Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 16:12 Snorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. Ég hef farið með skóna heim í til þess gerðum kössum (skókössum) en þegar þangað er komið og ég hef dregið þá á fætur mér hef ég gjarnan lent í alls konar vanda eftir nokkur skref. Hælsæri er líklega algengastur vandinn og síðan þrengsli um vinstri fót framanverðan vegna vansköpunar sem gerir það að verkum að sá fóturinn ætti betur heima á önd en á manni. Og nú að ástæðu þess að ég sendi þér þetta bréf: Ég er hræddur um að ergelsi þitt út í RÚV sem þú tjáðir í hreyfimynd á samfélagsmiðli sé ein af birtingarmyndum þess að þú ert nú búinn að koma þér í nýjar aðstæður og svo framandi að þú átt erfitt með að sætta þig við þær þegar þeim er lýst af óháðum aðila. Hvað á ég svo við með þessu? Til dæmis þegar starfsmaður RÚV segir í TikTok hreyfimynd að það sé yfirlýst stefna Miðflokksins að enginn megi koma til landsins til þess að leita hælis þá finnst þér vegið að flokknum. Engir hælisleitendur til landsins er sá boðskapur Miðflokksins sem hann hefur lagt áherslu á og væri róttæk breyting frá núverandi skipan. Það er ljóst að þér finnst að RÚV hefði ekki átt að segja frá þessu. Það er líka ljóst að í þessum boðskap endurspeglast það eðli Miðflokksins sem hann ætlar sér að ná í atkvæði út á. Snorri Másson þú verður að læra að horfast í augu við þig sem frambjóðanda Miðflokksins. Þú ert kominn í Miðflokkinn og mátt ekki láta í það skína að þér líki illa við stefnu hans með því að kvarta undan fjölmiðli sem segir frá henni. Annars staðar í hreyfimynd á TikTok segir sami starfsmaður RÚV að Miðflokkurinn hafi efasemdir um hnattræna hlýnun af mannavöldum og vilji draga úr öllum loftlagsaðgerðum sem þeir segi að skili engu. Það er ljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst það beinlínis árás á Miðflokkinn að segja frá þessu stefnumáli hans. Undir lok hreyfimyndarinnar gefur þú það í skyn að starfsmaður RÚV hafi farið mýkri höndum um Samfylkinguna en Miðflokkinn og tekur sem dæmi að hann hafi sagt að meginstefna hennar væri jöfnuður, sjálfbærni og friður. Það er ljóst af opinberum málflutningi Samfylkingarinnar að meginstefna hennar er jöfnuður, sjálfbærni og friður og það er augljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst þessi stefna hljóma betur í munni RÚV en þau tvö mál í stefnu Miðflokksins sem eru rakin hér að ofan. Mér persónulega finnst jöfnuður, sjálfbærni og friður vera svo almenns eðlis að það segi næstum ekki neitt en það er önnur saga. Snorri þú verður að sætta þig við að orð starfsmanns RÚV sem þér mislíka voru lögð honum í munn af Miðflokknum. Framlag starfsmannsins til sögunnar er hverfandi. Ég er hins vegar skíthræddur um að félagar þínir í Miðflokknum fari að veitast að þér fyrir að mislíka við stefnuna.. Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er. Í gær dreymdi mig að ég sat með föður mínum heitnum og ég var að segja honum hvað mér fyndist það undarlegt að þú kenndir RÚV um stefnumál Miðflokksins eða í það minnsta þann sársauka sem þau valda þér. Faðir minn svaraði því til að það væri nokkuð algengt að stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum flokka sem þeir væru í og þá gerðu þeir gjarnan annað af tvennu, skiptu um flokk eða kenndu RÚV um vandann. Og síðan: „Segðu honum að heimurinn sé eins og hann sé og það þýði ekkert fyrir hann að reyna að tala sig frá honum, endanlega sjá allir að um plat sé að ræða. Færðu honum þessa vísu: Platið aldrei er til neins ekkert býr til gaman horfðu nú á heiminn eins og heimurinn er í framan Kári Stefánsson, aðdáandi þinn jafnt nú sem áður. