Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 23:03 Teikningar Alríkislögreglunnar byggðar á lýsingum af D.B. Cooper. FBI Fallhlíf hins alræmda D.B. Cooper er mögulega fundin. Um helgina voru liðin 53 ár frá því að Cooper stökk úr flugvél með 200 þúsund Bandaríkjadali í reiðufé eftir að hafa tekið flugáhöfn og farþega sem gísla. Um er að ræða eina óleysta flugránsmál í sögu Bandaríkjanna, en auðkenni hins svokallaða D.B. Coopers hefur aldrei orðið ljóst. Afkomendur manns í Wyoming telja föður sinn vera flugræningjan fræga. Sá maður var grunaður í málinu á sínum tíma. Vildi fallhlífar og peninga Þann 24. nóvember 1971 keypti þessi óþekkti maður flugmiða aðra leið frá Portland í Oregon-ríki til Seattle í Washington-ríki með Northwest Orient-flugfélaginu undir nafninu Dan Cooper. Skömmu eftir flugtak rétti maðurinn flugfreyju miða þar sem að sagði að hann hefði sprengju og sýndi henni skjalatösku sem innihélt víra og aðra óþekkta muni. Hann bað um fjórar fallhlífar og 200 þúsund Bandaríkjadali í tuttugu dala seðlum, og fékk það afhent við lendingu í Seattle. Þar fengu farþegarnir að komast frá borði, en Cooper heimtaði að nokkrir úr áhöfninni yrðu eftir og að vélin færi aftur í loftið, og myndi stefna til Mexíkóborgar. Talið er að Copper hafi stokkið úr vélinni að kvöldi þessa dags, einhversstaðar á milli Seattle og Reno í Nevada-ríki. Árið 1980 fannst lítill hluti peninganna í Columbia-ánni í Washington. Hluti þýfisins fannst í Columbia-ánni árið 1980.Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, lauk rannsókn sinni á málinu árið 2016 án þess að komast að niðurstöðu. Mál D.B. Coopers er eitt frægasta sakamál Bandaríkjanna, aðallega vegna þess hversu illa hefur gengið að komast að því hver flugræninginn er. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa um margra ára skeið sótt innblástur í ránið, og þá hafa óteljandi samsæriskenningar um málið orðið til. Áður grunaður í málinu Í fjölmiðlum vestanhafs er nú greint frá því að ný vísbending sé komin á borð alríkislögreglunnar. Um er að ræða fallhlíf sem fannst á heimili fjölskyldu Richard McCoy yngri, sem lést þremur árum eftir ránið fræga, en börnin hans telja að faðir þeirra hafi verið Cooper. Þau hafa haldið það um langa hríð, en vildu ekki bendla föður sinn við málið fyrr en nú vegna þess að þau grunaði að móðir þeirra væri samsek með einhverjum hætti. Hún lést árið 2020. McCoy þessi var grunaður af Alríkislögreglunni á sínum tíma. Það var vegna þess að í apríl 1972, fimm mánuðum eftir rán Coopers, framdi McCoy mjög álíkt flugrán en var gripinn af lögreglunni. Hann þótti þó passa illa við lýsingu áhafnarinnar af D.B. Cooper. Þrjár flugfreyjur sem voru í vélinni daginn örlagaríka 1971 fengu að sjá ljósmynd af McCoy og voru allar sammála um að hann væri ekki Cooper. McCoy fór í steininn vegna flugránsins sem hann framdi 1972. Hann slapp úr fangelsi en var skotinn til bana í byssubardaga við fulltrúa Alríkslögreglunnar árið 1974. Erlend sakamál Bandaríkin Einu sinni var... Fréttir af flugi Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Um er að ræða eina óleysta flugránsmál í sögu Bandaríkjanna, en auðkenni hins svokallaða D.B. Coopers hefur aldrei orðið ljóst. Afkomendur manns í Wyoming telja föður sinn vera flugræningjan fræga. Sá maður var grunaður í málinu á sínum tíma. Vildi fallhlífar og peninga Þann 24. nóvember 1971 keypti þessi óþekkti maður flugmiða aðra leið frá Portland í Oregon-ríki til Seattle í Washington-ríki með Northwest Orient-flugfélaginu undir nafninu Dan Cooper. Skömmu eftir flugtak rétti maðurinn flugfreyju miða þar sem að sagði að hann hefði sprengju og sýndi henni skjalatösku sem innihélt víra og aðra óþekkta muni. Hann bað um fjórar fallhlífar og 200 þúsund Bandaríkjadali í tuttugu dala seðlum, og fékk það afhent við lendingu í Seattle. Þar fengu farþegarnir að komast frá borði, en Cooper heimtaði að nokkrir úr áhöfninni yrðu eftir og að vélin færi aftur í loftið, og myndi stefna til Mexíkóborgar. Talið er að Copper hafi stokkið úr vélinni að kvöldi þessa dags, einhversstaðar á milli Seattle og Reno í Nevada-ríki. Árið 1980 fannst lítill hluti peninganna í Columbia-ánni í Washington. Hluti þýfisins fannst í Columbia-ánni árið 1980.Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, lauk rannsókn sinni á málinu árið 2016 án þess að komast að niðurstöðu. Mál D.B. Coopers er eitt frægasta sakamál Bandaríkjanna, aðallega vegna þess hversu illa hefur gengið að komast að því hver flugræninginn er. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa um margra ára skeið sótt innblástur í ránið, og þá hafa óteljandi samsæriskenningar um málið orðið til. Áður grunaður í málinu Í fjölmiðlum vestanhafs er nú greint frá því að ný vísbending sé komin á borð alríkislögreglunnar. Um er að ræða fallhlíf sem fannst á heimili fjölskyldu Richard McCoy yngri, sem lést þremur árum eftir ránið fræga, en börnin hans telja að faðir þeirra hafi verið Cooper. Þau hafa haldið það um langa hríð, en vildu ekki bendla föður sinn við málið fyrr en nú vegna þess að þau grunaði að móðir þeirra væri samsek með einhverjum hætti. Hún lést árið 2020. McCoy þessi var grunaður af Alríkislögreglunni á sínum tíma. Það var vegna þess að í apríl 1972, fimm mánuðum eftir rán Coopers, framdi McCoy mjög álíkt flugrán en var gripinn af lögreglunni. Hann þótti þó passa illa við lýsingu áhafnarinnar af D.B. Cooper. Þrjár flugfreyjur sem voru í vélinni daginn örlagaríka 1971 fengu að sjá ljósmynd af McCoy og voru allar sammála um að hann væri ekki Cooper. McCoy fór í steininn vegna flugránsins sem hann framdi 1972. Hann slapp úr fangelsi en var skotinn til bana í byssubardaga við fulltrúa Alríkslögreglunnar árið 1974.
Erlend sakamál Bandaríkin Einu sinni var... Fréttir af flugi Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira