Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:09 Margrét Eyjólfsdóttir með tíkina sína Lady sem líður afskaplega vel í Grindavík, bara svo lengi sem jarðskjálftahrina er ekki yfirstandandi. Margrét Eyjólfsdóttir Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. Hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og Magnús Gunnarsson eru ekki þau einu sem neituðu að yfirgefa heimili sín í Grindavík í nótt. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir að gist hafi verið í tveimur húsum í bænum í nótt. Hann segir að nú megi íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík fara inn í bæinn en hann varar fólk á sama tíma við að aðstæður gætu breyst og það með skömmum fyrirvara. Margrét og Magnús segjast ekki hafa búist við eldgosi í gærkvöldi, ekki frekar en náttúruvársérfræðingar. „Maður heyrir í lúðrinum, og þá hugsar maður oh einu sinni enn. Byrjar þetta aftur. Maður var ekkert undirbúinn af því þetta kom svo snögglega.“ Hvað fer í gegnum huga þér þegar gosið fer af stað, verðið þið óttaslegin? „Nei, það er nefnilega málið. Ég er ekkert hrædd við þetta en þess vegna fer í huga mér: ókei nú kemur löggan með leiðindi og rekur okkur út. Þeir eru náttúrulega misjafnir en oft leiðinlegir. Þeir sem komu hér voru bara með leiðindi, frekju og yfirgang. Þeir settu löppina fyrir hurðina, sem þeir mega ekki gera, lýstu inn um gluggann og voru bara dónalegir.“ Hörmulegt að vera á flandri um miðja nótt að vetri til Margrét segir að upplifunin af því að þurfa að yfirgefa heimili sitt ítrekað vera skelfilega. „Þetta var alveg hræðilegt síðasta vetur. Við vorum í hjólhýsi um miðjan vetur, svo vorum við inni á ættingum, og uppi í sveit og bara á flandri. Bara hryllingur.“ Og þú hugsaðir bara ekki aftur? „Já, bara kemur ekki til greina sko. Ég spurði einmitt þessa lögreglu hvert ég ætti að fara og þá sagði hann þið getið sofið bara í bílnum.“ Margrét hefur búið í Grindavík í þrjátíu ár og Magnús alla sína ævi. Hún segist ekki vera neinn þverhaus, bara manneskja sem vilji standa vörð um rétt sinn. „Þetta ætti náttúrulega að vera frjálst val, þú ert bara á þinni ábyrgð ef þú vilt ekki fara. Mér finnst að þetta ætti að vera svoleiðis af því að þú ert ekki að stofna neinum öðrum í hættu. Það þarf ekki að koma fram við mann eins og maður sé glæpamaður fyrir það eitt að vilja vera heima hjá sér.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00 Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53 Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og Magnús Gunnarsson eru ekki þau einu sem neituðu að yfirgefa heimili sín í Grindavík í nótt. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir að gist hafi verið í tveimur húsum í bænum í nótt. Hann segir að nú megi íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík fara inn í bæinn en hann varar fólk á sama tíma við að aðstæður gætu breyst og það með skömmum fyrirvara. Margrét og Magnús segjast ekki hafa búist við eldgosi í gærkvöldi, ekki frekar en náttúruvársérfræðingar. „Maður heyrir í lúðrinum, og þá hugsar maður oh einu sinni enn. Byrjar þetta aftur. Maður var ekkert undirbúinn af því þetta kom svo snögglega.“ Hvað fer í gegnum huga þér þegar gosið fer af stað, verðið þið óttaslegin? „Nei, það er nefnilega málið. Ég er ekkert hrædd við þetta en þess vegna fer í huga mér: ókei nú kemur löggan með leiðindi og rekur okkur út. Þeir eru náttúrulega misjafnir en oft leiðinlegir. Þeir sem komu hér voru bara með leiðindi, frekju og yfirgang. Þeir settu löppina fyrir hurðina, sem þeir mega ekki gera, lýstu inn um gluggann og voru bara dónalegir.“ Hörmulegt að vera á flandri um miðja nótt að vetri til Margrét segir að upplifunin af því að þurfa að yfirgefa heimili sitt ítrekað vera skelfilega. „Þetta var alveg hræðilegt síðasta vetur. Við vorum í hjólhýsi um miðjan vetur, svo vorum við inni á ættingum, og uppi í sveit og bara á flandri. Bara hryllingur.“ Og þú hugsaðir bara ekki aftur? „Já, bara kemur ekki til greina sko. Ég spurði einmitt þessa lögreglu hvert ég ætti að fara og þá sagði hann þið getið sofið bara í bílnum.“ Margrét hefur búið í Grindavík í þrjátíu ár og Magnús alla sína ævi. Hún segist ekki vera neinn þverhaus, bara manneskja sem vilji standa vörð um rétt sinn. „Þetta ætti náttúrulega að vera frjálst val, þú ert bara á þinni ábyrgð ef þú vilt ekki fara. Mér finnst að þetta ætti að vera svoleiðis af því að þú ert ekki að stofna neinum öðrum í hættu. Það þarf ekki að koma fram við mann eins og maður sé glæpamaður fyrir það eitt að vilja vera heima hjá sér.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00 Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53 Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00
Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53
Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10