Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2024 12:04 Séra Óskar Hafsteinn, nýr prófastur í Suðurprófastsdæmi, sem er hér staddur í fjósinu í Gunnbjarnarholti þar sem hann var með fjölmenna kúamessu eitt skiptið, en hann er duglegur að halda fjölbreytt messuform. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til í Hrunakirkju í dag skammt frá Flúðum en þá fer fram innsetningarmessa þar, sem séra Óskar Hafsteinn Óskarsson verður settur inn í embætti prófast í Suðurprófastsdæmi af biskupi Íslands. Biskup segist hlakka mikið til fyrir innsetningunni enda ekki sett prófast í embætti áður. Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands hefur verið á ferð um landið með skrifstofuna sína en hún var nýlega á Austurlandi og síðustu daga hefur hún verið á Suðurlandi þar sem hún hefur hitt sóknarbörn og fundað með sóknarnefndum. Í dag er stór dagur hjá Guðrúnu því þá setur hún séra Óskar Hafstein Óskarsson prest í Hruna inn í embætti prófasts í Suðurprófastsdæmi í sérstakri innsetningarmessu klukkan 14:00. „Ég hef ekki sett prófast í embætti áður þannig að ég er mjög spennt, búin að fara yfir þetta allt saman og æfa mig með honum og hlakka mikið til,” segir Guðrún. Að vera prófastur, hvað þýðir það á mannamáli? „Það þýðir það að hann heldur öllu saman í þessum prófastsdæmi, er leiðtogi prestanna og sóknanna, þetta er svona millistjórnenda hlutverk í kirkjunni.” Súpufundurinn með biskupi Íslands fór fram í Héraðsskólanum á Laugarvatni í gær þar sem biskup fór yfir málefni kirkjunnar og svaraði spurningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar Hafsteinn er mjög spenntur fyrir innsetningunni og að taka við þessu nýja hlutverki af séra Halldóru J. Þorvarðardóttur. „Ég hlakka bara mikið til að vinna með kirkjufólki og prestum í héraðinu og að halda áfram að byggja upp kirkjuna okkar á Suðurlandi. Það er mjög öflugt starfi í þessu prófastsdæmi, einvala lið kirkjufólks og við ætlum bara að halda áfram í sókn,” segir Óskar. Auk þess að vera prestur og prófastur eftir daginn í dag er Óskar Hafsteinn sauðfjárbóndi en hann getur ekki hugsað sér að hætta því starfi. „Alls ekki, það er bara lykilatriði að vera áfram sauðfjárbóndi”, sagði Óskar hlæjandi. Eftir innsetningarmessuna verður öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu á Flúðum. Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Sauðfé Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands hefur verið á ferð um landið með skrifstofuna sína en hún var nýlega á Austurlandi og síðustu daga hefur hún verið á Suðurlandi þar sem hún hefur hitt sóknarbörn og fundað með sóknarnefndum. Í dag er stór dagur hjá Guðrúnu því þá setur hún séra Óskar Hafstein Óskarsson prest í Hruna inn í embætti prófasts í Suðurprófastsdæmi í sérstakri innsetningarmessu klukkan 14:00. „Ég hef ekki sett prófast í embætti áður þannig að ég er mjög spennt, búin að fara yfir þetta allt saman og æfa mig með honum og hlakka mikið til,” segir Guðrún. Að vera prófastur, hvað þýðir það á mannamáli? „Það þýðir það að hann heldur öllu saman í þessum prófastsdæmi, er leiðtogi prestanna og sóknanna, þetta er svona millistjórnenda hlutverk í kirkjunni.” Súpufundurinn með biskupi Íslands fór fram í Héraðsskólanum á Laugarvatni í gær þar sem biskup fór yfir málefni kirkjunnar og svaraði spurningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar Hafsteinn er mjög spenntur fyrir innsetningunni og að taka við þessu nýja hlutverki af séra Halldóru J. Þorvarðardóttur. „Ég hlakka bara mikið til að vinna með kirkjufólki og prestum í héraðinu og að halda áfram að byggja upp kirkjuna okkar á Suðurlandi. Það er mjög öflugt starfi í þessu prófastsdæmi, einvala lið kirkjufólks og við ætlum bara að halda áfram í sókn,” segir Óskar. Auk þess að vera prestur og prófastur eftir daginn í dag er Óskar Hafsteinn sauðfjárbóndi en hann getur ekki hugsað sér að hætta því starfi. „Alls ekki, það er bara lykilatriði að vera áfram sauðfjárbóndi”, sagði Óskar hlæjandi. Eftir innsetningarmessuna verður öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu á Flúðum.
Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Sauðfé Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira