk þessa er stórstjörnulið Real Madrid aðeins í 24. sæti í Meistaradeildinni og þarf því nauðsynlega á miklu meira að halda frá Mbappé. Eitt eru vandræði Mbappé með Real Madrid liðinu en annað er það að hann hefur ekki verið með franska landsliðinu í síðustu verkefnum. Orðrómur var um að hann vildi ekki spila lengur fyrir landsliðsþjálfarann Didier Deschamps sem neitaði því sjálfur. Staðreyndin er þó sú að hann valdi ekki Mbappé í landsliðshópinn. Þjálfari hans hjá Real Madrid, Carlo Ancelotti, talar aftur á móti um það að leikmanninn skorti sjálfstraust. Hann hefur nánast eingöngu skorað mörkin sín úr vítum og nú er hann farinn að klúðra þeim leik. Útlitið er ekki bjart. L'Équipe sendir því frá sér ákall á forsíðu sinni í dag og kallar eftir því að þjálfarar Mbappé hjá bæði Real og franska landsliðinu sem og forseti Real Madrid bjargi hreinlega leikmanninum. Forsíðumyndin er af Mbappé með fyrrnefnda menn að baki sér. Fyrirsögnin er síðan: „Il faut sauver le joueur Mbappé“ eða „Við verðum að bjarga Mbappé“ á íslensku. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Hér er auðvitað verið að tala um framherjann Kylian Mbappé. Draumafélagsskiptin til Real Madrid hafa verið miklu nær martröð til þessa á tímabilinu. Leikurinn á móti Liverpool í Meistaradeildinni var ákveðinn lágpunktur fyrir leikmanninn en honum var haldið í skefjum í leiknum á Anfield á miðvikudagskvöldið. Mbappé klúðraði síðan vítaspyrnu þegar hann gat jafnað metin og komið sínu liði inn í leikinn. Myndin af Mbappé á haus fór út um allt enda frekar táknræn fyrir frammistöðu hans í leiknum. Auk þessa er stórstjörnulið Real Madrid aðeins í 24. sæti í Meistaradeildinni og þarf því nauðsynlega á miklu meira að halda frá Mbappé. Eitt eru vandræði Mbappé með Real Madrid liðinu en annað er það að hann hefur ekki verið með franska landsliðinu í síðustu verkefnum. Orðrómur var um að hann vildi ekki spila lengur fyrir landsliðsþjálfarann Didier Deschamps sem neitaði því sjálfur. Staðreyndin er þó sú að hann valdi ekki Mbappé í landsliðshópinn. Þjálfari hans hjá Real Madrid, Carlo Ancelotti, talar aftur á móti um það að leikmanninn skorti sjálfstraust. Hann hefur nánast eingöngu skorað mörkin sín úr vítum og nú er hann farinn að klúðra þeim leik. Útlitið er ekki bjart. L'Équipe sendir því frá sér ákall á forsíðu sinni í dag og kallar eftir því að þjálfarar Mbappé hjá bæði Real og franska landsliðinu sem og forseti Real Madrid bjargi hreinlega leikmanninum. Forsíðumyndin er af Mbappé með fyrrnefnda menn að baki sér. Fyrirsögnin er síðan: „Il faut sauver le joueur Mbappé“ eða „Við verðum að bjarga Mbappé“ á íslensku. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn