Ólíklegt að gjósi í nóvember Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2024 15:10 Ekki er talið að nægur þrýstingur hafi byggst upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að gjósi í nóvember. Vísir/Vilhelm Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja ólíklegt að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember. Vísbendingar um að hægt hafi á landrisi gætu verið tilkomnar vegna geimveðurs. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sé áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hafi mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Sams konar breytingar sjást víða Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi haldi áfram. Á GPS-mælum hafi þó sést vísbendingar um að hægt hafi á landrisinu síðustu daga. Of snemmt sé að fullyrða að þessar breytingar séu merki um að það hægi á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sjáist víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi sé því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif sé að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun er að ræða og að hægt hafi á landrisi og kvikusöfnun muni það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir berist, sem hægt verði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Óbreytt hættumat Það sé áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt sé að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Eitt af því sem styðji það mat sé hversu lítil skjálftavirkni mælist á svæðinu. Ef hraði landriss í Svartsengi breytist eða markverð aukning verður í skjálftavirkni muni þetta mat breytast í samræmi við það. Veðurstofan hafi gefið út uppfært hættumat, sem sé óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildi til 26. nóvember, að öllu óbreyttu. Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sé áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hafi mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Sams konar breytingar sjást víða Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi haldi áfram. Á GPS-mælum hafi þó sést vísbendingar um að hægt hafi á landrisinu síðustu daga. Of snemmt sé að fullyrða að þessar breytingar séu merki um að það hægi á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sjáist víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi sé því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif sé að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun er að ræða og að hægt hafi á landrisi og kvikusöfnun muni það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir berist, sem hægt verði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Óbreytt hættumat Það sé áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt sé að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Eitt af því sem styðji það mat sé hversu lítil skjálftavirkni mælist á svæðinu. Ef hraði landriss í Svartsengi breytist eða markverð aukning verður í skjálftavirkni muni þetta mat breytast í samræmi við það. Veðurstofan hafi gefið út uppfært hættumat, sem sé óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildi til 26. nóvember, að öllu óbreyttu. Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira