Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. nóvember 2024 20:03 Verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði vísar því algjörlega á bug að jólasveinninn í Hellisgerði hafi verið drukkinn um helgina. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna í Hafnarfirðinum og víðar hafa sumir farið á samfélagsmiðla og kvartað yfir jólasveini í Hellisgerði í jólaþorpi Hafnarfjarðar. Sumir segja að hann hafi hunsað öll börn sem til hans komu og að hann hafi verið drukkinn, og auk þess hafi hann ekki talað íslensku. Verkefnastjóri jólaþorpsins segir að rekstraraðilar í Hellisgerði hafi viljað hjálpa til og verið með aukajólasvein á sínum snærum, og vísar því á bug að hann hafi verið drukkinn. „Hafa einhverjir fleiri orðið varir við að jólasveinninn í Hellisgerði hagi sér einkennilega?“ var spurt á spjallþræði á netinu og enginn skortur var á svörum. „Úff já sá hann síðustu helgi, var 100% drukkinn, skeggið ekki einu sinni rétt á andlitinu og hann bara frekar krípí,“ segir ein. „Hann var í gær að drekka kaffi og hangandi í símanum á miðju torginu hjá sviðinu og hunsaði öll börn sem komu til hans, finnst það frekar lélegt dæmi!“ segir önnur. Ekki á vegum Hafnarfjarðar og alls ekki drukkinn Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði segir að jólasveinninn hafi ekki verið fullur. „Það er ekki séns.“ Jólasveinninn sem um ræðir sé þó ekki á þeirra vegum og tali þess vegna ekki íslensku. Hún segir að jólasveinar jólaþorpsins séu allir rammíslenskir jólasveinar í ullarpeysum og tali íslensku við börn og taki með þeim myndir. Askasleikir hafi til að mynda skemmt gestum jólaþorpsins um helgina. Jólasveinninn í Hellisgerði sé á vegum veitingastaðarins, og komi frá Brasilíu. „Það er rekstraraðili sem að er með veitingahús í Hellisgerði, þau selja veitingar, kakó, vöfflur og svoleiðis. Þetta er aðili á þeirra vegum sem er að reyna gleðja,“ segir hún. „Þetta er bara blásaklaus maður sem kemur frá Brasilíu sem er þarna upp á skraut, en er kannski ekki að gefa sig að börnunum þarna og fólk er kannski vant því,“ segir hún. Veitingastaðurinn hafi viljað hjálpa til Sunna segir að rekstraraðilar veitingastaðarins séu bara að reyna gera sitt besta og hafi viljað hjálpa til jólaþorpið. „Rekstaraðilarnir eru að reyna setja aukakrydd í flóruna í jólaþorpinu með því að hafa einn amerískan jólasvein líka,“ segir hún, en jólasveinninn í Hellisgerði er sá eini sem er í ameríska rauða jólasveinabúningnum. Hins vegar tali hann hvorki íslensku né ensku. „Hann er bara í búning og skeggið á hans búning er kannski ekki alveg jafnflott og það flottasta í bænum. Þetta er svo leiðinlegt af því að þau eru þvílíkt að reyna gera sitt besta og standa sig svo vel,“ segir Sunna. Hafnarfjörður Jól Jólasveinar Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Hafa einhverjir fleiri orðið varir við að jólasveinninn í Hellisgerði hagi sér einkennilega?“ var spurt á spjallþræði á netinu og enginn skortur var á svörum. „Úff já sá hann síðustu helgi, var 100% drukkinn, skeggið ekki einu sinni rétt á andlitinu og hann bara frekar krípí,“ segir ein. „Hann var í gær að drekka kaffi og hangandi í símanum á miðju torginu hjá sviðinu og hunsaði öll börn sem komu til hans, finnst það frekar lélegt dæmi!“ segir önnur. Ekki á vegum Hafnarfjarðar og alls ekki drukkinn Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði segir að jólasveinninn hafi ekki verið fullur. „Það er ekki séns.“ Jólasveinninn sem um ræðir sé þó ekki á þeirra vegum og tali þess vegna ekki íslensku. Hún segir að jólasveinar jólaþorpsins séu allir rammíslenskir jólasveinar í ullarpeysum og tali íslensku við börn og taki með þeim myndir. Askasleikir hafi til að mynda skemmt gestum jólaþorpsins um helgina. Jólasveinninn í Hellisgerði sé á vegum veitingastaðarins, og komi frá Brasilíu. „Það er rekstraraðili sem að er með veitingahús í Hellisgerði, þau selja veitingar, kakó, vöfflur og svoleiðis. Þetta er aðili á þeirra vegum sem er að reyna gleðja,“ segir hún. „Þetta er bara blásaklaus maður sem kemur frá Brasilíu sem er þarna upp á skraut, en er kannski ekki að gefa sig að börnunum þarna og fólk er kannski vant því,“ segir hún. Veitingastaðurinn hafi viljað hjálpa til Sunna segir að rekstraraðilar veitingastaðarins séu bara að reyna gera sitt besta og hafi viljað hjálpa til jólaþorpið. „Rekstaraðilarnir eru að reyna setja aukakrydd í flóruna í jólaþorpinu með því að hafa einn amerískan jólasvein líka,“ segir hún, en jólasveinninn í Hellisgerði er sá eini sem er í ameríska rauða jólasveinabúningnum. Hins vegar tali hann hvorki íslensku né ensku. „Hann er bara í búning og skeggið á hans búning er kannski ekki alveg jafnflott og það flottasta í bænum. Þetta er svo leiðinlegt af því að þau eru þvílíkt að reyna gera sitt besta og standa sig svo vel,“ segir Sunna.
Hafnarfjörður Jól Jólasveinar Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira