Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2024 10:05 Lögreglumenn í rigningunni utan við hæstarétt Brasilíu eftir að karlmaður sprengdi sig í loft upp þar í gærkvöldi. Vísir/EPA Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. Tvær sprengingar urðu utan við hæstaréttarbygginguna skömmu eftir að dómurinn lauk störfum í gær. Sú fyrri varð í bíl sem sá látni átti, að sögn Celinu Leao, aðstoðarríkisstjóra Brasilíuborgar. Nokkrum sekúndum síðar sprengdi maðurinn sig upp fyrir framan dómshúsið. Hæstaréttardómurunum var komið í öryuggt skjól þegar sprengingarnar hófust. Sprengjusérfræðingar lögreglu notuðu vélmenni til þess að rannsaka þær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögregla hefur enn ekki borið kennsl á manninn en óttast var að fleiri sprengjur væri að finna á líkinu. Að svo stöddu er talið að hann hafi verið einn að verki. Leao sagði þó ekki hægt að útiloka að hann hefði átt sér samverkamenn. Torg þriggja greina ríkisvaldsins sem tengir höfuðstöðvar þriggja greina brasilísku alríkisstjórnarinnar var vettvangur óeirða stuðningsmanna Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, í fyrra. Þeir gengu berserksgang í stjórnarbyggingum til þess að mótmæla tapi hans í forsetakosninum í anda stuðningsmanna Donalds Trump í Bandaríkjunum árinu fyrr. Sprengingarnar í gær eru sagðar vekja um áleitnar spurningar um öryggismál í Brasilíu í aðdraganda leiðtogafundar G20-ríkjanna sem á að hefjast í Ríó í næstu viku og opinberrar heimsóknar Xi Jinping, forseta Kína, til höfuðborgarinnar skömmu síðar. Brasilía Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Tvær sprengingar urðu utan við hæstaréttarbygginguna skömmu eftir að dómurinn lauk störfum í gær. Sú fyrri varð í bíl sem sá látni átti, að sögn Celinu Leao, aðstoðarríkisstjóra Brasilíuborgar. Nokkrum sekúndum síðar sprengdi maðurinn sig upp fyrir framan dómshúsið. Hæstaréttardómurunum var komið í öryuggt skjól þegar sprengingarnar hófust. Sprengjusérfræðingar lögreglu notuðu vélmenni til þess að rannsaka þær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögregla hefur enn ekki borið kennsl á manninn en óttast var að fleiri sprengjur væri að finna á líkinu. Að svo stöddu er talið að hann hafi verið einn að verki. Leao sagði þó ekki hægt að útiloka að hann hefði átt sér samverkamenn. Torg þriggja greina ríkisvaldsins sem tengir höfuðstöðvar þriggja greina brasilísku alríkisstjórnarinnar var vettvangur óeirða stuðningsmanna Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, í fyrra. Þeir gengu berserksgang í stjórnarbyggingum til þess að mótmæla tapi hans í forsetakosninum í anda stuðningsmanna Donalds Trump í Bandaríkjunum árinu fyrr. Sprengingarnar í gær eru sagðar vekja um áleitnar spurningar um öryggismál í Brasilíu í aðdraganda leiðtogafundar G20-ríkjanna sem á að hefjast í Ríó í næstu viku og opinberrar heimsóknar Xi Jinping, forseta Kína, til höfuðborgarinnar skömmu síðar.
Brasilía Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira