Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. nóvember 2024 16:44 Vilhelm/ANTON Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins í færslu á Facebook og segir það ekkert nema eðlilegt að þingmenn taki „snúning“ og greiði atkvæði eftir eigin sannfæringu gagnvart málum frá ríkisstjórninni. Hún segir staðhæfingar formannsins miklar ýkjur. „Ráðherrar geta ekki verið hvumpnir yfir því, það er einfaldlega kveðið svo á um í þrígreiningu ríkisvalds að löggjafarvaldið liggur hjá þingmönnum en ekki ráðherrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í færslu sinni og svarar þar með orðum sem Sigurður lét falla í viðtali við mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði hann að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi „trekk í trekk“ farið gegn stjórnarfrumvörpum í þinglegri meðferð. Sagði Sjálfstæðisflokkinn varla stjórntækan „Það hefur blasað við mér að það er á mörkunum að Sjálfstæðisflokkurinn, eins öflugur og hann hefur alltaf verið, er varla stjórntækur búinn að vera síðustu mánuðina. Enda sprengdi hann ríkisstjórnina,“ er haft eftir Sigurði. Hildur fann sig knúna til að svara þessum orðum Sigurðar og skaut að honum föstum skotum. Hún ítrekaði að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í ríkisstjórn bara til þess að vera í ríkisstjórn. Þá áréttaði hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu aldrei atkvæði gegn stjórnarmálum síðasta þingvetur. „Við vorum kosin til þess að ná árangri í tilteknum málum og ef róið er í aðra átt þá láta þingmenn okkar í sér heyra eðli málsins samkvæmt. Það er engin dyggð í því falin gagnvart kjósendum að sitja bara á hliðarlínunni og stimpla mál sem fara þvert gegn okkar sannfæringu til þess eins að halda í stólana,“ skrifaði Hildur. Sakar Sigurð um ýkjur Hildur viðurkennir að tvisvar hafi tiltekinn þingmaður setið hjá við afgreiðslu stjórnarmáls en ítrekar að það hafi í hvorugt skipti haft nokkur áhrif á afdrif þeirra mála. „Þannig að ef Sigurður Ingi kallar það að fara gegn stjórnarmálum trekk í trekk leyfi ég mér góðfúslega að segja að það sýnist mér vera nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi.“ Hún tekur fram að hún erfi þetta ekki og viðurkennir að þingmenn flokksins geti verið harðir í horn að taka. „En það á við um alla þá sem brenna fyrir sýn sinni á samfélagið og er ekkert nema eðlilegt. Við náðum enda farsælum lendingum í langflestum tilfellum og sérlega gott að semja við hinn yndislega þingflokksformann Framsóknar. Èg óska þeim bara alls hins besta í baráttunni þó kappið sé kannski aðeins að stríða minninu hjá formanninum hvað þetta varðar.“ Færslu Hildar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Facebook-færsla Hildar.Skjáskot Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Ráðherrar geta ekki verið hvumpnir yfir því, það er einfaldlega kveðið svo á um í þrígreiningu ríkisvalds að löggjafarvaldið liggur hjá þingmönnum en ekki ráðherrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í færslu sinni og svarar þar með orðum sem Sigurður lét falla í viðtali við mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði hann að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi „trekk í trekk“ farið gegn stjórnarfrumvörpum í þinglegri meðferð. Sagði Sjálfstæðisflokkinn varla stjórntækan „Það hefur blasað við mér að það er á mörkunum að Sjálfstæðisflokkurinn, eins öflugur og hann hefur alltaf verið, er varla stjórntækur búinn að vera síðustu mánuðina. Enda sprengdi hann ríkisstjórnina,“ er haft eftir Sigurði. Hildur fann sig knúna til að svara þessum orðum Sigurðar og skaut að honum föstum skotum. Hún ítrekaði að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í ríkisstjórn bara til þess að vera í ríkisstjórn. Þá áréttaði hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu aldrei atkvæði gegn stjórnarmálum síðasta þingvetur. „Við vorum kosin til þess að ná árangri í tilteknum málum og ef róið er í aðra átt þá láta þingmenn okkar í sér heyra eðli málsins samkvæmt. Það er engin dyggð í því falin gagnvart kjósendum að sitja bara á hliðarlínunni og stimpla mál sem fara þvert gegn okkar sannfæringu til þess eins að halda í stólana,“ skrifaði Hildur. Sakar Sigurð um ýkjur Hildur viðurkennir að tvisvar hafi tiltekinn þingmaður setið hjá við afgreiðslu stjórnarmáls en ítrekar að það hafi í hvorugt skipti haft nokkur áhrif á afdrif þeirra mála. „Þannig að ef Sigurður Ingi kallar það að fara gegn stjórnarmálum trekk í trekk leyfi ég mér góðfúslega að segja að það sýnist mér vera nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi.“ Hún tekur fram að hún erfi þetta ekki og viðurkennir að þingmenn flokksins geti verið harðir í horn að taka. „En það á við um alla þá sem brenna fyrir sýn sinni á samfélagið og er ekkert nema eðlilegt. Við náðum enda farsælum lendingum í langflestum tilfellum og sérlega gott að semja við hinn yndislega þingflokksformann Framsóknar. Èg óska þeim bara alls hins besta í baráttunni þó kappið sé kannski aðeins að stríða minninu hjá formanninum hvað þetta varðar.“ Færslu Hildar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Facebook-færsla Hildar.Skjáskot
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira