Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 14:36 Til vinstri er teikning af svæðinu eins og gert er ráð fyrir að svæðið muni líta út. Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. Næstkomandi mánudag munu íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði um skipulagsbreytingu við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðar mölunarverksmiðju. Kosningin stendur í tvær vikur en íbúar geta líka greitt atkvæði um þetta mál samhliða þingkosningum í lok mánaðar. Upphaflegri íbúakosningu var frestað á síðustu stundu í maí eftir athugasemdir fiskeldisfyrirtækisins First Water í grenndinni og ákvað meirihlutinn að gefa Heidelberg tækifæri á að svara þeim spurningum sem brenna á íbúum og fiskeldisfyrirtækinu og í gær var síðan íbúafundur á vegum sveitarfélagsins þar sem umrædd gögn voru kynnt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans. „Það var ráðinn þarna verkfræðistofa til þess að meta gögnin sem Heidelberg sendi inn til þess að svara þessum áhyggjum First water en í raun snerist þeirra mat á gögnum ekki um áhyggjur á fiskeldi heldur áhrif á íbúa þannig að þau voru sett fram eins og þau væru bara mjög jákvæð og hefðu engin áhrif og það var ekki fyrr en ég spurði hvort það væri verið að setja þetta fram með tilliti til íbúa eða fiskeldanna sem íbúar sem voru á fundinum fengu að vita það að þarna var verið að leggja fram gögn eins og þau væru miðuð við áhrif á íbúa en ekki fiskeldið þannig að þetta er rosalega sérstök framsetning og ekki til þess að auka trúverðugleika þess ferlis sem hefur verið í gangi í þessu máli sem hefur verið mjög ámælisvert, verð ég að segja.“ Þá fannst henni að upplýsingar um áhrif námuvinnslunnar á hafsbotni ekki nægilega greinargóðar, sér í lagi hvað varðar áhrif á hrygningarsvæði. „Mér fannst hann ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika ferlisins, þessa skipulagsferlis og vinnubrögð meirihlutans í þessu máli hafa verið bara alveg forkastanleg, svo ég segi það bara alveg eins og er og þessi fundur var bara enn einn liður í því þannig að þarna var ekki verið að upplýsa íbúa út frá þeim gögnum sem liggja fyrir heldur verið að setja fram misvísandi upplýsingar.“ Í skriflegu svari frá Erlu Sif Markúsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi segir að meirihlutinn hafi enga sérstaka skoðun á þessu máli og að hún telji að sex bæjarfulltrúar af sjö muni ekki reyna að hafa afskipti af skoðanamótun bæjarbúa, líkt og hún kemst að orði. Þá segir hún að hljóðmengun og rykmengun sé ekki við lóðamörk fyrirtækisins og að titringur á rekstrartíma verði óverulegur samkvæmt skýrslunni. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. 4. nóvember 2024 09:16 Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Næstkomandi mánudag munu íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði um skipulagsbreytingu við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðar mölunarverksmiðju. Kosningin stendur í tvær vikur en íbúar geta líka greitt atkvæði um þetta mál samhliða þingkosningum í lok mánaðar. Upphaflegri íbúakosningu var frestað á síðustu stundu í maí eftir athugasemdir fiskeldisfyrirtækisins First Water í grenndinni og ákvað meirihlutinn að gefa Heidelberg tækifæri á að svara þeim spurningum sem brenna á íbúum og fiskeldisfyrirtækinu og í gær var síðan íbúafundur á vegum sveitarfélagsins þar sem umrædd gögn voru kynnt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans. „Það var ráðinn þarna verkfræðistofa til þess að meta gögnin sem Heidelberg sendi inn til þess að svara þessum áhyggjum First water en í raun snerist þeirra mat á gögnum ekki um áhyggjur á fiskeldi heldur áhrif á íbúa þannig að þau voru sett fram eins og þau væru bara mjög jákvæð og hefðu engin áhrif og það var ekki fyrr en ég spurði hvort það væri verið að setja þetta fram með tilliti til íbúa eða fiskeldanna sem íbúar sem voru á fundinum fengu að vita það að þarna var verið að leggja fram gögn eins og þau væru miðuð við áhrif á íbúa en ekki fiskeldið þannig að þetta er rosalega sérstök framsetning og ekki til þess að auka trúverðugleika þess ferlis sem hefur verið í gangi í þessu máli sem hefur verið mjög ámælisvert, verð ég að segja.“ Þá fannst henni að upplýsingar um áhrif námuvinnslunnar á hafsbotni ekki nægilega greinargóðar, sér í lagi hvað varðar áhrif á hrygningarsvæði. „Mér fannst hann ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika ferlisins, þessa skipulagsferlis og vinnubrögð meirihlutans í þessu máli hafa verið bara alveg forkastanleg, svo ég segi það bara alveg eins og er og þessi fundur var bara enn einn liður í því þannig að þarna var ekki verið að upplýsa íbúa út frá þeim gögnum sem liggja fyrir heldur verið að setja fram misvísandi upplýsingar.“ Í skriflegu svari frá Erlu Sif Markúsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi segir að meirihlutinn hafi enga sérstaka skoðun á þessu máli og að hún telji að sex bæjarfulltrúar af sjö muni ekki reyna að hafa afskipti af skoðanamótun bæjarbúa, líkt og hún kemst að orði. Þá segir hún að hljóðmengun og rykmengun sé ekki við lóðamörk fyrirtækisins og að titringur á rekstrartíma verði óverulegur samkvæmt skýrslunni.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. 4. nóvember 2024 09:16 Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20
Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. 4. nóvember 2024 09:16
Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent