„Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. nóvember 2024 18:05 Kári vill að Snorri horfist í augu við sjálfan sig sem frambjóðanda Miðflokksins. Myndin er samsett. Vísir/Vilhelm/Grafík Kári Stefánsson segir Snorra Másson, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vera búinn að koma sér út í erfiðar aðstæður. Snorri sé í flokki hverra stefnumál honum mislíkar og eigi erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig. Þetta segir Kári í skoðanagreininni „Það er allt í lagi að vera þú sjálfur“ sem birtist á Vísi fyrr í dag. Undirtitill greinarinnar er „Opið bréf til Snorra Mássonar“ og skrifar Kári undir bréfið sem aðdáandi Snorra, jafnt nú sem áður. Kári byrjar bréfið á að rifja upp þær aðstæður sem hafa reynst honum hvað erfiðastar og haft ófyrirsjáanleg áhrif á hann: kaup á nýjum skóm. Hann hafi fest kaup á fallegustu skóm sem hægt sé að ímynda sér og síðan lent í alls konar vanda eftir nokkur skref. Kári segist síðan hræddur að ergelsi Snorra út í Rúv sem birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum sé ein af birtingarmyndum þess að hann sé búinn að koma sér í nýjar aðstæður sem séu svo framandi að hann eigi erfitt með að þeim sé lýst af óháðum aðila. Verði að horfast í augu við sig sem frambjóðanda Miðflokks Kári vísar þar í myndband Miðflokksins sem birtist bæði á TikTok og X. Þar tekur Snorri fyrir umfjöllun Rúv um Miðflokkinn þar sem flokkurinn er sagður vera líklega lengst til hægri af flokkum á þingi. Snorri snýr myndbandinu á haus og segir Rúv líklega lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi. Hann svarar svo umfjöllun Rúv um stefnu Miðflokksins í hælisleitendamálum þar sem yfirlýsta stefna flokksins er sögð vera að enginn komi til landsins. Snorri segir að þarna sé ekki tekið fram að flokkurinn vilji hafa stjórn á málunum og bjóða fólki í raunverulegri neyð til landsins. Löguðum aðeins umfjöllunina ykkar @RUVfrettir pic.twitter.com/SriiYHVhBh— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 21, 2024 Kári segir að Snorra finnist vegið að flokknum en hins vegar sé það boðskapur Miðflokksins að engir hælisleitendur komi til landsins. Eðli Miðflokksins endurspeglist í þeim boðskap og segir Kári ljóst að Snorra finnist Rúv ekki hafa átt að segja frá því. „Snorri Másson þú verður að læra að horfast í augu við þig sem frambjóðanda Miðflokksins. Þú ert kominn í Miðflokkinn og mátt ekki láta í það skína að þér líki illa við stefnu hans með því að kvarta undan fjölmiðli sem segir frá henni,“ skrifar Kári. „Girtu þig nú í brók“ Einnig nefnir Kári hvernig Snorri gagnrýni það að Rúv segi að Miðflokkurinn hafi efasemdir um hnattræna hlýnun af mannavöldum og vilji draga úr öllum loftlagsaðgerðum sem þeir segi að skili engu. Kári er hræddur um að Snorri sé kominn út í erfiðar aðstæður.Vísir/Vilhelm „Það er ljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst það beinlínis árás á Miðflokkinn að segja frá þessu stefnumáli hans,“ skrifar Kári. Þá segir Kári að Snorri verði að sætta sig við að orð starfsmanns RÚV voru lögð honum í munn af Miðflokknum og segist Kári skíthræddur um að félagar Snorra í Miðflokknum fari að veitast að honum fyrir að mislíka við stefnuna. „Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er,“ skrifar Kári. Faðirinn vitjaði hans í draumi Loks rifjar Kári upp hvernig faðir hans, Stefán Jónsson alþingismaður, vitjaði hans í draumi í gær. Þeir hafi þar rætt um það hvernig stefnumál Miðflokksins valda Snorra sársauka. „Faðir minn svaraði því til að það væri nokkuð algengt að stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum flokka sem þeir væru í og þá gerðu þeir gjarnan annað af tvennu, skiptu um flokk eða kenndu RÚV um vandann,“ skrifar Kári. Stefán hafi síðan sagt: „Segðu honum að heimurinn sé eins og hann sé og það þýði ekkert fyrir hann að reyna að tala sig frá honum, endanlega sjá allir að um plat sé að ræða“ og beðið Kára um að færa Snorra eftirfarandi vísu: Platið aldrei er til neins ekkert býr til gaman horfðu nú á heiminn eins og heimurinn er í framan Stefán Jónsson starfaði hjá Ríkisútvarpinu frá 1946 til 1973. Hann var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið frá 1971 til 1974 og alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra 1974 til 1983.Alþingi Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi suður Fjölmiðlar Innflytjendamál Tengdar fréttir Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Opið bréf til Snorra MássonarSnorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. 