Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Jón Þór Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 17:37 Maðurinn hóf störf hjá Hagstofunni árið 2011 en var sagt upp eftir að hann leitaði uppi trúnaðarupplýsingar um samstarfsfólk sitt. Vísir/Sigurjón Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni Hagstofunnar 750 þúsund krónur auk vaxta vegna uppsagnar hans frá stofnuninni árið 2015. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Starfsmaðurinn var ráðinn til starfa hjá Hagstofunni árið 2011, en var sagt upp vegna meints brots við meðferð trúnaðarupplýsinga. Hann hafi notað svokallaðan staðgreiðslugrunn ríkisskattstjóra sem hann hafði aðgang að vegna starfs síns. Þar hafi hann leitað upp allar launagreiðslur Hagstofunnar. Þar hafi vantað inn ýmsar upplýsingar, en hann hafi sótt gögn af innra neti Hagstofunnar og keyrt saman upplýsingar og komist að því um hvaða starfsmenn væri að ræða. Starfsmaðurinn taldi að tölurnar sem hann aflaði sýndu fram á misræmi í launagreiðslum. Ætlaði að staðfesta orðróm Starfsmaðurinn óskaði eftir fundi með tveimur yfirmönnum sínum og sýndi þeim töflur sem hann útbjó úr gögnunum. Í kjölfarið var manninum gert ljóst að um trúnaðarbrot væri að ræða og að hann mætti búast við áminningu eða brottvikingu úr starfi. Eftir fundinn var honum gert að eyða gögnunum. Maðurinn útskýrði að helsta ástæða þess að hann hefði sótt upplýsingarnar væri til að staðfesta grun og orðróm um að starfsmannastjóri færi ekki rétt með laun starfsmanna. Hagstofustjóri svaraði og sagði að eingöngu mætti nota trúnaðargögn sem starfsmenn hefðu aðgang að til opinberrar hagskýrslugerðar. Þá væri áminning vægt úrræði enda væri um alvarlegt brot að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að maðurinn skyldi fara í launað leyfi í viku á meðan málið yrði skoðað frekar. Á meðan var aðgangi mannsins að tölvukerfi Hagstofunnar lokað og vinnutölvu hans tekin til skoðunar. Rannsókn á málinu fór fram innan stofnunarinnar og þótti hún leiða í ljós að hann hefði aflað upplýsinga um fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar. Þegar málið var talið upplýst var ákveðið að segja manninum upp störfum. Rannsakað sem sakamál Í kjölfarið kærði Hagstofan mál mannsins til Ríkissaksóknara sem sendi það til lögreglunnar og rannsakaði. Eftir rannsókn lögreglu fór málið til héraðssaksóknar sem sá ekki ástæðu til að ákæra manninn. Hagstofan kærði það til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurstöðuna. Maðurinn vildi fá greiddar 1,5 milljónir króna auk vaxta í miskabætur frá ríkinu vegna uppsagnarinnar. Hann sagði að ólöglega hefði verið staðið að uppsögninni og þá vildi hann líka bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsóknina. Hefðu átt að leyfa honum að bæta ráð sitt Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hefði með háttsemi sinni farið út fyrir heimildir sínar við meðferð trúnaðarupplýsinga og brotið skyldur sem á honum hvíldu. Í málinu liggi ekki annað fyrir en að maðurinn hafi verið að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en til að miðla þeirra til yfirmanna. Hagstofan hefði átt að veita manninum áminningu og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum var sagt upp störfum. Hins vegar þótti dómnum aðgerðir lögreglu réttlætanlegar. Líkt og áður segir er ríkinu gert að greiða manninum 750 þúsund krónur auk vaxta. Og þar að auki 900 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Persónuvernd Rekstur hins opinbera Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sjá meira
Starfsmaðurinn var ráðinn til starfa hjá Hagstofunni árið 2011, en var sagt upp vegna meints brots við meðferð trúnaðarupplýsinga. Hann hafi notað svokallaðan staðgreiðslugrunn ríkisskattstjóra sem hann hafði aðgang að vegna starfs síns. Þar hafi hann leitað upp allar launagreiðslur Hagstofunnar. Þar hafi vantað inn ýmsar upplýsingar, en hann hafi sótt gögn af innra neti Hagstofunnar og keyrt saman upplýsingar og komist að því um hvaða starfsmenn væri að ræða. Starfsmaðurinn taldi að tölurnar sem hann aflaði sýndu fram á misræmi í launagreiðslum. Ætlaði að staðfesta orðróm Starfsmaðurinn óskaði eftir fundi með tveimur yfirmönnum sínum og sýndi þeim töflur sem hann útbjó úr gögnunum. Í kjölfarið var manninum gert ljóst að um trúnaðarbrot væri að ræða og að hann mætti búast við áminningu eða brottvikingu úr starfi. Eftir fundinn var honum gert að eyða gögnunum. Maðurinn útskýrði að helsta ástæða þess að hann hefði sótt upplýsingarnar væri til að staðfesta grun og orðróm um að starfsmannastjóri færi ekki rétt með laun starfsmanna. Hagstofustjóri svaraði og sagði að eingöngu mætti nota trúnaðargögn sem starfsmenn hefðu aðgang að til opinberrar hagskýrslugerðar. Þá væri áminning vægt úrræði enda væri um alvarlegt brot að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að maðurinn skyldi fara í launað leyfi í viku á meðan málið yrði skoðað frekar. Á meðan var aðgangi mannsins að tölvukerfi Hagstofunnar lokað og vinnutölvu hans tekin til skoðunar. Rannsókn á málinu fór fram innan stofnunarinnar og þótti hún leiða í ljós að hann hefði aflað upplýsinga um fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar. Þegar málið var talið upplýst var ákveðið að segja manninum upp störfum. Rannsakað sem sakamál Í kjölfarið kærði Hagstofan mál mannsins til Ríkissaksóknara sem sendi það til lögreglunnar og rannsakaði. Eftir rannsókn lögreglu fór málið til héraðssaksóknar sem sá ekki ástæðu til að ákæra manninn. Hagstofan kærði það til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurstöðuna. Maðurinn vildi fá greiddar 1,5 milljónir króna auk vaxta í miskabætur frá ríkinu vegna uppsagnarinnar. Hann sagði að ólöglega hefði verið staðið að uppsögninni og þá vildi hann líka bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsóknina. Hefðu átt að leyfa honum að bæta ráð sitt Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hefði með háttsemi sinni farið út fyrir heimildir sínar við meðferð trúnaðarupplýsinga og brotið skyldur sem á honum hvíldu. Í málinu liggi ekki annað fyrir en að maðurinn hafi verið að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en til að miðla þeirra til yfirmanna. Hagstofan hefði átt að veita manninum áminningu og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum var sagt upp störfum. Hins vegar þótti dómnum aðgerðir lögreglu réttlætanlegar. Líkt og áður segir er ríkinu gert að greiða manninum 750 þúsund krónur auk vaxta. Og þar að auki 900 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Persónuvernd Rekstur hins opinbera Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sjá meira