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Kári Stefánsson Ríkisútvarpið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Snorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. Ég hef farið með skóna heim í til þess gerðum kössum (skókössum) en þegar þangað er komið og ég hef dregið þá á fætur mér hef ég gjarnan lent í alls konar vanda eftir nokkur skref. Hælsæri er líklega algengastur vandinn og síðan þrengsli um vinstri fót framanverðan vegna vansköpunar sem gerir það að verkum að sá fóturinn ætti betur heima á önd en á manni. Og nú að ástæðu þess að ég sendi þér þetta bréf: Ég er hræddur um að ergelsi þitt út í RÚV sem þú tjáðir í hreyfimynd á samfélagsmiðli sé ein af birtingarmyndum þess að þú ert nú búinn að koma þér í nýjar aðstæður og svo framandi að þú átt erfitt með að sætta þig við þær þegar þeim er lýst af óháðum aðila. Hvað á ég svo við með þessu? Til dæmis þegar starfsmaður RÚV segir í TikTok hreyfimynd að það sé yfirlýst stefna Miðflokksins að enginn megi koma til landsins til þess að leita hælis þá finnst þér vegið að flokknum. Engir hælisleitendur til landsins er sá boðskapur Miðflokksins sem hann hefur lagt áherslu á og væri róttæk breyting frá núverandi skipan. Það er ljóst að þér finnst að RÚV hefði ekki átt að segja frá þessu. Það er líka ljóst að í þessum boðskap endurspeglast það eðli Miðflokksins sem hann ætlar sér að ná í atkvæði út á. Snorri Másson þú verður að læra að horfast í augu við þig sem frambjóðanda Miðflokksins. Þú ert kominn í Miðflokkinn og mátt ekki láta í það skína að þér líki illa við stefnu hans með því að kvarta undan fjölmiðli sem segir frá henni. Annars staðar í hreyfimynd á TikTok segir sami starfsmaður RÚV að Miðflokkurinn hafi efasemdir um hnattræna hlýnun af mannavöldum og vilji draga úr öllum loftlagsaðgerðum sem þeir segi að skili engu. Það er ljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst það beinlínis árás á Miðflokkinn að segja frá þessu stefnumáli hans. Undir lok hreyfimyndarinnar gefur þú það í skyn að starfsmaður RÚV hafi farið mýkri höndum um Samfylkinguna en Miðflokkinn og tekur sem dæmi að hann hafi sagt að meginstefna hennar væri jöfnuður, sjálfbærni og friður. Það er ljóst af opinberum málflutningi Samfylkingarinnar að meginstefna hennar er jöfnuður, sjálfbærni og friður og það er augljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst þessi stefna hljóma betur í munni RÚV en þau tvö mál í stefnu Miðflokksins sem eru rakin hér að ofan. Mér persónulega finnst jöfnuður, sjálfbærni og friður vera svo almenns eðlis að það segi næstum ekki neitt en það er önnur saga. Snorri þú verður að sætta þig við að orð starfsmanns RÚV sem þér mislíka voru lögð honum í munn af Miðflokknum. Framlag starfsmannsins til sögunnar er hverfandi. Ég er hins vegar skíthræddur um að félagar þínir í Miðflokknum fari að veitast að þér fyrir að mislíka við stefnuna.. Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er. Í gær dreymdi mig að ég sat með föður mínum heitnum og ég var að segja honum hvað mér fyndist það undarlegt að þú kenndir RÚV um stefnumál Miðflokksins eða í það minnsta þann sársauka sem þau valda þér. Faðir minn svaraði því til að það væri nokkuð algengt að stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum flokka sem þeir væru í og þá gerðu þeir gjarnan annað af tvennu, skiptu um flokk eða kenndu RÚV um vandann. Og síðan: „Segðu honum að heimurinn sé eins og hann sé og það þýði ekkert fyrir hann að reyna að tala sig frá honum, endanlega sjá allir að um plat sé að ræða. Færðu honum þessa vísu: Platið aldrei er til neins ekkert býr til gaman horfðu nú á heiminn eins og heimurinn er í framan Kári Stefánsson, aðdáandi þinn jafnt nú sem áður. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun