Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Árni Sæberg skrifar 16. nóvember 2024 07:01 Daníel Örn huldi andlit sitt þegar hann kom í Héraðsdóm Reykjaness í morgun. Hann óskaði eftir því að fá að yfirgefa dóminn þegar hann hafði gefið skýrslu. Vísir/Vilhelm Þrítugur karlmaður sem er ákærður fyrir að reyna að bana lækni í Lundi í Kópavogi í sumar, segist ekki hafa haft neinn ásetning til þess að stinga lækninn. Hann hafi gripið til hnífs og sveiflað í átt að lækninum í sjálfsvörn. Hann hafi verið með hníf sem hann keypti í Kolaportinu í vasanum af því að honum þætti hann „töff“. Daníel Örn Unnarsson sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játar verknaðinn en hafnar því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Atvik málsins urðu föstudagskvöld í júní þegar læknirinn var á göngu ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum þeirra. Var að horfa á fótbolta Daníel Örn gaf skýrslu fyrstur þegar aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun. Hann lýsti atvikum svo að hann hefði verið heima hjá sér að horfa á fótboltaleik, nánar tiltekið leik á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu sem fram fór í sumar. Hann hafi fengið sér tvo bjóra yfir leiknum. Að leik loknum hafi hann ákveðið fara heim til vinar síns og taka með sér hníf sem hann hefði nýverið keypt sér í Kolaportinu. Honum hafi þótt hnífurinn „töff“ og hann talið að vinurinn myndi vilja sjá hann. Fólkið hafi tekið yfir allan göngustíginn Daníel Örn sagðist hafa farið heim til vinar síns á eigin rafhlaupahjóli. Á leiðinni hafi hann mætt tvennum hjónum, sem hafi gengið hlið við hlið og þannig lagt undir sig allan göngustíginn. Hann hafi hægt á sér og reynt að fara fram hjá hópnum hægra megin en rekist utan í annan manninn og fallið í jörðina við það. Eftir það hafi þeir farið að munnhöggvast, maðurinn hafi verið mjög æstur og sagt honum að hann ætti ekki að vera á rafhlaupahjóli á göngustíg heldur ætti hann að vera á hjólastíg. Ekki stoltur af því sem hann kallaði konuna Konurnar tvær hafi reynt að róa manninn niður og gengið með hann frá honum. Þá hafi önnur konan sagt eitthvað við hann sem hafi móðgað hann. Hann hafi þá svarað konunni einhverju sem hann sé ekki stoltur af. Vitni hafa borið um að Daníel Örn hafi kallað konuna „kerlingartussu“. Þá hafi læknirinn, sem hafi fram að þessu verið pollrólegur og staðið rétt fyrir framan hann, slegið hann bylmingshöggi í gagnaugað með þeim afleiðingum að fossblæddi. Læknirinn tók alfarið fyrir það að hann hefði lamið Daníel Örn þegar hann bar vitni. Hann hafi þá tekið upp hnífinn úr vinstri vasa, opnað hann með því að ýta á takka, og sveiflað honum á meðan hann hörfaði undan. Hann hafi ekki haft neinn ásetning til þess að stinga lækninn. Með alls konar greiningar og varð hræddur Daníel Örn sagðist gera sér grein fyrir því núna að hann hafi stungið lækninn, eftir að hafa verið sagt af því eftir á. Á verknaðarstundu hafi hann ekki gert sér grein fyrir því að hann hefði sært lækninn. Hann hafi orðið mjög hræddur enda glími hann við mikinn kvíða, hann sé raunar með „alls konar greiningar“. „Ég sveiflaði bara hnífnum og hljóp í burtu. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en lögreglan sagði mér frá þessu.“ Vinurinn stökk upp á hlaupahjólið og fór á eftir árásarmanninum Daníel Örn lýsti því svo að hann hefði hlaupið á brott, aðspurður sagðist hann hafa verið að flýja það sem hann taldi yfirvofandi árás frekar en að láta sig hverfa af vettvangi glæps. Á hlaupunum hafi hann tekið eftir því að vinur læknisins, sá sem hann hefði upphaflega munnhoggist við, væri á eftir honum á rafhlaupahjólinu hans. Hann hefði skilið það eftir í óðagoti. Vinurinn hafi náð honum, tekið hann hálstaki og loks haft hann undir í einhvers konar hengingartaki. Þá hafi lögreglu borið að og hann verið handtekinn. Í aðalmeðferðinni kom fram að vinur mannsins