Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 10:35 Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins og frambjóðandi, fékk sér á dögunum húðflúr af íslenskum vöfflum og merki Framsóknarflokksins á handlegginn. Þetta er annað húðflúr þingmannsins. Þetta kemur fram í skoplegu myndskeiði sem að Jóhann birti á Youtube-síðu sinni í dag sem má berja augum í spilaranum hér að neðan: „Létt grín“ Jóhann Friðrik staðfesti í samtali við Vísi að um alvöru húðflúr væri að ræða og segist hafa gert þetta til að hleypa jákvæðni og gríni í kosningabaráttuna. Í myndskeiðinu er tekið viðtal við Jóhann með kímnu og hnyttnu ívafi. Spyrillinn bendir þá á að Jóhann sé af mörgum þekktur sem „vöfflumaðurinn“ og spyr hvað valdi þessu. „Þetta var létt grín hérna sem fór um veraldarvefinn fyrir mörgum árum síðan. Ég er búinn að vera gera ýmislegt síðan. Auðvitað búinn að vera í bæjarstjórn í Reykjanesbæ og búinn að vera þrjú ár á þingi núna,“ segir Jóhann í myndskeiðinu. Fjölskyldan tók vel í húðflúrið Jóhann segist í myndskeiðinu hafa unnið ýmis góð störf á þingi. Þá er einnig bent á að hann hafi samið slagorð sem skilaði góðum árangri meðal kjósenda í síðustu þingkosningum: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Þá spyr spyrillinn hann ítrekað hvað hann ætli gera til að tryggja sig inn á þing í yfirstandandi kosningabaráttu og endar myndskeiðið á því að sýna nýtt húðflúr þingmannsins. Listamaðurinn sem gerði húðflúrið er vinkona dóttur Jóhanns.Skjáskot „Þetta er skemmtilegt. Við vildum fara aðeins út fyrir boxið. Í aðdraganda kosninga er kannski erfitt að ná í gegn með eitthvað skemmtilegt. Þegar allt kemur til alls þá er mikilvægt að halda í gleðina og njóta þess að vera til þó að verkefnin geti verið ærin,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir það mikilvægt fyrir þingmenn að koma sér á framfæri og láta vita hvaða störf þeir hafa verið að vinna á þingi og telur húmorinn vera vænlega leið til þess. Hvernig er það að venjast að vera með þetta nýja húðflúr? „Það er bara fínt, maður passar bara vel upp á það og hugsar vel um það. Fjölskyldunni finnst þetta bara gaman. Dóttir mín er reyndar húðflúr listamaður, en hún gerði reyndar ekki þetta húðflúr. Hún gerði fyrsta húðflúrið sem ég er með sem er skjaldarmerkið.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Húðflúr Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Þetta kemur fram í skoplegu myndskeiði sem að Jóhann birti á Youtube-síðu sinni í dag sem má berja augum í spilaranum hér að neðan: „Létt grín“ Jóhann Friðrik staðfesti í samtali við Vísi að um alvöru húðflúr væri að ræða og segist hafa gert þetta til að hleypa jákvæðni og gríni í kosningabaráttuna. Í myndskeiðinu er tekið viðtal við Jóhann með kímnu og hnyttnu ívafi. Spyrillinn bendir þá á að Jóhann sé af mörgum þekktur sem „vöfflumaðurinn“ og spyr hvað valdi þessu. „Þetta var létt grín hérna sem fór um veraldarvefinn fyrir mörgum árum síðan. Ég er búinn að vera gera ýmislegt síðan. Auðvitað búinn að vera í bæjarstjórn í Reykjanesbæ og búinn að vera þrjú ár á þingi núna,“ segir Jóhann í myndskeiðinu. Fjölskyldan tók vel í húðflúrið Jóhann segist í myndskeiðinu hafa unnið ýmis góð störf á þingi. Þá er einnig bent á að hann hafi samið slagorð sem skilaði góðum árangri meðal kjósenda í síðustu þingkosningum: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Þá spyr spyrillinn hann ítrekað hvað hann ætli gera til að tryggja sig inn á þing í yfirstandandi kosningabaráttu og endar myndskeiðið á því að sýna nýtt húðflúr þingmannsins. Listamaðurinn sem gerði húðflúrið er vinkona dóttur Jóhanns.Skjáskot „Þetta er skemmtilegt. Við vildum fara aðeins út fyrir boxið. Í aðdraganda kosninga er kannski erfitt að ná í gegn með eitthvað skemmtilegt. Þegar allt kemur til alls þá er mikilvægt að halda í gleðina og njóta þess að vera til þó að verkefnin geti verið ærin,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir það mikilvægt fyrir þingmenn að koma sér á framfæri og láta vita hvaða störf þeir hafa verið að vinna á þingi og telur húmorinn vera vænlega leið til þess. Hvernig er það að venjast að vera með þetta nýja húðflúr? „Það er bara fínt, maður passar bara vel upp á það og hugsar vel um það. Fjölskyldunni finnst þetta bara gaman. Dóttir mín er reyndar húðflúr listamaður, en hún gerði reyndar ekki þetta húðflúr. Hún gerði fyrsta húðflúrið sem ég er með sem er skjaldarmerkið.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Húðflúr Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira