Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. nóvember 2024 16:44 Vilhelm/ANTON Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins í færslu á Facebook og segir það ekkert nema eðlilegt að þingmenn taki „snúning“ og greiði atkvæði eftir eigin sannfæringu gagnvart málum frá ríkisstjórninni. Hún segir staðhæfingar formannsins miklar ýkjur. „Ráðherrar geta ekki verið hvumpnir yfir því, það er einfaldlega kveðið svo á um í þrígreiningu ríkisvalds að löggjafarvaldið liggur hjá þingmönnum en ekki ráðherrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í færslu sinni og svarar þar með orðum sem Sigurður lét falla í viðtali við mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði hann að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi „trekk í trekk“ farið gegn stjórnarfrumvörpum í þinglegri meðferð. Sagði Sjálfstæðisflokkinn varla stjórntækan „Það hefur blasað við mér að það er á mörkunum að Sjálfstæðisflokkurinn, eins öflugur og hann hefur alltaf verið, er varla stjórntækur búinn að vera síðustu mánuðina. Enda sprengdi hann ríkisstjórnina,“ er haft eftir Sigurði. Hildur fann sig knúna til að svara þessum orðum Sigurðar og skaut að honum föstum skotum. Hún ítrekaði að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í ríkisstjórn bara til þess að vera í ríkisstjórn. Þá áréttaði hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu aldrei atkvæði gegn stjórnarmálum síðasta þingvetur. „Við vorum kosin til þess að ná árangri í tilteknum málum og ef róið er í aðra átt þá láta þingmenn okkar í sér heyra eðli málsins samkvæmt. Það er engin dyggð í því falin gagnvart kjósendum að sitja bara á hliðarlínunni og stimpla mál sem fara þvert gegn okkar sannfæringu til þess eins að halda í stólana,“ skrifaði Hildur. Sakar Sigurð um ýkjur Hildur viðurkennir að tvisvar hafi tiltekinn þingmaður setið hjá við afgreiðslu stjórnarmáls en ítrekar að það hafi í hvorugt skipti haft nokkur áhrif á afdrif þeirra mála. „Þannig að ef Sigurður Ingi kallar það að fara gegn stjórnarmálum trekk í trekk leyfi ég mér góðfúslega að segja að það sýnist mér vera nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi.“ Hún tekur fram að hún erfi þetta ekki og viðurkennir að þingmenn flokksins geti verið harðir í horn að taka. „En það á við um alla þá sem brenna fyrir sýn sinni á samfélagið og er ekkert nema eðlilegt. Við náðum enda farsælum lendingum í langflestum tilfellum og sérlega gott að semja við hinn yndislega þingflokksformann Framsóknar. Èg óska þeim bara alls hins besta í baráttunni þó kappið sé kannski aðeins að stríða minninu hjá formanninum hvað þetta varðar.“ Færslu Hildar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Facebook-færsla Hildar.Skjáskot Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
„Ráðherrar geta ekki verið hvumpnir yfir því, það er einfaldlega kveðið svo á um í þrígreiningu ríkisvalds að löggjafarvaldið liggur hjá þingmönnum en ekki ráðherrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í færslu sinni og svarar þar með orðum sem Sigurður lét falla í viðtali við mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði hann að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi „trekk í trekk“ farið gegn stjórnarfrumvörpum í þinglegri meðferð. Sagði Sjálfstæðisflokkinn varla stjórntækan „Það hefur blasað við mér að það er á mörkunum að Sjálfstæðisflokkurinn, eins öflugur og hann hefur alltaf verið, er varla stjórntækur búinn að vera síðustu mánuðina. Enda sprengdi hann ríkisstjórnina,“ er haft eftir Sigurði. Hildur fann sig knúna til að svara þessum orðum Sigurðar og skaut að honum föstum skotum. Hún ítrekaði að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í ríkisstjórn bara til þess að vera í ríkisstjórn. Þá áréttaði hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu aldrei atkvæði gegn stjórnarmálum síðasta þingvetur. „Við vorum kosin til þess að ná árangri í tilteknum málum og ef róið er í aðra átt þá láta þingmenn okkar í sér heyra eðli málsins samkvæmt. Það er engin dyggð í því falin gagnvart kjósendum að sitja bara á hliðarlínunni og stimpla mál sem fara þvert gegn okkar sannfæringu til þess eins að halda í stólana,“ skrifaði Hildur. Sakar Sigurð um ýkjur Hildur viðurkennir að tvisvar hafi tiltekinn þingmaður setið hjá við afgreiðslu stjórnarmáls en ítrekar að það hafi í hvorugt skipti haft nokkur áhrif á afdrif þeirra mála. „Þannig að ef Sigurður Ingi kallar það að fara gegn stjórnarmálum trekk í trekk leyfi ég mér góðfúslega að segja að það sýnist mér vera nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi.“ Hún tekur fram að hún erfi þetta ekki og viðurkennir að þingmenn flokksins geti verið harðir í horn að taka. „En það á við um alla þá sem brenna fyrir sýn sinni á samfélagið og er ekkert nema eðlilegt. Við náðum enda farsælum lendingum í langflestum tilfellum og sérlega gott að semja við hinn yndislega þingflokksformann Framsóknar. Èg óska þeim bara alls hins besta í baráttunni þó kappið sé kannski aðeins að stríða minninu hjá formanninum hvað þetta varðar.“ Færslu Hildar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Facebook-færsla Hildar.Skjáskot
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira