Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 14:02 Lífeyrissjóður Verslunarmanna fór með málið beint í Hæstarétt. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur skorið á hnútinn í deilu Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og sjóðfélaga vegna meintrar eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri. Eignafærslan er lögmæt. Niðurstaðan var kveðin upp í Hæstarétti klukkan 14. Dómurinn hefur verið birtur og hann má lesa hér. Í samantekt á dóminum segir að Hæstiréttur hafi talið að að þótt lífeyrissjóðurinn hefði getað brugðist við breyttum lífslíkum sjóðfélaga sinna með öðrum hætti þá hefðu breytingarnar stefnt að lögmætu markmiði, byggst á málefnalegum sjónarmiðum og gætt hefði verið að jafnræði og meðalhófi. Að því virtu hafi þær verið taldar vera innan þess svigrúms sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna nýtur, þær hefðu haft stoð í lögum og væru ekki í andstöðu við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála Evrópu. Fjöldi lífeyrissjóða undir Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LIVE fæddur árið 1982 þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Lífeyrissjóðir brugðust við öldrun þjóðarinnar Breytingarnar fólust í að sjóðurinn var að sögn LIVE að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Fengu að sleppa Landsrétti Lífeyrissjóður Verslunarmanna óskaði eftir leyfi til þess að fá að skjóta málinu beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Í ákvörðun Hæstaréttar, sem tekin var í febrúar þessa árs, sagði að að virtum gögnum málsins yrði að líta svo á að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá væru ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið gætu í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar yrði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Uppfært klukkan 15:20. Dómur Hæstaréttar hefur nú verið birtur og fyrirsögn fréttarinnar breytt til að endurspegla betur forsendur hans. Dómsmál Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Niðurstaðan var kveðin upp í Hæstarétti klukkan 14. Dómurinn hefur verið birtur og hann má lesa hér. Í samantekt á dóminum segir að Hæstiréttur hafi talið að að þótt lífeyrissjóðurinn hefði getað brugðist við breyttum lífslíkum sjóðfélaga sinna með öðrum hætti þá hefðu breytingarnar stefnt að lögmætu markmiði, byggst á málefnalegum sjónarmiðum og gætt hefði verið að jafnræði og meðalhófi. Að því virtu hafi þær verið taldar vera innan þess svigrúms sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna nýtur, þær hefðu haft stoð í lögum og væru ekki í andstöðu við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála Evrópu. Fjöldi lífeyrissjóða undir Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LIVE fæddur árið 1982 þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Lífeyrissjóðir brugðust við öldrun þjóðarinnar Breytingarnar fólust í að sjóðurinn var að sögn LIVE að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Fengu að sleppa Landsrétti Lífeyrissjóður Verslunarmanna óskaði eftir leyfi til þess að fá að skjóta málinu beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Í ákvörðun Hæstaréttar, sem tekin var í febrúar þessa árs, sagði að að virtum gögnum málsins yrði að líta svo á að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá væru ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið gætu í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar yrði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Uppfært klukkan 15:20. Dómur Hæstaréttar hefur nú verið birtur og fyrirsögn fréttarinnar breytt til að endurspegla betur forsendur hans.
Dómsmál Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira