Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2024 11:46 Andri Steinn telur vert að taka skýrt fram að með því að strika Dag út en kjósa annan flokk sé sá hinn sami að gera kjörseðil sinn ógildan. vísir/vilhelm/facebook Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. „Það verður að koma þarna fram að það ógildi atkvæðið að fara eftir þessum fyrirmælum,“ segir Andri Steinn. Andri er að tala um grínaktuga frétt af orðahnippingum Dags B. Eggertssonar frambjóðanda Samfylkingarinnar og manns á Facebook sem spyr hvort hann kunni ekki að skammast sín? Dagur svarar snarlega og hvetur alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Brandarar eru eins og að kryfja frosk, þú þarft að drepa hann til þess. En Dagur er þarna að hafa í flimtingum að ef einhver kýs tiltekinn flokk en strikar út frambjóðanda annars lista, þá er sá hinn sami að gera sitt atkvæði ógilt. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit ekkert hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Andri Steinn. Hann telur ekki úr vegi að útskýra fyrir fólki hvað má og hvað ekki í þessu. Hann er þó ekki á því að það kveði rammt að þessu en hann hafi vissulega heyrt af slíkum tilvikum frá fólki úr talningunni. Og það hefur fréttastofan einnig gert. Til að mynda af manni sem fyrir löngu kaus í Kópavogi Samfylkinguna en lýsti því jafnframt hróðugur yfir að hann hefði strikað yfir Gunnar I. Birgisson oddvita Sjálfstæðisflokksins þar í bæ. Allur er varinn góður. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent MAST starfar á neyðarstigi Innlent Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Sjá meira
„Það verður að koma þarna fram að það ógildi atkvæðið að fara eftir þessum fyrirmælum,“ segir Andri Steinn. Andri er að tala um grínaktuga frétt af orðahnippingum Dags B. Eggertssonar frambjóðanda Samfylkingarinnar og manns á Facebook sem spyr hvort hann kunni ekki að skammast sín? Dagur svarar snarlega og hvetur alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Brandarar eru eins og að kryfja frosk, þú þarft að drepa hann til þess. En Dagur er þarna að hafa í flimtingum að ef einhver kýs tiltekinn flokk en strikar út frambjóðanda annars lista, þá er sá hinn sami að gera sitt atkvæði ógilt. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit ekkert hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Andri Steinn. Hann telur ekki úr vegi að útskýra fyrir fólki hvað má og hvað ekki í þessu. Hann er þó ekki á því að það kveði rammt að þessu en hann hafi vissulega heyrt af slíkum tilvikum frá fólki úr talningunni. Og það hefur fréttastofan einnig gert. Til að mynda af manni sem fyrir löngu kaus í Kópavogi Samfylkinguna en lýsti því jafnframt hróðugur yfir að hann hefði strikað yfir Gunnar I. Birgisson oddvita Sjálfstæðisflokksins þar í bæ. Allur er varinn góður.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent MAST starfar á neyðarstigi Innlent Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Sjá meira