er með réttarstöðu sakbornings vegna þessara átaka, sem fóru fram í sjávarmálinu við Sæbólsbraut í Kópavogi. Lögreglurannsókn á þeim anga málsins sé enn opin. Kópavogur Lögreglumál Dómsmál Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Daníel Örn Unnarsson sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játar verknaðinn en hafnar því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Atvik málsins urðu föstudagskvöld í júní þegar læknirinn var á göngu ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum þeirra. Var að horfa á fótbolta Daníel Örn gaf skýrslu fyrstur þegar aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun. Hann lýsti atvikum svo að hann hefði verið heima hjá sér að horfa á fótboltaleik, nánar tiltekið leik á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu sem fram fór í sumar. Hann hafi fengið sér tvo bjóra yfir leiknum. Að leik loknum hafi hann ákveðið fara heim til vinar síns og taka með sér hníf sem hann hefði nýverið keypt sér í Kolaportinu. Honum hafi þótt hnífurinn „töff“ og hann talið að vinurinn myndi vilja sjá hann. Fólkið hafi tekið yfir allan göngustíginn Daníel Örn sagðist hafa farið heim til vinar síns á eigin rafhlaupahjóli. Á leiðinni hafi hann mætt tvennum hjónum, sem hafi gengið hlið við hlið og þannig lagt undir sig allan göngustíginn. Hann hafi hægt á sér og reynt að fara fram hjá hópnum hægra megin en rekist utan í annan manninn og fallið í jörðina við það. Eftir það hafi þeir farið að munnhöggvast, maðurinn hafi verið mjög æstur og sagt honum að hann ætti ekki að vera á rafhlaupahjóli á göngustíg heldur ætti hann að vera á hjólastíg. Ekki stoltur af því sem hann kallaði konuna Konurnar tvær hafi reynt að róa manninn niður og gengið með hann frá honum. Þá hafi önnur konan sagt eitthvað við hann sem hafi móðgað hann. Hann hafi þá svarað konunni einhverju sem hann sé ekki stoltur af. Vitni hafa borið um að Daníel Örn hafi kallað konuna „kerlingartussu“. Þá hafi læknirinn, sem hafi fram að þessu verið pollrólegur og staðið rétt fyrir framan hann, slegið hann bylmingshöggi í gagnaugað með þeim afleiðingum að fossblæddi. Læknirinn tók alfarið fyrir það að hann hefði lamið Daníel Örn þegar hann bar vitni. Hann hafi þá tekið upp hnífinn úr vinstri vasa, opnað hann með því að ýta á takka, og sveiflað honum á meðan hann hörfaði undan. Hann hafi ekki haft neinn ásetning til þess að stinga lækninn. Með alls konar greiningar og varð hræddur Daníel Örn sagðist gera sér grein fyrir því núna að hann hafi stungið lækninn, eftir að hafa verið sagt af því eftir á. Á verknaðarstundu hafi hann ekki gert sér grein fyrir því að hann hefði sært lækninn. Hann hafi orðið mjög hræddur enda glími hann við mikinn kvíða, hann sé raunar með „alls konar greiningar“. „Ég sveiflaði bara hnífnum og hljóp í burtu. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en lögreglan sagði mér frá þessu.“ Vinurinn stökk upp á hlaupahjólið og fór á eftir árásarmanninum Daníel Örn lýsti því svo að hann hefði hlaupið á brott, aðspurður sagðist hann hafa verið að flýja það sem hann taldi yfirvofandi árás frekar en að láta sig hverfa af vettvangi glæps. Á hlaupunum hafi hann tekið eftir því að vinur læknisins, sá sem hann hefði upphaflega munnhoggist við, væri á eftir honum á rafhlaupahjólinu hans. Hann hefði skilið það eftir í óðagoti. Vinurinn hafi náð honum, tekið hann hálstaki og loks haft hann undir í einhvers konar hengingartaki. Þá hafi lögreglu borið að og hann verið handtekinn. Í aðalmeðferðinni kom fram að vinur mannsins er með réttarstöðu sakbornings vegna þessara átaka, sem fóru fram í sjávarmálinu við Sæbólsbraut í Kópavogi. Lögreglurannsókn á þeim anga málsins sé enn opin.
Kópavogur Lögreglumál Dómsmál Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33
Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56
Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05