25. nóvember 2024 16:12 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta segir Kári í skoðanagreininni „Það er allt í lagi að vera þú sjálfur“ sem birtist á Vísi fyrr í dag. Undirtitill greinarinnar er „Opið bréf til Snorra Mássonar“ og skrifar Kári undir bréfið sem aðdáandi Snorra, jafnt nú sem áður. Kári byrjar bréfið á að rifja upp þær aðstæður sem hafa reynst honum hvað erfiðastar og haft ófyrirsjáanleg áhrif á hann: kaup á nýjum skóm. Hann hafi fest kaup á fallegustu skóm sem hægt sé að ímynda sér og síðan lent í alls konar vanda eftir nokkur skref. Kári segist síðan hræddur að ergelsi Snorra út í Rúv sem birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum sé ein af birtingarmyndum þess að hann sé búinn að koma sér í nýjar aðstæður sem séu svo framandi að hann eigi erfitt með að þeim sé lýst af óháðum aðila. Verði að horfast í augu við sig sem frambjóðanda Miðflokks Kári vísar þar í myndband Miðflokksins sem birtist bæði á TikTok og X. Þar tekur Snorri fyrir umfjöllun Rúv um Miðflokkinn þar sem flokkurinn er sagður vera líklega lengst til hægri af flokkum á þingi. Snorri snýr myndbandinu á haus og segir Rúv líklega lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi. Hann svarar svo umfjöllun Rúv um stefnu Miðflokksins í hælisleitendamálum þar sem yfirlýsta stefna flokksins er sögð vera að enginn komi til landsins. Snorri segir að þarna sé ekki tekið fram að flokkurinn vilji hafa stjórn á málunum og bjóða fólki í raunverulegri neyð til landsins. Löguðum aðeins umfjöllunina ykkar @RUVfrettir pic.twitter.com/SriiYHVhBh— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 21, 2024 Kári segir að Snorra finnist vegið að flokknum en hins vegar sé það boðskapur Miðflokksins að engir hælisleitendur komi til landsins. Eðli Miðflokksins endurspeglist í þeim boðskap og segir Kári ljóst að Snorra finnist Rúv ekki hafa átt að segja frá því. „Snorri Másson þú verður að læra að horfast í augu við þig sem frambjóðanda Miðflokksins. Þú ert kominn í Miðflokkinn og mátt ekki láta í það skína að þér líki illa við stefnu hans með því að kvarta undan fjölmiðli sem segir frá henni,“ skrifar Kári. „Girtu þig nú í brók“ Einnig nefnir Kári hvernig Snorri gagnrýni það að Rúv segi að Miðflokkurinn hafi efasemdir um hnattræna hlýnun af mannavöldum og vilji draga úr öllum loftlagsaðgerðum sem þeir segi að skili engu. Kári er hræddur um að Snorri sé kominn út í erfiðar aðstæður.Vísir/Vilhelm „Það er ljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst það beinlínis árás á Miðflokkinn að segja frá þessu stefnumáli hans,“ skrifar Kári. Þá segir Kári að Snorri verði að sætta sig við að orð starfsmanns RÚV voru lögð honum í munn af Miðflokknum og segist Kári skíthræddur um að félagar Snorra í Miðflokknum fari að veitast að honum fyrir að mislíka við stefnuna. „Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er,“ skrifar Kári. Faðirinn vitjaði hans í draumi Loks rifjar Kári upp hvernig faðir hans, Stefán Jónsson alþingismaður, vitjaði hans í draumi í gær. Þeir hafi þar rætt um það hvernig stefnumál Miðflokksins valda Snorra sársauka. „Faðir minn svaraði því til að það væri nokkuð algengt að stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum flokka sem þeir væru í og þá gerðu þeir gjarnan annað af tvennu, skiptu um flokk eða kenndu RÚV um vandann,“ skrifar Kári. Stefán hafi síðan sagt: „Segðu honum að heimurinn sé eins og hann sé og það þýði ekkert fyrir hann að reyna að tala sig frá honum, endanlega sjá allir að um plat sé að ræða“ og beðið Kára um að færa Snorra eftirfarandi vísu: Platið aldrei er til neins ekkert býr til gaman horfðu nú á heiminn eins og heimurinn er í framan Stefán Jónsson starfaði hjá Ríkisútvarpinu frá 1946 til 1973. Hann var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið frá 1971 til 1974 og alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra 1974 til 1983.Alþingi
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi suður Fjölmiðlar Innflytjendamál Tengdar fréttir Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Opið bréf til Snorra MássonarSnorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. 25. nóvember 2024 16:12 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Opið bréf til Snorra MássonarSnorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. 25. nóvember 2024 16:12
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent