Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 19:01 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra furðar sig á vaxtahækkunum sumra lána hjá fjármálastofnunum. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri segir ástæðuna m.a. vera háa raunvexti. Már Wolfang Mixa dósent við H.Í. telur bankanna geta brugðist öðruvísi við. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ fordæmir hækkanir meðan launafólk hafi haldið að sér höndum. Vísir Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. Viðskiptabankarnir hafa nú allir breytt vaxtakjörum sínum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni í 8,5 prósent. Þá hafa lífeyrissjóðir gert breytingar á kjörum sínum undanfarið. Fjármálastofnanirnar hafa lækkað vexti í takt við Seðlabankann á óverðtryggðum íbúðalánum en allar fyrir utan Landsbankann hafa hækkað vexti um 0,2 til 0,5 prósentustig á verðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa m.a. skýrt hækkanirnar með því að raunvextir, sem er mismunur á verðbólgu og stýrivöxtum, hafi hækkað sem geri fjármögnun þeirra dýrari. Stýrivextir séu með öðrum orðum orðnir of háir. Raunvextir hafi ekki verið hærri síðan í hruninu Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands tekur undir það og segir raunvexti í hæstu hæðum. „Bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta er alltaf að aukast. Því eru raunstýrivextir í hæstu hæðum nú. Þeir hafa ekki verið jafn háir frá hrunárinu 2008. Ég velti fyrir mér á hvaða vegferð Seðlabankinn sé þessa daganna að lækka ekki stýrivexti hraðar,“ segir hann. Fjármálastofnanir hafa jafnframt vísað til þess að vegna háu raunvaxtanna sé skammtímafjármögnun þeirra dýrari. Wolfang telur hægt að leysa það. „Í mínum huga er fráleitt að fólk sem tekur langtímalán í formi húsnæðislána á Íslandi sé að fá vaxtakjör sem miðast við skammtímavexti. Fólk vill fá stöðugleika í lánum. Einföld leið til að minnka sveifluna væri að bankarnir miðuðu lánveitingar sínar við langtímafjármögnun en ekki skammtíma,“ segir Már. Vaxtahækkanir fordæmdar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir í færslu á Facebook, vekja furðu að bankarnir hækki nú vexti sumra lána á sama tíma og Seðlabankinn lækki vexti. Það sé eins og þeir séu ekki í takt við samfélagið. Færsla forsætisráðherra.Vísir Þá hefur Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmt ákvarðanir banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gengur niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir hækkunina á skjön við aðra samfélagsþróun. „Við bjuggumst við því að bankarnir, eins og önnur fyrirtæki í landinu, myndu taka undir með okkur en ekki færa þetta strax út í verðlagið eins og nú er gert. Vegna fákeppni geta þeir leyft sér hvað sem er. Almenningur í landinu er að taka töluvert mikið á sig og við ætlumst til þess að fyrirtækin og þar með bankarnir geri það líka,“ segir hann. Seðlabankinn beri einnig mikla ábyrgð á ástandinu. „Við erum búin að gagnrýna Seðlabankann og höldum því áfram. Hann hefði átt að bregðast miklu fyrr og lækka stýrivexti hraðar,“ segir hann. Seðlabankinn Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Viðskiptabankarnir hafa nú allir breytt vaxtakjörum sínum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni í 8,5 prósent. Þá hafa lífeyrissjóðir gert breytingar á kjörum sínum undanfarið. Fjármálastofnanirnar hafa lækkað vexti í takt við Seðlabankann á óverðtryggðum íbúðalánum en allar fyrir utan Landsbankann hafa hækkað vexti um 0,2 til 0,5 prósentustig á verðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa m.a. skýrt hækkanirnar með því að raunvextir, sem er mismunur á verðbólgu og stýrivöxtum, hafi hækkað sem geri fjármögnun þeirra dýrari. Stýrivextir séu með öðrum orðum orðnir of háir. Raunvextir hafi ekki verið hærri síðan í hruninu Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands tekur undir það og segir raunvexti í hæstu hæðum. „Bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta er alltaf að aukast. Því eru raunstýrivextir í hæstu hæðum nú. Þeir hafa ekki verið jafn háir frá hrunárinu 2008. Ég velti fyrir mér á hvaða vegferð Seðlabankinn sé þessa daganna að lækka ekki stýrivexti hraðar,“ segir hann. Fjármálastofnanir hafa jafnframt vísað til þess að vegna háu raunvaxtanna sé skammtímafjármögnun þeirra dýrari. Wolfang telur hægt að leysa það. „Í mínum huga er fráleitt að fólk sem tekur langtímalán í formi húsnæðislána á Íslandi sé að fá vaxtakjör sem miðast við skammtímavexti. Fólk vill fá stöðugleika í lánum. Einföld leið til að minnka sveifluna væri að bankarnir miðuðu lánveitingar sínar við langtímafjármögnun en ekki skammtíma,“ segir Már. Vaxtahækkanir fordæmdar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir í færslu á Facebook, vekja furðu að bankarnir hækki nú vexti sumra lána á sama tíma og Seðlabankinn lækki vexti. Það sé eins og þeir séu ekki í takt við samfélagið. Færsla forsætisráðherra.Vísir Þá hefur Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmt ákvarðanir banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gengur niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir hækkunina á skjön við aðra samfélagsþróun. „Við bjuggumst við því að bankarnir, eins og önnur fyrirtæki í landinu, myndu taka undir með okkur en ekki færa þetta strax út í verðlagið eins og nú er gert. Vegna fákeppni geta þeir leyft sér hvað sem er. Almenningur í landinu er að taka töluvert mikið á sig og við ætlumst til þess að fyrirtækin og þar með bankarnir geri það líka,“ segir hann. Seðlabankinn beri einnig mikla ábyrgð á ástandinu. „Við erum búin að gagnrýna Seðlabankann og höldum því áfram. Hann hefði átt að bregðast miklu fyrr og lækka stýrivexti hraðar,“ segir hann.
Seðlabankinn Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira